Einelt­isáætlun

Í Patreks­skóla er einelti eða annað ofbeldi ekki liðið.  Leitað er allra leiða til að fyrir­byggja og stöðva slíkt og leysa á farsælan hátt. Nemendum eru kennd góð samskipti frá unga aldri, m.a. í gegnum Uppeldi til ábyrgðar. Nemendur skulu hvattir til að taka afstöðu gegn einelti og ofbeldi í verki með því að hjálpa og láta vita. Nemendum skal gert grein fyrir því að það að skilja kerf­is­bundið út undan og virða aðra ekki viðlits er einelti. Patreks­skóli á að vera öruggur vinnu­staður þar sem starfið mótast af virð­ingu og umhyggju fyrir öllum.

Hvað er einelti?

Einelti er endur­tekið ofbeldi, líkam­legt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstak­lingi sem á erfitt með að verjast. Einelti felur í sér misbeit­ingu á valdi með þeim afleið­ingum að þolanda líður illa og hann finnur til varn­ar­leysis. Stríðni, átök og einstaka ágrein­ingur milli nemenda þarf ekki að teljast til eineltis. Það skiptir máli að um endur­tekn­ingu sé að ræða og að eineltið vari í lengri tíma. Það skiptir einnig máli að fórn­ar­lambið stendur höllum fæti andspænis gerand­anum. Það er ekki einelti þegar álíka sterkir einstak­lingar kljást þó svo að það sé endur­tekið í einhvern tíma.

Einelti birtist í mörgum myndum, það getur verið:

  • Félags­legt einelti – barnið skilið útundan í leik, barnið þarf að þola svip­brigði, augn­gotur, þögn eða algert afskipta­leysi.
  • Andlegt einelti – barnið er þvingað til að gera eitt­hvað sem stríðir alger­lega gegn rétt­lætis­kennd þess og sjálfs­virð­ingu.
  • Líkam­legt einelti – gengið er í skrokk á barninu.
  • Munn­legt einelti – uppnefni, stríðni eða niður­lægj­andi athuga­semdir. Hvíslast er á um barnið, flissað eða hlegið.Rafrænt einelti – Neikvæð og skaðleg skilaboð um eða til einhvers sem er komið áleiðis í gegnum: Tölvu­póst, Face­book, SMS, YouTube, Spjall­rásir. Teknar myndir og birtar á netinu eða sendar með síma.

Einelti fer oft fram þar sem enginn sér. Sá sem er lagður í einelti vill oft ekki segja frá því sem gerist svo hann hljóti ekki verra af. Þess vegna er mjög áríð­andi að allir þekki einkenni eineltis.


Hugsanlegar vísbendingar um einelti

Tilfinn­inga­legar

  • breyt­ingar á skapi
  • tíður grátur, viðkvæmni
  • svefntrufl­anir, martraðir
  • breyttar matar­venjur, lyst­ar­leysi-ofát
  • lítið sjálfs­traust, hræðsla og kvíði
  • depurð, þung­lyndis­ein­kenni, sjálfs­vígs­hugs­anir

Líkam­legar

  • líkam­legar kvart­anir t.d. höfuð­verkur, maga­verkur
  • kvíða­ein­kenni, t.d. nagar neglur, stamar, kækir ýmis konar
  • líkam­legir áverkar, s.s. skrámur og marblettir sem barnið getur ekki útskýrt
  • rifin föt og/eða skemmdar eigur

Félags­legar

  • virðist einangrað og einmana
  • fer ekki í og fær ekki heim­sóknir
  • fáir eða engir vinir og barnið vill ekki taka þátt í félags­starfi

Hegðun

  • óútskýr­anleg skapofsa­köst og /eða grát­köst
  • neitar að segja frá hvað amar að
  • árás­argirni og erfið hegðun

Í skóla

  • hræðist að fara eitt í og úr skóla, biður um fylgd og/eða fer aðra leið
  • leggur fyrr eða seinna af stað í skólann en venju­lega
  • mætir iðulega of seint eða byrjar að skrópa
  • forðast ákveðnar aðstæður í skól­anum t.d. leik­fimi og sund
  • hættir að sinna náminu, einkunnir lækka, einbeit­ingarörð­ug­leikar
  • einangrar sig frá skóla­fé­lögum
  • forðast að fara í frímín­útur

Á heimili

  • barnið neitar að fara í skólann
  • dregur sig í hlé
  • biður um auka vasa­pening
  • týnir peningum og/eða öðrum eigum
  • neitar að leika sér úti eftir skóla
  • byrjar að leggja önnur börn eða systkini í einelti
  • reynir að fá foreldra sína til að tala við kenn­arann, skóla­fé­laga eða aðra foreldra
  • verður niður­dregið eða órólegt eftir frí

