Áætlanir um öryggi og slysa­varnir

Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Barna­vernd

Starfs­manni ber:

  • Að gæta fyllstu hlut­lægni, vanda störf sín og beita faglegum vinnu­brögðum.
  • Að sjá til þess að mál fari réttan farveg innan stofn­unar.
  • Að sýna börnum, foreldrum/forráða­mönnum og öðrum sem tengjast máli fyllstu nærgætni.
  • Að gæta trún­aðar.
  • Að halda skrán­ingu um það sem geta verið vísbend­ingar um vanrækslu, ofbeldi eða áhættu­hegðun barns.
  1. Hlut­verk starfs­fólks
Ef barn eða ungmenni leitar til starfs­manns

Barn eða ungmenni gefur í skyn að ofbeldi eða vanræksla eigi sér stað á heimili eða annars staðar er mikil­vægt að starfs­maður sýni viðeig­andi fram­komu.

Starfs­maður þarf að átta sig á að barnið sýnir honum mikið traust. Honum ber að halda ró sinni og gæta að réttum vinnu­brögðum. Mikil­vægt er að hlusta á það sem barnið segir og án þess að trufla frásögn. Gott er að nota setn­ingar eins og:

  • Takk fyrir að treysta mér og segja mér frá þessu.
  • Viltu segja eitt­hvað meir?
  • Ég ætla að hjálpar þér.

Ef barnið vill ekki tjá sig meira á ekki að beita það þrýst­ingi. Segja verður barni að réttir aðilar þurfi að vita af málinu svo hægt sé að hjálpa því.

Ef um er að ræða grun um ofbeldi, kynferð­is­legt eða líkam­legt, er mikil­vægt að hlusta á barnið og taka við þeim upplýs­ingum sem það gefur án þess að spyrja leið­andi spurn­inga. Leið­andi spurn­ingar geta haft áhrif á fram­vindu máls hjá lögreglu.

Sé barn með sýni­lega áverka eða segi frá ofbeldi skal samstundis hafa samband við stjórn­anda viðkom­andi stofn­unar. Stjórn­andi hefur samband við starfs­mann barna­verndar hjá Vest­ur­byggð. Stjórn­andi tilkynnir mál til félags­þjón­ustu.

Ef grunur er um óvið­un­andi aðstæður, vanrækslu, ofbeldi eða áhættu­hegðun barna

Mikil­vægt er að starfs­maður sýni varfærni í samræðum við barn eða ungmenni og komi málinu í réttan farveg.

Koma á upplýs­ingum til stjórn­anda. Það er á ábyrgð stjórn­anda að tilkynna til félags­þjón­ustu Vest­ur­byggðar. Hlut­verk félags­þjón­ustu er að kanna málið og ræða við barnið eftir þeim reglum sem um slíkt gilda.

Í tilvikum þar sem vanræksla eða áhættu­hegðun barns hefur varað lengi og ekki lagast, þrátt fyrir ábend­ingar til foreldra, skal tilkynna málið til félags­þjón­ustu Vest­ur­byggðar.

Ef grunur er um að foreldri eða einstak­lingur sem sækir barn í skóla/stofnun sé undir áhrifum áfengis eða annarra vímu­efna

Leita skal til stjórn­anda og vísa viðkom­andi til hans. Þar á að láta viðkom­andi vita að starfs­fólk gruni foreldri /einstak­ling sem sækir um að vera undir áhrifum áfengis eða vímu­efna og ekki sé rétt að hann fari með barnið.

Koma skal í veg fyrir að viðkom­andi fari með barn ef talið er að barninu sé hætta búin. Stjórn­andi hringir í lögreglu í síma 112 og óskar eftir aðstoð ef þörf er á.

Stjórn­andi tilkynnir málið til félags­þjón­ustu.

Ef grunur er um að starfs­maður beiti ofbeldi, sýni óvið­eig­andi hegðun eða sé undir áhrifum lyfja, fíkni­efna eða áfengis.

Leita skal til stjórn­anda sem vinnur í samræmi við verklags­reglur stofn­unar.

Stjórn­andi tilkynnir málið til félags­þjón­ustu eða eftir atvikum hefur samband við lögreglu eða 112.

  1. Skráning máls­at­vika

Mikil­vægt er að starfs­fólk skrái eins fljótt og auðið er máls­atvik og samtöl vegna hugs­an­legrar tilkynn­ingar. Hver stofnun þarf að hafa skýrt verk­ferli um skrán­ingar (hver skráir, hvar skal skrá o.s.frv.) og huga í því sambandi að trúnaði og persónu­vernd.

  1. Hvert á starfs­maður að leita?
Starfs­maður skal leita til stjórn­anda.

Ef ekki næst í stjórn­anda og barn er í hættu, skal tilkynna beint til félags­mála­stjóra í síma 450 2300 eða í síma 112 og láta stjórn­anda vita síðar.

Ef starfs­maður telur sig ekki getað leitað til stjórn­anda er honum bent á að hafa samband við fjöl­skyldu­svið Vest­ur­byggðar í síma 450 2300.

  1. Tilkynning

Stjórn­andi tilkynnir mál til félags­þjón­ustu Vest­ur­byggðar.

Tilkynn­ing­areyðu­blað er á vef Vest­ur­byggðar sem er að finna hérna.

Ef neyð­ar­atvik koma upp utan skrif­stofu­tíma eða um helgar er hægt að hafa samband við bakvakt barna­verndar í síma 112. Á það við um mál sem geta ekki beðið eftir opnun á skrif­stofu­tíma og bregðast þarf strax við.