Áfengis- og fíkni­varnir

Í Patreks­skóla er unnið eftir fíkni­varna­áætlun sem tekur til almennra forvarna, s.s. gagn­vart tóbaki, áfengi, öðrum vímu­efnum og annars konar fíkn. Patreks­skóla ber skylda til þess að fræða nemendur og miðla upplýs­ingum varð­andi fíkn. Mark­miðið er að draga úr fjölda þeirra sem ánetjast reyk­ingum eða öðrum vímu­efnum sem og annarri fíkn. Í þessari áætlun verður fjallað um forvarnir innan skólans, viðbrögð skólans þegar upp kemur grunur eða vitn­eskja um fíkn og góð ráð til foreldra.

Forvarnir

Mark­miðið með áætlun um áfengis- og fíkni­for­vörnum er að draga úr fjölda þeirra sem ánetjast reyk­ingum eða öðrum vímu­efnum sem og annarri fíkn. Fræðslan fer fram með fjöl­breyttum hætti og koma margir aðilar að þeirri fræðslu, svo sem kenn­arar, náms­ráð­gjafi, hjúkr­un­ar­fræð­ingur og utan­að­kom­andi aðilar sem eru sérfræð­ingar á ákveðnum sviðum.

Leiðir í forvörnum

  • Að fræða nemendur um skað­semi tóbaks, áfengis og annarra fíkni­efna og afleið­ingar af neyslu þessara efna. Sömu­leiðis að fræða um annars konar fíkn, t.d. netfíkn.
  • Stuðla að jákvæðri sjálfs­mynd og heil­brigðum lífs­stíl nemenda svo að þeir verði betur færir um að taka sjálf­stæðar ákvarð­anir án þess að láta undan félags­legum þrýst­ingi.
  • Leggja aukna áherslu á úrræði fyrir nemendur í áhættuhóp.
  • Hafa samvinnu við heim­ilin um forvarnir.
  • Fá gesta­fyr­ir­lesara í heim­sókn til að ræða við nemendur í tengslum við annað forvarn­ar­starf.
  • Vera í samstarfi við Félags­mið­stöðina Vest-End um forvarn­ar­starf.
  • Einstak­lings­viðtöl við umsjón­ar­kennara.
  • Viðtöl við sálfræðing eða náms­ráð­gjafa.
  • Viðtöl við skóla­hjúkr­un­ar­fræðing.

Heilsu­efl­andi skóli

Patreks­skóli tekur þátt í verk­efninu heilsu­efl­andi skóli. Heilsu­efl­andi grunn­skóla er ætlað að styðja skóla í að vinna mark­visst að heilsu­efl­ingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaum­hverfi sem stuðlar að andlegri, líkam­legri og félags­legri heilsu og vellíðan nemenda og starfs­fólks í samvinnu við heimili og nærsam­félag. Skólar koma sér upp heild­rænni og vel skipu­lagðri heilsu­stefnu þar sem horft er á allt skóla­sam­fé­lagið í heild.


Viðbrögð þegar upp kemur grunur eða vitneskja um fíkn

Ferill vímu­efna­mála

  • Öll notkun tóbaks og nikó­tíns er bönnuð í og við skólann. Foreldrum er gert viðvart ef nemandi verður uppvís að reyk­ingum eða tóbaksnotkun. Hafi kenn­arar eða annað starfs­fólk skólans grun um að nemandi sé farinn að reykja eða nota tóbak eru foreldrar látnir vita um þann grun af umsjón­ar­kennara, eða skóla­stjóra.
  • Ef sterkur grunur um neyslu nemenda á áfengi eða fíkni­efnum vaknar, er umsjón­ar­kennara tilkynnt um málið. Jafn­framt hefur skóla­stjóri samband við foreldra viðkom­andi nemanda og segir frá rökstuddum grun­semdum og bendir foreldrum á hvert þeir geti leitað eftir aðstoð.
  • Ef stað­festar upplýs­ingar liggja fyrir um neyslu nemanda á áfengi eða öðrum vímu­efnum skal umsjón­ar­kennari eða skóla­stjóri strax boða foreldra til fundar, kynna þeim málið og láta vita um fram­gang málsins.
  • Málinu er vísað til nemenda­vernd­ar­ráðs/stoð­þjón­ustu­teymis.
  • Skóla­stjóri tilkynnir barna­vernd­ar­yf­ir­völdum skrif­lega um málið.
  • Skóli og barna­vernd­ar­yf­ir­völd vinna saman að fram­gangi máls.

Ferill annarra fíkni­mála

  • Ef fram kemur sterkur grunur um fíkn nemanda er umsjón­ar­kennara tilkynnt um málið. Jafn­framt hefur skóla­stjóri samband við foreldra viðkom­andi nemanda og bendir foreldrum á hvert þeir geti leitað eftir aðstoð fagaðila.
  • Málinu er vísað til nemenda­vernd­ar­ráðs.
  • Skóla­stjóri tilkynnir barna­vernd­ar­yf­ir­völdum skrif­lega um málið.
  • Skóli og barna­vernd­ar­yf­ir­völd vinna saman að fram­gangi máls.
  • Skóla­stjóri og nemenda­vernd­arráð sjá um öll mál sem tengjast vímu­efnum og fíkn innan skólans.

Góð ráð til foreldra

Tóbak/áfengi/vímu­efni

Það sem getur komið í veg fyrir vímu­efna­neyslu barna.

