Læsi­stefna

Árið 2015 vann starfs­fólk Patreks­skóla ítar­lega læsi­stefnu fyrir skólann og er starfað eftir henni. Markmið skólans er að nemendur sýni ásætt­an­legar fram­farir á milli ára og er það markmið skóla­ársins 2018 til 2019 sem áður fyrr. Enn fremur hefur verið sett fram sameig­inleg læsis­stefna leik- og grunn­skól­anna í sveit­ar­fé­laginu og þar hefur enn fremur verið sett marmið um að nemendur Vest­ur­byggðar verði ekki meira en +/- 10% frá lesfimi­við­miðum MMS og verði árið 2021 – og er það jafn­framt markmið Patreks­skóla.

Læsi­stefna Patreks­skóla verður endur­skoðuð haustið 2021.

Lesferill: Niður­stöður á síðasta ári sýndu lang flestir nemendur ásætt­an­legar fram­farir á milli mælinga. Markmið þessa árs. Markmið skólans er að fjölga nemendum sem ná 90%, 50% og 25% viðmiðum. Fyrsta markmið er að allir árgangar nái 90% viðmiðum. Skólinn mun beita viður­kenndum aðferðum við að ná fram þeim mark­miðum.