Náms­mats­stefna

Náms­mats­stefna Patreks­skóla byggir fyrst og fremst á því að varða leið nemenda að einstak­lings­mið­uðum fram­förum með skýrum náms­mark­miðum á fjöl­breyttan hátt. Námsmat á að byggja á stöð­ugri stað­fest­ingu á því að nemandinn sé á réttri leið. Það er yfir­lýstur vilji skólans að hjálpa nemendum að ná mark­miðum sínum, að náms­markmið séu ávallt skýr og viðmið um árangur greinileg og skilj­anleg.
Það er mikil­vægt fyrir nemendur og foreldra að sem mestur hluti náms­mats fari fram í raun­tíma, þ.e. að um leið og nám á sér stað fái nemendur stað­fest­ingu á því hvort að þeirra skiln­ingur, þekking og færni sé í samræmi við það markmið sem sett var um námið. Með slíku fyrir­komu­lagi verða náms­matsvikur óþarfar og hægt að draga fram stöðu hvers og eins hvenær sem er. Námsmat fer fram reglu­lega yfir veturinn og liggur fyrir og er aðgengi­legt nemendum og foreldrum um leið og verk­efnum lýkur og í sumum tilvikum á meðan á þeim stendur. Nemendur taka þátt í að leggja mat á eigin verk­efni, verða sérfræð­ingar í því að bæta sig og að fylgjast með eigin fram­förum.

Allar ákvarð­anir um nám nemenda byggja á grunn­þáttum mennt­unar og frekari ákvarð­anir um útfærslu á námi og kennslu byggja á hæfni­við­miðum aðal­nám­skrár. Hæfni­við­miðin marka fram­farir nemenda í þremur þrepum, við lok 4. bekkjar, við lok 7. bekkjar og við lok 10. bekkjar. 1.- 4. bekkur vinnur að hæfni­við­miðum við lok fjórða bekkjar í fjögur ár. Sama á við um 5.-7. bekk og 8.-10. bekk sem hafa þrjú ár að vinna að hæfni­við­miðum sem í gildi eru við lok grunn­skóla. Allt mat byggir á skýrum viðmiðum um námsmat hverju sinni.

Einstak­lings­mið­aðar fram­farir eru skól­anum hjartans mál, mikil­vægt er að námsmat varði persónu­legar fram­farir hvers og eins á skýran máta. Þannig tryggir skólinn snemm­tæka íhlutun þegar hindr­anir í fram­förum koma upp. Einstak­lings­mið­aðar fram­farir byggja á mæli­kvörðum sem varða fram­farir hvers upp alla skóla­gönguna óháð árgöngum.

Fjölbreytt námsmat

Fjöl­breytni náms­mats felst í því að margar náms­matsað­ferðir eru notaðar. Hér fyrir neðan eru þær náms­matsað­ferðir sem mynda þá náms­mats­heild sem matið í skól­anum byggir á. Leið­sagn­arnám með viðmiðum um árangur er þar lang fyrir­ferða­mest eða um 80% af öllu náms­mati sem unnið er með nemendum. Neðst í stefnu­skjalinu eru skýr­ingar á þeim hugtökum sem notuð eru til að lýsa fjöl­breytni náms­matsins. 

Námsmat í Patreks­skóla

Leið­sagn­armat byggir á mark­miðum og viðmiðum um árangur sem sett eru af kennara eða í samstarfi kennara og nemenda. Nemandinn og kenn­arinn meta í samein­ingu hvort að verk­efnin sem nemandinn vinnur uppfylli þau viðmið sem sett hafa verið. Leið­sagn­ar­matið fer nánast alltaf fram MEÐ nemand­anum og um leið og námið fer fram. Hvort að viðmið um árangur hafi gengið eftir getur verið metið af nemend­unum sjálfum, með náms­fé­laga, með kennara og foreldrum/forsjár­að­ilum. Leið­sagn­arnám felur í sér ígrundun og samtöl; nemendur eða nemenda­hópar ígrunda hvort viðmið um árangur hafi náðst eða kennari og nemandi í ígrund­un­ar­sam­tali.

