Reglur leik­skól­anna í Vest­ur­byggð

1.gr.
Leik­skól­arnir í Vest­ur­byggð eru ætlaðir börnum á aldr­inum 14 mánaða til 6 ára. Sótt skal um leik­skóla­vist með minnst 3ja mánaða fyrir­vara.
Börnin hætta það ár sem þau verða 6 ára.
Opnun­ar­tími  Arakletts er frá kl. 07:45 til  kl. 17:15. Opnun­ar­tími Tjarn­ar­brekku er frá kl 07:45 til kl. 16:15.

2. gr.
Umsækj­andi og barn skulu vera með lögheimili í Vest­ur­byggð.

3. gr.
Grunn­vistun er frá kl. 08:00 til kl. 12:00  Boðið er upp á breyti­lega vistun umfram grunn­vist­un­ar­tíma.

4. gr.
Leik­skóla­stjóri boðar foreldra nýrra barna til viðtals, þar sem hann veitir upplýs­ingar um starf­semina og þjón­ustu rekstr­ar­aðila og fær nauð­syn­legar upplýs­ingar um barnið.

5. gr.
Leik­skóla­gjald er ákveðið af bæjar­stjórn á hverjum tíma.  Fæðis­gjald skal greiðast um leið og leik­skóla­gjaldið. Vist­gjaldið greiðist frá þeim tíma að aðlögun hefst.

6. gr.
Leik­skóla­gjöld eru greidd fyrir­fram. Gjald­dagi er fyrsta hvers mánaðar.  Eindagi er 15 dögum eftir gjald­daga, drátt­ar­vextir reiknast frá eindaga.  Ef gjaldið hefur ekki verið greitt í 1 mánuð eða um það samið við leik­skóla­stjóra eða bæjar­yf­ir­völd er litið svo á, að viðkom­andi hafi afsalað sér plássinu frá 1. næsta mánaðar og leik­skóla­gjöld þá send lögfræð­ingi til innheimtu.

7. gr.
Gagn­kvæmur uppsagn­ar­frestur leik­skól­anna og foreldra/forráða­manna er einn mánuður hið minnsta. Leik­skóla­stjóra er heimilt að krefjast mánaðar greiðslu frá uppsagn­ar­degi, hafi reglum um uppsagn­ar­frest ekki verið fylgt. Uppsögn skal skila á eyðu­blaði sem fæst hjá leik­skóla­stjóra.

8. gr.
Veikt barn skal ekki koma í leik­skólann. Tilkynna þarf veik­indi barns og einnig, ef barn mun af öðrum orsökum ekki mæta í leik­skólann. Ef barn er fjar­ver­andi í minnst 4 vikur samfellt vegna veik­inda er heimilt að gefa allt að helming dval­ar­gjaldsins eftir gegn fram­vísun lækn­is­vott­orðs.

9. gr.
Barni er aðeins heimilt að dvelja í leik­skól­anum þann tíma sem dval­ar­samn­ingur kveður á um.  Foreldrar eru vinsam­legast beðnir um að virða þetta samn­ings­ákvæði.

10. gr.
Þeim, sem fylgja barni í leik­skólann eða sækja, ber að láta viðkom­andi starfs­mann vita um komu sína og brottför. Látið ávallt vita, ef einhver annar en vanur er sækir barnið. Börn í leik­skól­anum skulu ekki sótt af yngri börnum en 12 ára.

11. gr.
Barn sem er að byrja í leik­skól­anum, skal fá aðlög­un­ar­tíma með foreldri eða forráða­manni sínum til að fyrir­byggja, svo sem unnt er, röskun á öryggis­kennd barnsins.

12. gr.
Morg­un­matur hefst kl. 08:30. Foreldrar eða forráða­menn, sem eru með börn sín í morg­unmat, þurfa að vera mætt með þau fyrir þann tíma.

13. gr.
Morg­un­matur, hádeg­is­matur og síðdeg­is­hressing er dregið af  fæðis­gjaldi þegar barn er samfellt 10 daga í burtu sé þess óskað.

14. gr.
Um leið og bæjar­yf­ir­völd fá upplýs­ingar um það, að viðkom­andi foreldri er komið í sambúð, fellur niður afsláttur á gjaldi sem á við um einstætt foreldri.

15. gr.
Að jafnaði skulu vera 5 – 6 starfs­dagar á ári og skulu þeir vera auglýstir með mánaðar fyrir­vara.

16. gr.
Ef senda þarf börn heim vegna mann­eklu og veik­inda starfs­fólks er hringt í viðkom­andi forleldra eða send skilaboð þar um. Ekki er gefinn afsláttur af gjaldi sökum þessa.

17. gr.
Börn raðast á biðlista eftir aldri, þau elstu fyrst, nema sérstakar aðstæður mæli með að barn verði í forgangi.

1. forgangur:

  • Fötluð börn og börn með alvarleg þroskafrávik.  Vottorð frá viður­kenndum grein­ing­ar­aðila skal fylgja með umsókn. Börn starfs­fólks leik- og grunn­skól­anna. Beiðni frá skóla­stjórum skal fylgja umsókn.

2. forgangur:

  • Börn sem búa við erfið­leika í félags­um­hverfi og börn með þroskafrávik.  Erfið­leikar teljast t.d. barna­vernd­armál, alvarleg veik­indi eða fötlun hjá fjöl­skyldu­með­lilmum barnsins. Vottorð frá lækni eða sérfræð­ingi skal fylgja umsókn.

  • Börn með foreldra undir lögaldri, börn einstæðra forráða­manna með fleiri en eitt barn á fram­færi, þríburar.

Aðgerðir sem gripið er til áður en til þess kemur að senda börn heim vegna mann­eklu:

  1. Veik­inda­af­leysing fer inn á deild eða  þar sem vantar starfs­mann (8,33% af grunn­mönnun í hverjum leik­skóla)

  2. Undir­bún­ings­tímar færðir til t.d. – taka þegar rólegur tími gefst t.d. í útiveru

  3. Börn færð milli deilda

  4. Sérkennslu­stjóri tekur hóp eða kemur inn á deild eftir atvikum

  5. Hringt í foreldra og börn sótt

  6. Fyrir­komulag ef sækja þarf börnin:

  7. Hringt í foreldra þeirra barna sem eru í leik­skól­anum á þeim tíma sem starfs­fólk    vantar

  8. Hringt í foreldra allra barna á þeirri deild sem þörfin er mest og foreldrar beðnir um að sækja börnin fyrr

  9. Ef um langvar­andi veik­indi og eða mann­eklu er að ræða þá þarf að fara kerf­is­bundið í skerð­ingu t.d. með því að skipta upp í hópa svo jafn­ræði ríki.

Vest­ur­byggð 17. október 2017