Foreldrafélag
Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð skólastjóra að tryggja að svo sé og að félagið fái aðstoð sem þarf.
Hlutverk foreldrafélagsins er meðal annars eftirfarandi:
- Að styðja við skólastarfið.
- Stuðla að velferð nemenda skólans.
- Efla tengsl heimilis og skóla.
- Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi.
- Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu.