Mötuneyti og nesti
Hér finnur þú ýmsar leiðbeiningar varðandi vellíðan og heilsu barna. Efnið erfengið af heimasíðu Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is
Nesti og næring barna
Mikilvægt er fyrir nemendur í grunnskólum að borða reglulega svo þau fái orku- og næringarefni jafnt yfir allan daginn og geta þá betur tekist á við verkefni sín. Börn þurfa hlutfallslega meiri orku en fullorðnir þar sem þau eru enn að vaxa og þroskast. Hér til hægri eru að finna leiðbeiningar sem landlæknisembættið hefur gefið út.
Nemendur á yngsta og miðstigi borða nestið sitt fyrir eða eftir frímínútur inni í kennslustofum. Unglingastigið borðar nestið sitt á meðan á frímínútunum stendur. Nesti hafa nemendur með sér að heiman og mælst er til að hollusta sé í fyrirrúmi. Skólanesti á að vera hollt og gott og í takt við leiðbeiningar embættis landlæknis sem er að finna hérna. Við sérstök tilefni geta kennarar heimilað að nemendur komi með annars konar nesti.
Mötuneyti
Hádegismaturinn er keyptur af Vestur ehf. sem kemur með matinn í skólann og geta nemendur verið í
áskrift fimm daga vikunnar. Nemendur sem koma með hádegisnesti að heiman hafa aðgang að örbylgjuofni, samlokugrilli og hraðsuðukatli. Upplýsingar um matseðla er að finna á heimasíðu skólans, www.patreksskoli.is.
Nemendur eiga að temja sér góðar reglur í matsal:
- Ganga hljóðlega um og sýna tillitssemi.
- Snæða við borð sem eru í matsalnum.
- Ganga snyrtilega frá borðum, skila diskum og áhöldum á vagna og henda rusli