Skólastefna Vesturbyggðar
Bæjarstjórn Vesturbyggðar ákvað í byrjun árs 2022 að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins. Rebekka Hilmarsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Davíð Valgeirsson, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Friðbjörg Matthíasdóttir voru skipuð í starfshóp og Kristrún Lind Birgisdóttir frá Ásgarði var fengin til að stýra verkinu. Haldnir voru fundir með starfsfólki skólanna, lagðir fyrir spurningalistar og boðað var til opins fundar um endurskoðun skólastefnu. Lagt var upp með að ná breiðri sátt um áherslur og að stefnan næði yfir skólamál sveitarfélagsins en jafnframt íþróttir, félagsmál og menningu barna í sveitarfélaginu.