Nemendaráð
Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Lög um grunnskóla nr. 91. (2008). https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html
Nemendaráð 2025-2026
Natalía Kristín Þórarinsdóttir, 10. bekkur.
Kári Stefan Jesus Pestana, 9. bekkur
Arnar Leví Gíslason, 8. bekkur
Óskar Elí Ísaksson, 7. bekkur
Ívar Enok Sigurpálsson, 6. bekkur
Sandra Lind Magnúsdóttir, varamaður
Starfsreglur
Markmið nemendafélagsins í skólanum er að þar geti nemendur unnið að félagshagsmuna- og velferðarmálum nemenda og:
- Þroskist félagslega
- Verði hæfari að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi
- Geti tjáð skoðanir sínar með eðlilegum hætti og unnið með öðrum að þroskandi viðfangsefnum.
Í stjórn nemendafélagsins eru kosnir nemendur í 6. – 10. bekk, einn úr hverjum bekk.
Stjórnin lætur nemendur fylgjast með hvað er verið að gera og hvað er framundan, t.d. með því að setja fundargerðir inn á heimasíðu skólans eða með heimsóknum í bekki. Stjórnin tekur einnig við hugmyndum og/eða athugasemdum vegna starfseminnar. Stjórnin kýs sér formann á fyrsta fundi ár hvert, en skiptir að öðru leyti með sér verkum, s.s. kýs ritara. Fundargerð skal rituð á hverjum fundi. Stjórnin getur komið með tillögu um fulltrúa nemenda í Skólaráð skólans.
Umsjónarmaður nemendafélagsins kemur úr röðum starfsfólks skólans. Hans hlutverk er að halda utan um starfsemina, stjórna fundum, skipuleggja viðburði, kenna fundarsköp og lýðræðisleg vinnubrögð.