Öll verk­efni í Patreks­skóla byggja á ákvörð­unum um nám sem byggja á Náms­vísi skólans. Verk­efnin eru fjöl­breytt og fela í sér fjöldan allan af sjálfs­mats- og ígrund­un­ar­verk­efnum. Stóru grunn­þátta­þemun fela öll í sér ákveðna niður­stöðu sem nemendur kynna í nemend­a­stýrðu foreldra­við­tali eða á meðal samnem­enda og stundum á stærri viðburðum (ráðstefnum, opnum húsum, árshátíð). 

Leið­sagn­armat 
Ferilmappa er verk­efna­safn sem saman­stendur af verk­efnum nemenda sem annars vegar sýna ferli en hins vegar safn verk­efna þar sem sérstök markmið hafa náðst eða verk­efni sem nemendur sjálfir eru sérstak­lega stoltir af. 
 • Ferils­ritun geymir fram­fara­dagbók í ritun en safn ritvinnslu­verk­efna er safnað saman, ýmist í stílabók eða á tölvu­tæku formi eftir því sem við á. 
 • Kynn­ingar/afrakstur grunn­þátta­verk­efna og loka­af­urðir nemenda úr þeim.
 • Verk­efni að eigin vali nemenda.
Ferilmappa 
Eftir hverja lotu gefa umsjón­ar­kenn­arar nemendum tíma til þess að draga saman gögnin sín í feril­möppu eða á einhvern einn stað. Kenn­arinn minnir nemendur á að þetta sé þeirra tæki­færi til þess að safna saman afrekum lotunnar út frá verk­efnum sem unnin hafa verið og leið­beinir nemendum við að búa til kynn­ingu á feril­möpp­unni. Nemendum gefst nemendum kostur á að laga verk­efni og bæta inn í ef eitt­hvað vantar. Þá er námsmat lotunnar tekið saman í yfirlit sem foreldrar/forsjár­að­ilar fá í hend­urnar. Lotu­viðtal 

Matskvarðar í Patreksskóla

Kvarði fyrir leið­sagn­arnám og viðmið um árangur 

Í Patreks­skóla nýtum við eftir­far­andi merkja­kerfi fyrir mat á viðmiðum um árangur. Viðmiðum um árangur er ætlað að gefa upplýs­ingar um hvernig nemendur, með verk­efnum sínum, uppfylli ákveðin hæfni­viðmið eða náms­markmið. Oft einfaldara orðalag og skýrar/hnit­mið­aðra en sjálf hæfni­við­miðin. Þau sýna eingöngu hvernig hæfn­inni er náð. 

Merki  Viðmið um árangur 
  Framúrsk­ar­andi. Ef nemandi vinnur verk­efni sem er langt umfram viðmið um árangur er gefið „framúrsk­ar­andi”. Það er eingöngu gert í þeim tilvikum þar sem greini­legt er að viðkom­andi nemandi hafi augljósa hæfni umfram það sem ætlast er til og án leið­sagnar kennara/að frum­kvæði nemanda.
👍 Viðmiði lokið. Nemandinn lærði eða gerði það sem til var ætlast. 
👏 Lokið að hluta. Nemandinn er á góðri leið með að ná tökum á því verk­efni sem lagt var upp með. 
⚠️ Tók ekki þátt. Nemandinn tók ekki þátt, var veikur eða kaus að gera ekki neitt.

Matskvarði fyrir verk­efnalok og stigslok.

(Dæmi um matskvarða fyrir lotu­viðtöl/verk­efnalok – Kenn­arar nota sambæri­lega kvarða þegar þeir gefa fyrir önnur stærri verk­efni eða draga saman lokamat á verk­efnum sem annars byggja á leið­sagn­ar­námi. Matskvarðar eru alltaf kynntir til sögunnar áður en verk­efna­vinnan og matið sjálft fer fram með nemendum).  