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Ávallt skal haft í huga að forvarnir og fyrir­byggj­andi starf gegn einelti er stöðug vinna innan skólans. Til þess að fyrir­byggja einelti þarf samstillt átak og ábyrgð nemenda, forráða­manna og starfs­manna skólans. Miðlun góðra lífs­gilda, regluleg fræðsla og umræður um einelt­ismál og afleið­ingar þeirra eru nauð­syn­legar. Allir þurfa að deila ábyrgð, sýna virð­ingu og láta sig líðan annarra varða.

Helstu forvarnir:

  • Skólinn setur sér ákveðin viðmið í samskiptum sem miða að því að allir starfs­menn skólans, nemendur og forráða­menn geti unnið eftir sömu gildum sem stuðla að jákvæðum samskiptum og góðum skóla­brag.
  • Nemendur þjálfist í að vinna í hópum og sýni tillits­semi, virð­ingu, ábyrgð, sveigj­an­leika og umburð­ar­lyndi. Efli sjálfs­traust og samkennd sem stuðlar mark­visst að frekari þátt­töku í lýðræð­is­legu samstarfi.
  • Umsjón­ar­kennari vinnur með nemendum þar sem bekk­urinn setur bekkjarsátt­mála. Haldin eru regluleg einstak­lings­viðtöl þar sem líðan, samskipti og hegðun er rædd.
  • Umsjón­ar­kennari leggur árlega fyrir viðhorfs­könnun um líðan nemenda. Unnið er mark­visst úr niður­stöðum.
  • Umsjón­ar­kennari fer reglu­lega yfir einelt­isáætlun skólans sem og skóla­reglur/samskipta­reglur með sinum bekk.
  • Fagkenn­arar og aðrir starfs­menn noti þau tæki­færi sem gefast til að ræða og þjálfa mikil­vægi góðra samskipta.
  • Stuðlað mark­visst að samvinnu heim­ilis og skóla.
  • Umsjón­ar­kennari hvetur til þess að forráða­menn hafi í huga viðmið varð­andi afmæl­isboð og aðrar samkomur utan skóla.
  • Einelt­isáætlun skólans er vel kynnt og sýnileg á heima­síðu skólans.
  • Virk gæsla í frímín­útum, skóla­húsi og í vett­vangs­ferðum á vegum skólans.
  • Skólinn nýti hinn árlega dag gegn einelti til þess að vekja athygli á mikil­vægi góðra samskipta með það að mark­miði að vinna gegn einelti.
  • Eineltisteymi skólans hittist að hausti og gerir áætlun um forvarnir fyrir skóla­árið og fundar reglu­lega.
  • Einelt­isáætlun skólans er kynnt í upphafi hvers skólaárs á starfs­manna­fundi þar sem hún er endur­skoðuð og þau viðmið sem skólinn setur sér í samskiptum eru samræmd. Sú samræming er liður í forvörnum gegn einelti og öðru ofbeldi. Mikil­vægt er að bjóða starfs­mönnum reglu­lega upp á fræðslu um mála­flokkinn.
  • Niður­stöður úr könn­unum eru nýttar í vinnu gegn einelti.
  • Eineltisteymi skólans hittist að hausti og gerir áætlun um forvarnir fyrir skóla­árið og fundar reglu­lega.

Aðgerðaáætlun

Tilkynning um einelti skal berast:

Ef grunur leikur á einelti skal tilkynna það til umsjóna­kennara eða skóla­stjórn­enda sem kanna hvort grun­urinn sé á rökum reistur.

Í skól­anum er starf­andi eineltisteymi sem í eiga sæti umsjón­ar­kenn­arar og skóla­stjóri. Hlut­verk eineltisteym­isins er að halda utan um og stýra vinnslu þeirra einelt­is­mála sem upp koma í skól­anum. Enn fremur er teyminu ætlað að vera öðrum kenn­urum til ráðgjafar varð­andi fyrir­byggj­andi aðgerðir hvað varðar einelti. Sálfræð­ingur skólans vinnur einnig með teyminu að úrlausn einelt­is­mála eftir eðli málsins.

Ferlið: Þegar kvörtun, ábending eða tilkynning um einelti berst

  1. Teymið/nemenda­vernd­arráð kemur saman og gerir verkáætlun. Íhlutun byggist á eðli og umfangi tilkynn­ing­ar­innar og alvar­leika hegð­un­ar­innar sem lýst er. Aflað er frekari gagna, t.d. frá umsjón­ar­kennara og öðrum sem kunna að þekkja til málsins.
  2. Samband er haft við foreldra meints geranda og aðra sem nefndir eru í einelt­istilkynn­ing­unni. Þeir verða upplýstir um efni hennar og þeim boðið viðtal. Leitað verður frekari upplýs­inga hjá aðilum og hlustað á þeirra sjón­armið.
  3. Umsjón­ar­kennari metur umfang málsins með því að afla upplýs­inga hjá þolanda, forráða­mönnum hans, nemendum eða öðru starfs­fólki.
  4. Umsjón­ar­kennari setur aðra kennara þolandans inn í málið og gerir foreldrum grein fyrir málinu. Veitir upplýs­ingar um úrræði sem þeim standa til boða skv. eðli málsins, svo sem viðtöl við náms­ráð­gjafa skólans, félags­ráð­gjafa- og sálfræði­þjón­ustu.
  5. Teknar eru ákvarð­anir um aðgerðir sem tryggja öryggi tilkynn­anda. Skóla­liðar og annað starfs­fólk er beðið um að fylgjast með máls­að­ilum í frímín­útum, á göngum og í matsal ef þörf þykir.
  6. Teymið, í samráði við foreldra beggja aðila, leggur mat á frekari íhlutun/inngrip.
Aðgerðir taka mið af:
  1. Börnum sem hlut eiga að máli, aldri og kynnum af þeim
  2. Alvar­leika kvört­un­ar­innar
  3. Hvort um sé að ræða nýtt mál

Valdar verða leiðir sem eru minnst íþyngj­andi miðað við alvar­leika kvört­un­ar­innar.

Í minna alvar­legum málum:

  1. Foreldrar tali við barn/börn sín, kennari/náms­ráð­gjafi ræði við börn
  2. Fylgst verður með hegðun barn­anna í bekknum/skól­anum
  3. Skólinn og foreldrar hafa samráð um hvaða leiðir skulu farnar ef vísbend­ingar eru um að gamalt mál sé að taka sig upp
  4. Heimili og skóli skerpi á einstaka samskipta­þáttum við börnin á heimili og í skóla.

Úrvinnsla einelt­is­mála

Úrvinnsla einelt­is­mála felst í að hitta máls­aðila og foreldra þeirra eins oft og nauð­synt krefst. Komið verður á eftir­liti samhlið úrvinnslu málsins. Full­trúi eineltisteymis fylgist með fram­vindu málsins og veitir hegðun og fram­komu umræddra barna sérstaka athygli. Eftir­fylgni er haldið áfram óháð því hvort
talið sé að eineltið hafi stöðvast.

Leitað verði að undir­liggj­andi orsaka­þáttum hjá geranda til að tryggja að hann láti af hegð­un­inni til fram­tíðar

Markmið úrvinnsl­unnar er a.m.k. fjór­þætt:
a) Að upplýsa málið
b) Stöðva eineltið
c) Styrkja þolanda og veita honum viðeig­andi aðstoð
d) Leita orsaka hjá geranda, vinna með vanda hans og aðstæður

Í erfiðari málum er:
a) Haldið áfram með úrvinnslu eins lengi og þörf þykir
b) Rætt við aðra nemendur og vitni
c) Mark­vissari eftir­fylgd og eftirlit með aðilum
d) Líðan þolanda könnuð daglega
e) Rætt við geranda (gerendur) daglega
f) Lagt mat á hvort leita þurfi utan­að­kom­andi sérfræði­að­stoðar

Samhliða úrvinnslu huga skóli og foreldrar að öðrum þáttum s.s. hvernig forvörnum er háttað, hvernig samstarfi skóla og foreldra er háttað, hvort betr­um­bæta þurfi skóla­brag og stað­ar­menn­ingu.

Máli líkur með form­legum hætti.

Skipu­lögð er eftir­fylgni og eftirlit í samráði við foreldra. Bekknum er veittur viðeig­andi stuðn­ingur.

Viðbragðs­áætlun við einelti er endur­skoðuð reglu­lega og endur­bætt í samræmi við reynslu af fyrri einelt­is­málum.

