Nemendaráð

Nemenda­félag vinnur m.a. að félags-, hags­muna- og velferð­ar­málum nemenda og skal skóla­stjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemenda­félag hvers skóla setur sér starfs­reglur, m.a. um kosn­ingu í stjórn félagsins og kosn­ingu full­trúa í skólaráð.

Lög um grunn­skóla nr. 91. (2008). https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html

Nemendaráð 2024-2025

Guðmundur Steinar Gíslason, 10. bekkur.

Filip Parzych, 9. bekkur

Brimar Jökull Gíslason, 8. bekkur

Rakel Embla Þórar­ins­dóttir, 7. bekkur

Óskar Elí Ísaksson, 6. bekkur


Starfsreglur

Markmið nemenda­fé­lagsins í skól­anum er að þar geti nemendur unnið að félags­hags­muna- og velferð­ar­málum nemenda og:

  1. Þroskist félags­lega
  2. Verði hæfari að lifa og starfa í lýðræð­is­þjóð­fé­lagi
  3. Geti tjáð skoð­anir sínar með eðli­legum hætti og unnið með öðrum að þrosk­andi viðfangs­efnum.

Í stjórn nemenda­fé­lagsins eru kosnir nemendur í 6. – 10. bekk, einn úr hverjum bekk.
Stjórnin lætur nemendur fylgjast með hvað er verið að gera og hvað er framundan, t.d. með því að setja fund­ar­gerðir inn á heima­síðu skólans eða með heim­sóknum í bekki. Stjórnin tekur einnig við hugmyndum og/eða athuga­semdum vegna starf­sem­innar. Stjórnin kýs sér formann á fyrsta fundi ár hvert, en skiptir að öðru leyti með sér verkum, s.s. kýs ritara. Fund­ar­gerð skal rituð á hverjum fundi. Stjórnin getur komið með tillögu um full­trúa nemenda í Skólaráð skólans.

Umsjón­ar­maður nemenda­fé­lagsins kemur úr röðum starfs­fólks skólans. Hans hlut­verk er að halda utan um starf­semina, stjórna fundum, skipu­leggja viðburði, kenna fund­ar­sköp og lýðræð­isleg vinnu­brögð.


Fundagerðir