Mötu­neyti og nesti

Hér finnur þú ýmsar leið­bein­ingar varð­andi vellíðan og heilsu barna. Efnið erfengið af heima­síðu Land­læknisembætt­isins, www.landla­eknir.is

Nesti og næring barna

Mikil­vægt er fyrir nemendur í grunn­skólum að borða reglu­lega svo þau fái orku- og næring­ar­efni jafnt yfir allan daginn og geta þá betur tekist á við verk­efni sín. Börn þurfa hlut­falls­lega meiri orku en full­orðnir þar sem þau eru enn að vaxa og þroskast. Hér til hægri eru að finna leið­bein­ingar sem land­læknisembættið hefur gefið út.

Nemendur á yngsta og miðstigi borða nestið sitt fyrir eða eftir frímín­útur inni í kennslu­stofum. Unglinga­stigið borðar nestið sitt á meðan á frímín­út­unum stendur. Nesti hafa nemendur með sér að heiman og mælst er til að holl­usta sé í fyrir­rúmi. Skóla­nesti á að vera hollt og gott og í takt við leið­bein­ingar  embættis land­læknis sem er að finna hérna. Við sérstök tilefni geta kenn­arar heim­ilað að nemendur komi með annars konar nesti.


Mötuneyti

Hádeg­is­mat­urinn er keyptur af Vestur ehf. sem kemur með matinn í skólann og geta nemendur verið í
áskrift fimm daga vikunnar. Nemendur sem koma með hádeg­is­nesti að heiman hafa aðgang að örbylgju­ofni, samlokugrilli og hraðsuðukatli. Upplýs­ingar um matseðla er að finna á heima­síðu skólans, www.patreks­skoli.is.

Nemendur eiga að temja sér góðar reglur í matsal:

  • Ganga hljóð­lega um og sýna tillits­semi.
  • Snæða við borð sem eru í matsalnum.
  • Ganga snyrti­lega frá borðum, skila diskum og áhöldum á vagna og henda rusli