Skref úrvinnsl­unnar

  • Ef í ljós kemur að um einelti er að ræða eru ákveðin næstu skref.
  • Ákvarð­aðir eru meintir þolendur og gerendur og markmið sett. Teymið skiptir með sér verkum.
  • Foreldrar gerenda eru boðaðir á fund hjá umsjón­ar­kennara eða full­trúa eineltisteymis sem fer yfir skrif­lega tilkynn­ingu og lýsingu á eineltinu. Foreldrar þolanda eru upplýstir um fram­vindu málsins.
  • Allir foreldrar í náms­hópnum fá upplýs­ingar um að einelt­ismál hafi komið upp og að vinna samkvæmt einelt­isáætlun skólans sé komin í gang. Meta skal í samráði við þolanda og foreldra hans hvort nemendur náms­hópsins fái einnig þessar upplýs­ingar og hvort nafn þolanda sé gefið upp.
  • Umsjón­ar­kennari eða full­trúi eineltisteymis tekur einstak­lings­viðtöl við gerendur og þolendur þrisvar sinnum með viku milli­bili og svo á tveggja vikna milli­bili.
  • Í þriðju vikunni hittast þolendur og gerendur á fundi hjá umsjón­ar­kennari eða full­trúi eineltisteymis ef það er talið henta fram­gangi málsins. Foreldrum er ávallt boðið að vera viðstaddir þessi viðtöl.
  • Þolanda er boðið upp á sjálfstyrk­ing­ar­viðtöl hjá náms­ráð­gjafa í samráði við foreldra.
  • Gerenda er boðið upp á sjálfstyrk­ing­ar­viðtöl hjá náms­ráð­gjafa í samráði við foreldra.
  • Til greina kemur að eineltisteymis ræði við alla nemendur árgangsins í litlum hópum (3-4) en þar væri skoðuð staða hvers og eins í eineltinu og hvað þeir geta lagt af mörkum til að laga ástandið.
  • Ákveðinn rammi og viðurlög eru sett upp gagn­vart óvið­un­andi hegðun og eru allir kenn­arar og stuðn­ings­full­trúar í árgangi upplýstir um það sem í gangi er.
  • Skólinn endur­metur hvort betr­um­bæta þurfi almennan skóla­brag og stuðla að jákvæðari menn­ingu með sérstökum aðgerðum, sérstak­lega ef einelt­istilkynn­ingar eru tíðar.
  • Umsjón­ar­kenn­arar vinna með bekkj­unum að bættum samskiptum. Krakk­arnir læra um einelti, hvernig það birtist, hvaða aðferðum er beitt og hvaða tjóni það getur valdið. Umræður, hlut­verka­leikir, mynd­bönd o.fl. er nýtt og krökk­unum eru kenndar einfaldar leiðir til að bregðast við einelti verði þeir varir við það. Reynt er að efla færni nemenda til að velja rétta afstöðu og hjálpa þeim sem fyrir eineltinu verða. Náms­ráð­gjafi, hjúkr­un­ar­fræð­ingur og sálfræð­ingur skólans taka þátt í þessu starfi ef það þykir henta.
  • Þessi vinna skal ekki að taka meiri tíma en einn mánuð.
  • Viðbragðs­áætlun við einelti er endur­skoðuð reglu­lega og endur­bætt í samræmi við reynslu af fyrri einelt­is­málum.

Eftirfylgni

  • Umsjón­ar­kennari eða full­trúi eineltisteymis hittir þolanda og geranda u.þ.b. mánuði eftir að vinnu lýkur og fylgir árangri eftir. Foreldrar geranda eru upplýstir um árangur.
  • Full­trúi eineltisteymis kallar teymið saman á fund. Farið er yfir hvernig gengið hefur og árangur skoð­aður. Metið er hvort markmið hafi náðst og ákvarð­anir teknar um fram­haldið.
  • Máli er lokað form­lega í samráði við foreldra þolanda og geranda.
  • Náms­ráð­gjafi sendir skilaboð til allra aðila málsins um að því sé lokið. Full­trúi skóla­stjóra sendir samsvar­andi skilaboð til foreldra í árgang­inum, þar sem þeir eru upplýstir um að vinnu skv. einelt­isáætlun sé lokið og hvernig árangur náðist. Nemendur eru einnig upplýstir um árang­urinn hafi þeir fengið vitn­eskju um málið skv. 2. þrepi 3. lið.
  • Nemenda­vernd­arráð er upplýst um gang mála.
  • Umsjón­ar­kenn­arar eru áfram vakandi yfir þolendum og gerendum og fylgjast með samskipt­unum í bekknum.
  • Eftir­fylgni með geranda/gerendum heldur áfram í 4-6 mánuði. Umsjón­ar­kennari eða full­trúi eineltisteymis fundar með geranda og eftir atvikum foreldrum og hann fær aðstoð með sinn persónu­lega vanda. Einnig er í sept­ember tekin staðan hjá þeim sem voru þolendur í einelt­is­málum veturinn áður.