Samverustundir fjölskyldunnar mikilvægar fyrir börn
Kæru fjölskyldur.
Nú þegar jólahátíðin er framundan og krakkarnir okkar á leiðinni í jólafrí er mikilvægt að huga að samverustundum fjölskyldunnar og á það ekki síst við um unglingana okkar. Eins og við vitum fylgja unglingsárunum margar nýjar áskoranir og eru þau að spegla sig hvert í öðru. Jafningjahópurinn hefur þar gríðarleg áhrif. Samvera með foreldrum og fjölskyldu er því afskaplega mikilvæg og einnig mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hverja börnin þeirra eru að umgangast hverju sinni. Samvistir foreldris og barns, þar sem truflandi áreitum úr umhverfinu er haldið í lágmarki eru börnum/unglingum mjög mikilvægar.
Skrifað: 20. desember 2023
Því meiri tíma sem foreldrar verja með unglingnum sínum, því ólíklegra er að hann leiðist út í neyslu vímuefna. Forvarnastarf beinist að því að styrkja félagslega stöðu unglinga og skapa þeim aðstæður þar sem þeir geta notið æsku sinnar í öruggu umhverfi. Undir handleiðslu fullorðinna þjálfast unglingar í að taka ábyrgð og framkvæma hugmyndir sínar í jafningjahópi.
Við hvetjum því foreldra til að njóta hátíðanna með börnum sínum og búa til góðar minningar.
Á síðu Heilsuveru eru ýmsar hugmyndir að því sem hægt er að gera í samveru sem og á heimasíðu Heimilis og skóla og hér fyrir neðan eru linkar á síður þeirra:
Mikilvægi samveru foreldra og barna | Heilsuvera
https://www.heimiliogskoli.is/fraedsluefni?subcategory=G%C3%B3%C3%B0+r%C3%A1%C3%B0#fraedsluefni
Gleðilega hátíð
Fjölskyldusvið Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.