Lokamat Viðmið 
Framúrsk­ar­andi (A)

Til hamingju þú hefur lokið lokamats viðtali. Ferilmappan þín er mjög vel skipu­lögð og þú hefur raðað verk­efnum í tímaröð samkvæmt inni­halds­lýs­ing­unni. Þú hefur góða yfirsýn yfir allt efnið og getur útskýrt af miklu öryggi hvað þú hefur lært í vetur. Kynn­ingin þín var í samræmi við feril­möppuna og studdi vel við það sem þú kynntir í viðtalinu. Gaman að sjá frábærar fram­farir hjá þér og framúrsk­ar­andi verk­efni.  

Nemandinn:
 • Tekur saman allt efnið í feril­möppuna sína í tímaröð samkvæmt inni­halds­lýs­ingu möpp­unnar á skipu­legan og skýran hátt. 
 • Nemandinn hefur góða yfirsýn yfir efnið og getur útskýrt af miklu öryggi hvaða nám átti sér stað á tíma­bilinu. 
 • Gerir skýra og vel skipu­lagða kynn­ingu umfram vænt­ingar og skilar kenn­ar­anum. 
 • Útskýrir í matsvið­tali hvaða helstu fram­farir urðu í náminu í lotunni. 
Góður grunnur 👍(B)

Til hamingju þú hefur lokið lokamats viðtali. Ferilmappan inni­heldur flest þau atriði sem óskað var eftir og styrk­urinn felst í því að mappan er skipu­lögð og í tímaröð. Þú hefur allgóða yfirsýn yfir allt efnið og getur útskýrt af öryggi hvað þú hefur lært í lotunni. Kynn­ingin þín var í samræmi við feril­möppuna og studdi vel við það sem þú kynntir til viðtalinu. Gaman að sjá frábærar fram­farir hjá þér. 

Nemandinn:
 • Tekur saman eftir bestu getu það efni sem hann vann í vetur en nokkuð vantar upp á að það sé í samræmi við inni­halds­lýs­ingu möpp­unnar. 
 • Nemandinn hefur ágætis yfirsýn yfir efnið og getur útskýrt að mestu hvaða nám átti sér stað á tíma­bilinu. 
 • Gerir kynn­ingu og skilar kenn­ar­anum. 
 • Útskýrir í lotu­við­tali hvaða helstu fram­farir urðu í náminu í vetur. 
Á góðri leið 👏(C)

Til hamingju þú hefur lokið lokamats viðtali. Ferilmappan inni­heldur að hluta þau atriði sem óskað var eftir en styrk­urinn felst í því að mappan er skipu­lögð og í tímaröð. Þú ert á góðri leið með að ná yfirsýn yfir námið þitt. Gott væri að vinna að því að ná betur utanum gögnin í feril­möpp­unni fyrir næstu lotu. Kynn­ingin þín var í samræmi við feril­möppuna og studdi vel við það sem þú kynntir í viðtalinu. Gaman að sjá frábærar fram­farir hjá þér. 

Nemandinn:
 • Tekur saman eftir bestu getu það efni sem hann vann í lotunni en nokkuð vantar upp á að það sé í samræmi við inni­halds­lýs­ingu möpp­unnar. 
 • Hefur ágætis yfirsýn yfir efnið og getur útskýrt að mestu hvaða nám átti sér stað á tíma­bilinu. 
 • Gerir kynn­ingu og skilar kenn­ar­anum. 
 • Útskýrir í matsvið­tali hvaða helstu fram­farir urðu í náminu. 
Tók ekki þátt ⚠️(D)
 • Nemandinn tók ekki þátt eða kaus að gera ekki neitt. Fær tæki­færi til að vinna einfaldara verk­efni mögu­lega stjörnu­merkt. 

Matskvarði fyrir mat við lok 4., 7. og 10. bekkjar 

Í aðal­nám­skránni eru sett fram matsviðmið við lok grunn­skóla fyrir einstakar náms­greinar og náms­svið. Einnig eru sett viðmið fyrir mat á lykil­hæfni nemenda. Matsvið­miðin eru lýsing á hversu vel nemandi hefur skil­greinda hæfni á valdi sínu. Lýsing­arnar eru tengdar einkunn­unum A, B+, B, C+ og C, og einungis skil­greindar fyrir 10. bekk. Matskvarðann ber að nota við braut­skrán­ingu nemenda úr grunn­skóla. 

Á haust­fundi Patreks­skóla eru hæfni­við­miðin, matskvarð­arnir og matsvið­miðin útskýrð, athugið að nemendur eru ekki metnir út frá matskvarða Aðal­nám­skrár grunn­skóla fyrr en við lok 10. bekkjar. Þess á milli er merkja­kerfi nýtt til ígrund­unar um fram­farir hvers og eins nemenda en ígrund­unin gildir ekki til einkunna heldur aðeins til að kort­leggja fram­farir hvers og eins. Í maí fer fram matskvarðamat fyrir nemendur í 4., 7. og 10. bekk.

Kennari og nemandi undirbúa seinna nemend­a­stýrða foreldra­við­talið sem haldið er í febrúar með því að taka viðtal við hvern og einn nemanda þar sem farið er yfir hæfni­viðmið 4. og  7. bekkja og matsviðmið 10. bekkjar og þann matskvarða sem liggur að baki. Gert er ráð fyrir því að nemandinn setji sér markmið og að kennari og nemandi skipu­leggi aðgerðir til þess að nemandinn geti náð mark­miðum sínum áður en skóla­stigi lýkur að vori. Þeir nemendur á unglinga­stigi sem hafa nú þegar náð framúrsk­ar­andi árangri á matskvarða 10. bekkjar geta hafið frekari undir­búning að fram­halds­skóla­göngu sinni. 

Mats­tæki fyrir matsviðmið úr Aðal­nám­skrá grunn­skóla fyrir 10. bekk


1.-4. bekkur

Jafnt og þétt yfir skóla­árið eru verk­efni metin með það að mark­miði að fá vísbend­ingar um árangur nemanda. Eftir hverja lotu náms­vísins er farið yfir mark­miðin og ný sett og skoðað hvort ástæða sé til þess að setja sérstök náms­markmið um einstaka þætti. 

Í febrúar er seinna nemend­a­stýrða foreldra­við­talið. Þar er ferilmappa nemenda lögð til grund­vallar og nemandinn kynnir fyrir foreldrum/forsjár­að­ilum helstu verk­efni vetr­arins. 

Skóla­árinu lýkur með því að nemandinn fær afhent yfirlit yfir mat vetr­arins ásamt umsögn frá umsjón­ar­kennara og öðrum kenn­urum. 

Við lok 4. bekkjar 

Í lokamats viðtali við lok 4. bekkjar er staða hvers og eins nemanda kort­lögð ítar­lega gagn­vart stöð­unni á hæfni­við­miðum og skráð niður. Matið gildir ekki til einkunna en leggur grunninn að helstu náms­mark­miðum hvers og eins fyrir miðstig.


5.-7. bekkur

5. – 7. bekkur 

Jafnt og þétt yfir skóla­árið eru verk­efni metin með það að mark­miði að fá vísbend­ingar um árangur nemanda. Eftir hverja lotu náms­vísins er hver lota gerð upp og námsmat fyrir hana sent til foreldra/forsjár­aðila á Askinum.  

Skóla­árinu lýkur með því að nemandinn fær afhent yfirlit yfir mat vetr­arins ásamt umsögn frá umsjón­ar­kennara og öðrum kenn­urum. 

Við lok 7. bekkjar 

Skóla­árinu lýkur með því að nemandinn fær afhent yfirlit yfir mat vetr­arins ásamt umsögn frá umsjón­ar­kennara og öðrum kenn­urum. Umsögnin byggir á matskvarða miðstigs yfir lokamatsviðtöl. Í lokamats viðtali við lok 7. bekkjar er staða hvers og eins nemanda kort­lögð ítar­lega gagn­vart matskvarð­anum og skráð niður. Matið gildir ekki til einkunna en leggur grunninn að helstu náms­mark­miðum hvers og eins fyrir elsta stig.


8.-10. bekkur

8. – 10. bekkur

Jafnt og þétt yfir skóla­árið eru verk­efni metin með það að mark­miði að fá vísbend­ingar um árangur nemanda. Eftir hverja lotu náms­vísins er hver lota gerð upp og námsmat fyrir hana sent til foreldra/forsjár­aðila.

Í febrúar er nemend­a­stýrt foreldra­viðtal sem nemendur og kenn­arar undirbúa og farið er yfir helstu fram­farir. Matskvarðinn fyrir náms­matið við lok 10. bekkjar er skoð­aður og kenn­arinn og foreldrar/forsjár­að­ilar skoða hvort ástæða sé til þess að setja sérstök náms­markmið um einstaka þætti. Við lok 9. bekkjar getur sú staða komið upp að ákveðnir nemendur hafi í raun lokið mark­miðum grunn­skólans. Ef hægt er að meta nemanda í 9. bekk með A í einstökum greinum að vori er mikil­vægt að reyna að finna leiðir til þess að viðkom­andi geti hafið nám í einstökum greinum eða að öllu leyti í fram­halds­skóla.  

Skóla­árinu lýkur með því að nemandinn fær afhent yfirlit yfir mat vetr­arins ásamt umsögn frá umsjón­ar­kennara og öðrum kenn­urum. Umsögnin byggir á matskvarða 3. stigs yfir lokamatsviðtöl. 

Við lok 10. bekkjar

Matsviðmið við lok 10. bekkjar liggur til grund­vallar því náms­mati sem fylgir nemand­anum upp í fram­halds­skóla. Matið fer að mestu leyti fram á vorönn en undir­bún­ingur hefst að hausti. 

 Áður en foreldra­við­talið á sér stað funda nemendur með umsjón­ar­kennara þar sem farið er yfir matskvarðann við lok 10. bekkjar. Kennari og nemandi gera áætlun og setja í samein­ingu einstak­lings­miðuð markmið fyrir veturinn sem nemandinn kynnir í foreldra­við­talinu. Í febrúar er seinna nemend­a­stýrða viðtalið, þar sem nemandi og foreldri/forsjár­aðili fara aftur yfir markmið vetr­arins og endur­skoða eftir þörfum. Lokamatið er matið á matskvarð­anum við lok 10. bekkjar og er skilað inn til fram­halds­skóla. 

Skóla­árinu lýkur með því að nemandinn fær afhent yfirlit yfir mat vetr­arins ásamt umsögn frá umsjón­ar­kennara og öðrum kenn­urum. Loka­ein­kunn A-D út frá matskvarða er sú einkunn sem fylgir nemendum upp í fram­halds­skóla. 


Hugtök og skýringar

Grunn­þættir

Eru notaðir sem leið­ar­ljós í allri náms­gagna­gerð og þeir stýra vali á  viðfangs­efnum skólans. Þeir eru læsi, heil­brigði og velferð, jafn­rétti, sköpun, sjálf­bærni og lýðræði og mann­rétt­indi.

Hæfni 

Felur í sér þekk­ingu og leikni og er samofið siðferði­legum viðhorfum nemenda (Aðal­nám­skrá, bls. 39). Allir nemendur hafa einhverja hæfni og þeir eiga að geta nýtt hana í námi sínu. Aðal­nám­skráin leggur grunn að þeirri þjálfun sem á að eiga sér stað í skól­unum til að efla þá hæfni sem talað er um þar. 

