Skóla­stefna Vest­ur­byggðar

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar ákvað í byrjun árs 2022 að endur­skoða skóla­stefnu sveit­ar­fé­lagsins. Rebekka Hilm­ars­dóttir, Arnheiður Jóns­dóttir, Davíð Valgeirsson, Þórkatla Soffía Ólafs­dóttir og Frið­björg Matth­ías­dóttir voru skipuð í starfshóp og Kristrún Lind Birg­is­dóttir frá Ásgarði var fengin til að stýra verkinu. Haldnir voru fundir með starfs­fólki skól­anna, lagðir fyrir spurn­ingalistar og boðað var til opins fundar um endur­skoðun skóla­stefnu. Lagt var upp með að ná breiðri sátt um áherslur og að stefnan næði yfir skólamál sveit­ar­fé­lagsins en jafn­framt íþróttir, félagsmál og menn­ingu barna í sveit­ar­fé­laginu.