Foreldra­félag

Við hvern grunn­skóla skal starfa foreldra­félag samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð skóla­stjóra að tryggja að svo sé og að félagið fái aðstoð sem þarf.

Hlut­verk foreldra­fé­lagsins er meðal annars eftir­far­andi:

  • Að styðja við skóla­starfið.
  • Stuðla að velferð nemenda skólans.
  • Efla tengsl heim­ilis og skóla.
  • Hvetja til virkrar þátt­töku foreldra í skóla­starfi.
  • Hags­muna­gæsla, aðhald og eftirlit með skóla­starfinu.