Námsvísir
- læsi,
- sjálfbærni,
- heilbrigði og velferð,
- lýðræði og mannréttindi,
- jafnrétti,
- sköpun.
Grunnþáttalotur
Heilbrigði og velferð - 21. ágúst til 4. október
Að nemendur þekki sjálfan sig og fjölskyldu sína, eigin líðan og sjálfan sig sem námsmann og manneskju í samfélagi manna. Eigin styrkleika og veikleika, skráðar og óskráðar reglur.
Læsi - 7. október til 8 . nóvember
Að nemendur tileinki sér mikilvægi læsis í víðum skilningi. Læri að tjá sig í ræðu og riti, tjá tilfinningar og skoðanir á öruggan og persónulegan hátt. Skilji hvaða tjáningarform henti þeim best og njóti þess að taka virkan þátt.
Jafnrétti og mannréttindi - 11. nóvember til 3. janúar
Að nemendur skilji hvernig allir hafi rétt á að fá að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis án fordóma og mismununar.
Lýðræði - 6. janúar til 14. febrúar
Að nemendur þekki rétt sinn til að hafa áhrif og taka þátt í samfélaginu, hafa tilgang. Skilja samfélög og tilgang, ástæður og tengsl við aðra mikilvæga þætti.
Sköpun - 17. febrúar til 11. apríl
Að nemendur njóti þess að skapa og uppgötva, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Sköpun byggist á forvitni, áskorun, spennu og leit að lausn með ólíkum aðferðum hvers og eins.
Sjálfbærni - 22. apríl til 30. maí
Að nemendur skilji að við berum ábyrgð á því að jörðin sé og verði sjálfbær. Skilningur á eigin vistspori, vistspori samfélaga og þjóða sem stuðlar að sjálfbærri þróun og hófsemi.