Áætlanir um öryggi og slysavarnir
Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna
Barnavernd
Starfsmanni ber:
- Að gæta fyllstu hlutlægni, vanda störf sín og beita faglegum vinnubrögðum.
- Að sjá til þess að mál fari réttan farveg innan stofnunar.
- Að sýna börnum, foreldrum/forráðamönnum og öðrum sem tengjast máli fyllstu nærgætni.
- Að gæta trúnaðar.
- Að halda skráningu um það sem geta verið vísbendingar um vanrækslu, ofbeldi eða áhættuhegðun barns.
- Hlutverk starfsfólks
Ef barn eða ungmenni leitar til starfsmanns
Barn eða ungmenni gefur í skyn að ofbeldi eða vanræksla eigi sér stað á heimili eða annars staðar er mikilvægt að starfsmaður sýni viðeigandi framkomu.
Starfsmaður þarf að átta sig á að barnið sýnir honum mikið traust. Honum ber að halda ró sinni og gæta að réttum vinnubrögðum. Mikilvægt er að hlusta á það sem barnið segir og án þess að trufla frásögn. Gott er að nota setningar eins og:
- Takk fyrir að treysta mér og segja mér frá þessu.
- Viltu segja eitthvað meir?
- Ég ætla að hjálpar þér.
Ef barnið vill ekki tjá sig meira á ekki að beita það þrýstingi. Segja verður barni að réttir aðilar þurfi að vita af málinu svo hægt sé að hjálpa því.
Ef um er að ræða grun um ofbeldi, kynferðislegt eða líkamlegt, er mikilvægt að hlusta á barnið og taka við þeim upplýsingum sem það gefur án þess að spyrja leiðandi spurninga. Leiðandi spurningar geta haft áhrif á framvindu máls hjá lögreglu.
Sé barn með sýnilega áverka eða segi frá ofbeldi skal samstundis hafa samband við stjórnanda viðkomandi stofnunar. Stjórnandi hefur samband við starfsmann barnaverndar hjá Vesturbyggð. Stjórnandi tilkynnir mál til félagsþjónustu.
Ef grunur er um óviðunandi aðstæður, vanrækslu, ofbeldi eða áhættuhegðun barna
Mikilvægt er að starfsmaður sýni varfærni í samræðum við barn eða ungmenni og komi málinu í réttan farveg.
Koma á upplýsingum til stjórnanda. Það er á ábyrgð stjórnanda að tilkynna til félagsþjónustu Vesturbyggðar. Hlutverk félagsþjónustu er að kanna málið og ræða við barnið eftir þeim reglum sem um slíkt gilda.
Í tilvikum þar sem vanræksla eða áhættuhegðun barns hefur varað lengi og ekki lagast, þrátt fyrir ábendingar til foreldra, skal tilkynna málið til félagsþjónustu Vesturbyggðar.
Ef grunur er um að foreldri eða einstaklingur sem sækir barn í skóla/stofnun sé undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna
Leita skal til stjórnanda og vísa viðkomandi til hans. Þar á að láta viðkomandi vita að starfsfólk gruni foreldri /einstakling sem sækir um að vera undir áhrifum áfengis eða vímuefna og ekki sé rétt að hann fari með barnið.
Koma skal í veg fyrir að viðkomandi fari með barn ef talið er að barninu sé hætta búin. Stjórnandi hringir í lögreglu í síma 112 og óskar eftir aðstoð ef þörf er á.
Stjórnandi tilkynnir málið til félagsþjónustu.
Ef grunur er um að starfsmaður beiti ofbeldi, sýni óviðeigandi hegðun eða sé undir áhrifum lyfja, fíkniefna eða áfengis.
Leita skal til stjórnanda sem vinnur í samræmi við verklagsreglur stofnunar.
Stjórnandi tilkynnir málið til félagsþjónustu eða eftir atvikum hefur samband við lögreglu eða 112.
- Skráning málsatvika
Mikilvægt er að starfsfólk skrái eins fljótt og auðið er málsatvik og samtöl vegna hugsanlegrar tilkynningar. Hver stofnun þarf að hafa skýrt verkferli um skráningar (hver skráir, hvar skal skrá o.s.frv.) og huga í því sambandi að trúnaði og persónuvernd.
- Hvert á starfsmaður að leita?
Starfsmaður skal leita til stjórnanda.
Ef ekki næst í stjórnanda og barn er í hættu, skal tilkynna beint til félagsmálastjóra í síma 450 2300 eða í síma 112 og láta stjórnanda vita síðar.
Ef starfsmaður telur sig ekki getað leitað til stjórnanda er honum bent á að hafa samband við fjölskyldusvið Vesturbyggðar í síma 450 2300.
- Tilkynning
Stjórnandi tilkynnir mál til félagsþjónustu Vesturbyggðar.
Tilkynningareyðublað er á vef Vesturbyggðar sem er að finna hérna.
Ef neyðaratvik koma upp utan skrifstofutíma eða um helgar er hægt að hafa samband við bakvakt barnaverndar í síma 112. Á það við um mál sem geta ekki beðið eftir opnun á skrifstofutíma og bregðast þarf strax við.