Að byrja í grunnskóla
Börn byrja í grunnskóla árið sem þau verða sex ára og eru þá skólaskyld. Fimm ára deild er starfrækt í Patreksskóla þannig að þeir nemendur sem eru skráðir þar þurfa ekki að innritast formlega heldur flytjast þeir á milli.
Hvað þarf að hafa með sér?
Patreksskóli útvegar öllum nemendum bækur og ritföng sem þarf að nota í skólanum. Það þarf þó að koma með skólatösku, hollt nesti, sund- og íþróttaföt (þegar við á) í skólann. Gott er að hafa auka föt í skólatöskunni og mikilvægt að vera klædd eftir veðri.
Upphaf skólaárs
Í upphafi skólaárs er skólasetning fyrir nemendur sem auglýst er í byrjun ágúst á heimasíðu skólans og Facebook síðu skólans. Eftir setningu fara nemendur með sínum umsjónarkennurum í heimastofur en umsjónakennarar eru kynntir á skólasetningunni.
Heimastofur yngsta stigs eru í neðri skóla byggingunni (nær kirkjunni), heimastofur miðstigs (5.-7. bekkur) eru á neðri hæð í efri skólabyggingunni og unglingastigið (8.-10. bekkur) á efri hæð í efri skólabyggingunni.
Mötuneyti og nesti
Öll börn geta fengið heitan mat í hádeginu í mötuneyti skólans. Flest börn eru skráð í mataráskrift en þau sem ekki eru skráð hafa með sér hádegisnesti heiman að. Hægt er að skoða matseðil á heimasíðu skólans.
Skráning í mötuneytið er hérna:
Frá klukkan 8:00 – 8:30 geta nemendur fengið hafragraut að kostnaðarlausu.
Nestisstund er eftir frímínútur hjá mið- (kl. 10:10) og yngsta stigi (kl. 9:50) en mikilvægt er að koma með hollt nesti í fjölnota umbúðum.
Frímínútur
Frístund
Nemendastýrð foreldraviðtöl
Nemendastýrðu foreldraviðtali er ætlað að virkja og valdefla nemandann með það að markmiði að auka trú hans á eigin getu. Markmiðið er að nemandinn geti haft áhrif á og tjáð sig um nám sitt, viti hvar hann er staddur, hvert hann stefnir og hvað er góður árangur.
Við undirbúning lítur nemandinn til baka og velur sér verkefni sem hann telur gott til að sýna styrkleika sinn. Í samtalinu greinir hann foreldri og umsjónarkennara frá hvers vegna hann valdi þetta verkefni, hver tilgangur þess er, hvaða hæfni var verið að þjálfa og hvað hann veit nú eftir að hafa unnið verkefnið sem hann vissi ekki áður.
Nemendastýrð foreldraviðtöl fara fram tvisvar á skólaári, einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót.