Að byrja í grunn­skóla

Börn byrja í grunn­skóla árið sem þau verða sex ára og eru þá skóla­skyld. Fimm ára deild er starf­rækt í Patreks­skóla þannig að þeir nemendur sem eru skráðir þar þurfa ekki að innritast form­lega heldur flytjast þeir á milli.

Hvað þarf að hafa með sér?

Patreks­skóli útvegar öllum nemendum bækur og ritföng sem þarf að nota í skól­anum. Það þarf þó að koma með skóla­tösku, hollt nesti, sund- og íþróttaföt (þegar við á) í skólann. Gott er að hafa auka föt í skóla­tösk­unni og mikil­vægt að vera klædd eftir veðri.


Upphaf skólaárs

Í upphafi skólaárs er skóla­setning fyrir nemendur sem auglýst er í byrjun ágúst á heima­síðu skólans og Face­book síðu skólans. Eftir setn­ingu fara nemendur með sínum umsjón­ar­kenn­urum í heima­stofur en umsjóna­kenn­arar eru kynntir á skóla­setn­ing­unni.

Heima­stofur yngsta stigs eru í neðri skóla bygg­ing­unni (nær kirkj­unni), heima­stofur miðstigs (5.-7. bekkur) eru á neðri hæð í efri skóla­bygg­ing­unni og unglinga­stigið (8.-10. bekkur) á efri hæð í efri skóla­bygg­ing­unni.


Mötuneyti og nesti

Öll börn geta fengið heitan mat í hádeginu í mötu­neyti skólans. Flest börn eru skráð í matar­áskrift en þau sem ekki eru skráð hafa með sér hádeg­is­nesti heiman að. Hægt er að skoða matseðil á heima­síðu skólans.

Skráning í mötu­neytið er hérna:

Frá klukkan 8:00 – 8:30 geta nemendur fengið hafra­graut að kostn­að­ar­lausu.

Nest­is­stund er eftir frímín­útur hjá mið- (kl. 10:10) og yngsta stigi (kl. 9:50) en mikil­vægt er að koma með hollt nesti í fjöl­nota umbúðum.

 


Frímínútur

Börnin fara út í frímín­útur á fyrir­fram ákveðnum tíma, á yngsta stigi kl. 9:30 í 20 mínútur. Það er því mikil­vægt að koma klædd eftir veðri og að allur fatn­aður sé merktur barninu. Á leik­svæðum barn­anna er starfs­fólk á vegum skólans sem sinnir gæslu.

Frístund

Þegar skólinn er búinn á daginn kl. 13:20 á yngsta stigi geta börn í 1.-4. bekk farið í frístund sem er stað­sett á sama gangi og yngsta stigið er. Þar er fjöl­breytt tómstund­astarf í boði sem einkennist af skipu­lögðum sem og frjálsum leik. Þar er boðið upp á skemmtileg viðfangs­efni sem veita barninu þínu útrás fyrir leik- og sköp­un­ar­þörf. Frístund vinnur í samstarfi við íþrótta­fé­lagið. Upplýs­ingar um dagskipulag og fleira er að finna á heima­síðu skólans.
Opnun­ar­tími frístundar fylgir skóla­da­ga­talinu, þ.e. lokað er á skipu­lags­dögum, jóla- páska- og sumar­fríi.

Nemendastýrð foreldraviðtöl

Nemend­a­stýrðu foreldra­við­tali er ætlað að virkja og vald­efla nemandann með það að mark­miði að auka trú hans á eigin getu. Mark­miðið er að nemandinn geti haft áhrif á og tjáð sig um nám sitt, viti hvar hann er staddur, hvert hann stefnir og hvað er góður árangur.
Við undir­búning lítur nemandinn til baka og velur sér verk­efni sem hann telur gott til að sýna styrk­leika sinn. Í samtalinu greinir hann foreldri og umsjón­ar­kennara frá hvers vegna hann valdi þetta verk­efni, hver tilgangur þess er, hvaða hæfni var verið að þjálfa og hvað hann veit nú eftir að hafa unnið verk­efnið sem hann vissi ekki áður.
Nemend­a­stýrð foreldra­viðtöl fara fram tvisvar á skólaári, einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót.