Móttaka nýrra nemenda
Í grunnskólalögum (16.gr.) er kveðið á um að skólar skuli taka á móti nemendum sem eru að hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttökuáætlun skóla eða sveitarfélags. Móttökuáætlun vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku skal taka mið af bakgrunni þeirra, tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum. Tryggja skal að þessir nemendur og foreldrar þeirra fái ráðgjöf og aðgang að upplýsingum um grunnskólastarf. 16. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir m.a. að grunnskólar taka á móti nemendum sem eru að hefja skólagöngu, eru að skipta um skóla eða hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttökuáætlun skóla eða sveitarfélags. Foreldrum skulu á þeim tímamótum veittar upplýsingar um skólagöngu barnsins og skólastarfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrnarlausum foreldrum greint frá rétti þeirra til túlkaþjónustu.
Móttökuáætlanir nemenda í leik- og grunnskólum Vesturbyggðar
Sep 22, 2025
Í grunnskólalögum (16.gr.) er kveðið á um að skólar skuli taka á móti nemendum sem eru að hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttökuáætlun skóla eða sveitarfélags. Móttökuáætlun vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku skal taka mið af bakgrunni þeirra, tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum. Tryggja skal að þessir nemendur og foreldrar þeirra fái ráðgjöf og aðgang að upplýsingum um grunnskólastarf. 16. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir m.a. að grunnskólar taka á móti nemendum sem eru að hefja skólagöngu, eru að skipta um skóla eða hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttökuáætlun skóla eða sveitarfélags. Foreldrum skulu á þeim tímamótum veittar upplýsingar um skólagöngu barnsins og skólastarfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrnarlausum foreldrum greint frá rétti þeirra til túlkaþjónustu.
Móttaka nýrra nemenda
Nemandi og foreldrar mæta hjá skólastjóra og innritast á formlegan hátt. Það er gert með því að fylla út rafrænt innritunarblað á heimasíðu Vesturbyggðar. Þeim er sýnt húsnæðið, nemandi hittir umsjónarkennara, fær stundaskrá, skóladagatal og ræðir ýmis hagnýt atriði. Ákveðið er hvenær nemandi mætir. Starfsfólk undirbýr hópinn fyrir komu nýrra nemenda.
Kennari hefur samband við fyrri umsjónarkennara nemanda til að afla frekari upplýsinga. Kennari sér um að upplýsingar um nýjan nemanda berist til faggreinakennara. Kennari hefur samband við heimilið fyrstu vikurnar til að fylgjast með aðlögun nemandans.
Móttökuáætlun nemenda sem koma í 1. bekk
Elstu nemendurnir úr leikskólanum koma í reglubundnar heimsóknir í grunnskólann í samvinnu við leikskólann. Tímabilinu er skipt upp í þrjár heimsóknir:
- Fyrsta heimsókn: Sjö dagar ein kennslustund í senn. Í fyrstu heimsókninni hittir hópurinn tilvonandi umsjónarkennara 1. og 2. bekkjar eina kennslustund og fara út í frímínútur með þeim.
- Önnur heimsókn: Þrír dagar, 3-4 kennslustundir með mat. Í annarri heimsókninni hittir hópurinn umsjónarkennara og 1. og 2. bekk og eru með þeim í þrjá heila kennsludaga daga og fá þá tækifæri til að sækja lista og íþróttatíma.
- Þriðja heimsókn: Tveir heilir dagar, 6 kennslustundir með mat oftast í maí.
Að auki verður ein kennslustund í sundi í maí. Nánari útfærsla er í höndum umsjónarkennara 1. og 2. bekkjar sem annast undirbúning og skipulag heimsókna. Starfsmaður leikskóla fylgir hópnum í fyrstu heimsókn og er til taks ef á þarf að halda.
Hópurinn tekst á við skóladaginn eins og hann gæti orðið næsta haust og kynnist flestum verkefnum sem tekist er á við á venjulegum skóladegi svo sem íslensku, stærðfræði, frímínútum, íþróttum og listum.
Nemendum leikskólans verður boðið að taka þátt í sérstökum viðburðum grunnskólans eins og árshátíð, umhverfisdegi og vordegi.
Nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólans verður boðið í heimsókn í leikskólann og taka þátt í starfi leikskólans úti og inni tvo daga að vori.
Móttökuáætlun nemenda úr leikskólanum er endurskoðuð í desember á hverju ári á sameiginlegum fundi skólastjóra leik og grunnskóla, umsjónarkennara í 1. bekk og umsjónarmanni skólahóps og sérkennurum. Þá er farið yfir dagskrána og nýjar dagsetningar sendar til foreldra.
Leikskólinn sér um að kynna dagskrána fyrir foreldrum barnanna.
Móttökuáætlun nýrra nemenda:
Nýir nemendur eru boðnir velkomnir. Lögð er áhersla á að nýir nemendur byrji rólega og á eigin forsendum. Þeir hitta skólastjóra og umsjónarkennara, skoða skólann og fara yfir helstu atriði er varða upphaf skólagöngu.
Góð samskipti foreldra og skóla eru grundvallaratriði þegar tryggja þarf öryggi barna. Þar sem foreldrar og skóli bera sameiginlega ábyrgð á öryggi barnsins á leið í og úr skóla er mikilvægt að kynna fyrir foreldrum hvaða öryggisreglur gilda í skólanum og hvernig heimilið og skólinn geta hjálpast að við að framfylgja þeim til að tryggja börnum hámarksöryggi.
Mikilvægt er að aðrir nemendur fái tækifæri til að bjóða nýja nemendur velkomna. Umsjónarkennari undirbýr móttökuna með bekknum. Ekki er síst mikilvægt að undirbúa nemendur vel sé nýr nemandi að bætast í hópinn á miðju ári. Nýir nemendur hitta samnemendur í kennslustund(um) og fara í frímínútur, þeir eru boðnir velkomnir af kennara og bekkjarfélögum.
Foreldrar eru ávallt velkomnir í skólann lögð er áhersla á að foreldrar séu vel upplýstir um hvernig aðlögunin gengur. Þetta ferli getur átt sér stað á þremur samliggjandi dögum, lengri eða styttri tíma allt eftir þörfum barnsins. Foreldrar eru hafðir með í ráðum á aðlögunartímanum.
Móttökuáætlun nemenda með sérþarfir:
Ef um nemanda er að ræða sem þarf á stoðþjónustu að halda er móttaka hans undirbúin og skipulögð í samráði umsjónarkennara, deildarstjóra stoðþjónustu, skólastjóra og félagsþjónustu Vesturbyggðar (ef þörf krefur).
Móttökuáætlun nemenda með annað móðurmál en íslensku
Þegar tekið er á móti börnum sem eru með annað móðurmál en íslensku er mikilvægt að vanda til verka. Á heimasíðu Menntun móttaka og menning hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er að finna ítarlegar leiðbeiningar um móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku sem leik- og grunnskólar Vesturbyggðar fylgja.
Ferlið skiptist í þrjá megin þætti:
-
Innritun
- Útskýra og aðstoða eftir þörfum hvernig innritun í skólann fer fram formlega hjá sveitarfélaginu. Rafrænt eyðublað er aðgengilegt hjá sveitarfélaginu en leiðbeiningarnar eru á íslensku og ensku en einhverjir foreldrar gætu þurft aðstoð við skráninguna. Boða foreldra og nemanda í formlegt móttökuviðtal.
-
Skipulag móttöku
- Undirbúa móttökuna vel. Nýta gátlista frá MMM við undirbúning móttökuviðtalsins.
-
Móttökuviðtal – eða kynningarviðtal
- Mikilvægt er að vanda alla skráningu í móttökuviðtali og nýta gátlista frá MMM við skráninguna. Á sama tíma og tekið er á móti barninu er mikilvægt að hefja jafnframt fyrri hluta stöðumatsins á grunn færni nemandans á sínu sterkasta tungumáli.
- Stöðumatið heitir Stikum af stað og greining á grunnfærni nemandans í læsi og talnaskilningi á sterkasta tungumáli viðkomandi barns. Þetta mat myndar grunninn að þeim námsáætlunum sem kennarar undirbúa fyrir barnið.
- Seinni hluti matsins gengur út á að meta grunn færni barnsins í læsi og stærðfræði. Það er matsatriði hvort að þessi hluti fari fram einnig í móttökuviðtalinu.
- Mikilvægt er að vanda alla skráningu í móttökuviðtali og nýta gátlista frá MMM við skráninguna. Á sama tíma og tekið er á móti barninu er mikilvægt að hefja jafnframt fyrri hluta stöðumatsins á grunn færni nemandans á sínu sterkasta tungumáli.
-
Reglulegir fundir með foreldrum
- Á meðan á móttöku viðtalinu stendur er mikilvægt að ákveða næstu fundi. Best er ef að fundirnir eru skipulagðir fyrirfram og séu haldnir á að minnsta kosti 6-8 vikna fresti út fyrsta skólaárið.
- Skráning á grunn færni nemenda á íslensku er mikilvægur liður í eftirfylgninni. Til að kortleggja hæfni nemenda í íslensku er stuðst við ,,Hæfnisvið og rammar í íslensku sem öðru tungumáli”
- Á meðan á móttöku viðtalinu stendur er mikilvægt að ákveða næstu fundi. Best er ef að fundirnir eru skipulagðir fyrirfram og séu haldnir á að minnsta kosti 6-8 vikna fresti út fyrsta skólaárið.