Dags­skipulag

Dagskipu­lagi er ætlað að vera rammi utan um leik­skóla­starfið þar sem ríkir jafn­vægi frjálsra og skipu­lagðra stunda, inni­veru og útiveru. Dagskipu­lagið er ætíð sniðið að þörfum barna, þroska þeirra og samsetn­ingu barna­hópsins svo og aðstæðum og öðrum ytri skil­yrðum. Skipulag og ákveðnar tíma­setn­ingar dagsins gefa starfinu festu og öryggi fyrir börn, starfs­fólk og foreldra en er þó sveigj­an­legt og veitir svigrúm til þess að bregða út af þegar þörf er á.

7:45–8:30

Tekið á móti börnum og þau boðin velkomin. Rólegur leikur og spjall

8:30–9:00

Morgunmatur

9:00–9:15

Samverustund á teppi

9:15–10:00

Hópastarf og frjálst val

10:00–10:15

Ávaxtastund, saga fyrir börnin

10:15–11:15

Hópastarf

11:15–11:30

Söngstund og handþvottur

11:30–12:00

Hádegismatur

12:00–13:00

Hvíldarstund/slökun
Eldri börnin gera verkefni tengd læsi og/eða tölum og talnagildi

13:00–14:45

Útivera

15:00–15:30

Síðdegishressing

15:30–16:15

Rólegur leikur og spjall. Börnin kvödd, heimferð