  • Gott sjálfs­traust.
  • Sterk sjálfs­mynd.
  • Sterk félagsleg tengsl og vinir.
  • Foreldrar og skóli vel upplýstir um hagi barns.
  • Lögbundinn útivist­ar­tími virtur.
  • Að börn séu ekki eftir­lits­laus þegar þau koma saman.

Forvarnir eru ekki bara fyrir­lestur um tóbak, eiturlyf og aðra fíkn. Það felst einnig forvörn í því að:

  • Gefa sér tíma með barninu til að gera eitt­hvað skemmti­legt.
  • Hlusta á álit barnsins og hvetja það til að hafa sjálf­stæð markmið og skoð­anir.
  • Hvetja barnið til hvers konar heil­brigðrar tómstunda­iðk­unar.
  • Þekkja vini barnsins og foreldra þeirra.
  • Vera börn­unum góð fyrir­mynd.

Ef þig grunar að barnið þitt noti vímu­efni, er mikil­vægt að bregðast rétt við.

  • Það er eðli­legt að finna til vanmátt­ar­kenndar og hræðslu, en í fæstum tilfellum er barnið í bráðri lífs­hættu.
  • Haltu rósemi þinni. Ekki ráðast á barnið með ásök­unum og æsingi því að þá er hætta á að þú missir traust þess.
  • Ekki sökkva þér niður í sjálfs­ásökun. Það þarf ekki að vera að þú hafir brugðist í foreldra­hlut­verkinu.
  • Aflaðu þér upplýs­inga um vímu­efni. Þær má finna á bóka­söfnum, á netinu, hjá forvarna- og heil­brigðis­að­ilum.
  • Gerðu þér far um að kynnast vinum barnsins þíns. Vina­hópur, lífs­stíll og áhugamál barnsins segja mikið um líkurnar á vímu­efna­notkun.
  • Hafðu samband við aðra foreldra sem eru í svip­aðri stöðu. Reynsla þeirra getur oft hjálpað mjög mikið.
  • Ef þér er sagt „Það gera þetta allir“ – eða – „það mega þetta allir“ skaltu vera á varð­bergi. Þeir sem nota þessi orða­til­tæki hafa sjaldnast rök fyrir skoðun sinni. Orða­til­tækin duga einungis á foreldra sem láta ekki skyn­semina ráða eða þora ekki að hafa sjálf­stæðar skoð­anir.

Það sem getur minnkað hættu á að ánetjast fíkni­efnum.

  • Samvera með foreldrum.
  • Stuðn­ingur, aðhald, agi og skýrar reglur.
  • Jákvætt viðhorf til skóla og góð frammistaða í námi.
  • Vina­hóp­urinn.
  • Tómstund­astarf, t.d. íþróttir og tónlist­arnám.
  • Góð samvinna foreldra og skóla.
  • Foreldrarölt.
  • Foreldrar samræmi útivist­ar­reglur á skóla­kynn­ing­ar­fundum á haustin.
  • Að foreldrar séu vel upplýstir um forvarnir og uppeld­ismál almennt.
  • Regluleg fræðsla um fíkn og varnir gegn henni.

Aðvör­un­ar­merki um vanlíðan hjá ungu fólki

Líkamleg einkenni:

  • Áhuga­leysi á eigin útliti, t.d. klæðnaði eða hrein­læti.
  • Minnk­andi matar­lyst.
  • Óvæntir sjúk­dómar, slys eða verkir.
  • Breyting á svefn­venjum.

Tilfinn­ingaleg einkenni:

  • Áhuga­leysi, uppgjöf eða vonleysi.
  • Kvíði, spenna, álag.
  • Þreyta, aukin svefn­þörf.
  • Skyndi­legir erfið­leikar í sambandi við einbeit­ingu / rökhugsun.
  • Sekt­ar­kennd og samviskubit.
  • Miklar skapsveiflur og skap­brestir.
  • Einangrun eða minnk­andi ánægja af félags­legum samskiptum.

Hegð­un­arleg einkenni:

  • Versn­andi árangur í skóla.
  • Minnk­andi áhugi á tómstunda­málum, svo sem íþróttum.
  • Sjálfseyði­leggj­andi hegðun.
  • Aukin vímu­efna­neysla.
  • Ögrandi lífs­stíll, t.d. klæðn­aður sem táknar dauða eða vímu­efni.
  • Áhugi á hljómlist með textum sem fjalla um þung­lyndi, vímu eða dauða.
  • Áhuga­leysi um eigur sínar.
  • Andfé­lagsleg hegðun, t.d. þjófn­aðir eða árásir.

Hvert er hægt að leita þegar vandi steðjar að?

Hægt er að leita til náms- og starfs­ráð­gjafa og sálfræð­ings við Patreks­skóla sem bæði foreldrar og börn geta leitað til varð­andi nám og líðan sem og erfið­leika tengdum fíkn. Náms- og starfs­ráð­gjafi/sálfræð­ingur getur hlustað, gefið góð ráð og bent á næstu skref. Þá getur skólinn bent á úrræði í samstarfi við Félags­þjón­ustu Vest­ur­byggðar. Einnig getur verið gott að leita að upplýs­ingum og fræðslu á netinu.

Allir starfs­menn skólans vinna að forvörnum til að efla heil­brigði og velferð nemenda skólans. Mikil­vægt er að allir aðilar skóla­sam­fé­lagsins séu meðvit­aðir og geti gripið í taumana áður en erfið­leik­arnir verða of miklir.

  • Neyðarnúmer 112

  • Fíkniefnasíminn 800 5005

  • Hjálparsími Rauðakrossins 1717

  • Vímulaus æska, foreldrahús 581 1799