Hæfni­kort

Er yfirlit yfir þau hæfni­viðmið Aðal­nám­skrár sem nemendur eru að vinna með. Þau eru í stöð­ugri notkun en unnið er með sömu hæfni­við­miðin frá 1. – 4. bekk, frá 5. – 7. bekk og 8. – 10. bekk og nemendur vinna að því að efla hæfni sína á tíma­bilinu. Hæfni­við­miðin eru leið­ar­ljós skóla­starfs og tryggja að skólastarf endur­spegli þá stefnu sem birtist í Aðal­nám­skrá grunn­skóla.

Hæfni­viðmið

Með hverri faggrein í Aðal­nám­skrá fylgja ákveðin hæfni­viðmið sem ákvarða hvaða nám og hvaða viðfangs­efni verða fyrir valinu. Nemendur vinna að þeirri færni sem hæfni­við­miðin lýsa. Hæfni­við­miðin eru ekki metin sem slík, frekar þau náms­markmið og viðmið um árangur þeirra verk­efna sem verða fyrir valinu til að efla viðkom­andi færni. 

Leið­sagn­arnám

Byggir á því að markmið náms séu ávallt skýr nemendum frá upphafi og að þeir fái tæki­færi til að læra betur það sem á að læra ef þess þarf með góðri leið­sögn. Skólastarf sem einkennist af leið­sagn­ar­námi einkennist af stöð­ugum stað­fest­ingum á því að nemendur séu á réttri leið, skýrum náms­mark­miðum og viðmiðum um árangur. 

Leið­sagn­armat 

Er það sama og leið­sagn­arnám en snýr bara að náms­matinu sjálfu á meðan leið­sagn­ar­námið snýr líka að ferli námsins. Aðal­nám­skrá grunn­skóla byggir á hugmynda­fræði um leið­sagn­armat. Nemendur fá leið­sögn til að bæta það sem þarf þar til viðun­andi hæfni/námi/árangri er náð. 

Lykil­hæfni

Er hæfni sem snýr að nemand­anum sjálfum. Hún á að vera hluti af öllu námi þar sem nemandi með góða lykil­hæfni er sjálfbær náms­maður. Nemandi með góða lykil­hæfni er því vel í stakk búinn að læra alla ævi.

Hún skiptist í tján­ingu og miðlun, skap­andi og gagn­rýna hugsun, sjálf­stæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýs­inga og ábyrgð og mat á eigin námi.

Matsviðmið

Eru skil­greind viðmið í Aðal­nám­skrá. Þau eru notuð til að meta hæfni nemenda (t.d. til að meta hæfni­kortin við lok skóla­stigsins) við lok 4., 7. (tillögur að matsvið­miðum) og 10. bekkjar og eru sett upp með bókstöfum frá A til D.

Náms­markmið

Hvað eiga nemendur að læra? Allt það sem við viljum að nemendur læri eða tileinki sér (s.s. aðferðir) í því efni sem við leggjum fyrir þá.

Viðmið um árangur

Upplýs­ingar sem sýna hvernig nemendur uppfylla ákveðin hæfni­viðmið eða náms­markmið. Oft einfaldara orðalag og skýrar/hnit­mið­aðra en sjálf hæfni­við­miðin. Sýna eingöngu hvernig hæfn­inni er náð.

Námsáætlun – Kennslu­áætlun 

Námsáætlanir eru mikil­vægt tæki til að gefa nemand­anum grein­ar­góðar upplýs­ingar um hvað hann er að læra og hvað standi til að meta. Það er stefna skólans að námsáætlanir séu skýrar og aðgengi­legar bæði nemendum, kenn­urum og foreldrum. 

Góð námsáætlun saman­stendur af: 

 • Lýsingu á því sem nemandinn er að fara að læra. 
 • Skýrum náms­mark­miðum. 
 • Augljósri teng­ingu á milli hæfni­við­miða og viðmiða um árangur. 
 • Lýsingu á hvernig staðið verði að náms­mati.