Móttaka nýrra nemenda

Í grunn­skóla­lögum (16.gr.) er kveðið á um að skólar skuli taka á móti nemendum sem eru að hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttöku­áætlun skóla eða sveit­ar­fé­lags. Móttöku­áætlun vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku skal taka mið af bakgrunni þeirra, tungu­mála­færni og færni á öðrum náms­sviðum. Tryggja skal að þessir nemendur og foreldrar þeirra fái ráðgjöf og aðgang að upplýs­ingum um grunn­skólastarf. 16. gr. laga um grunn­skóla nr. 91/2008 segir m.a. að grunn­skólar taka á móti nemendum sem eru að hefja skóla­göngu, eru að skipta um skóla eða hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttöku­áætlun skóla eða sveit­ar­fé­lags. Foreldrum skulu á þeim tíma­mótum veittar upplýs­ingar um skóla­göngu barnsins og skóla­starfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrn­ar­lausum foreldrum greint frá rétti þeirra til túlka­þjón­ustu.

Móttökuáætlanir nemenda í leik- og grunnskólum Vesturbyggðar

Sep 22, 2025 

Í grunn­skóla­lögum (16.gr.) er kveðið á um að skólar skuli taka á móti nemendum sem eru að hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttöku­áætlun skóla eða sveit­ar­fé­lags. Móttöku­áætlun vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku skal taka mið af bakgrunni þeirra, tungu­mála­færni og færni á öðrum náms­sviðum. Tryggja skal að þessir nemendur og foreldrar þeirra fái ráðgjöf og aðgang að upplýs­ingum um grunn­skólastarf. 16. gr. laga um grunn­skóla nr. 91/2008 segir m.a. að grunn­skólar taka á móti nemendum sem eru að hefja skóla­göngu, eru að skipta um skóla eða hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttöku­áætlun skóla eða sveit­ar­fé­lags. Foreldrum skulu á þeim tíma­mótum veittar upplýs­ingar um skóla­göngu barnsins og skóla­starfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrn­ar­lausum foreldrum greint frá rétti þeirra til túlka­þjón­ustu.

Móttaka nýrra nemenda 

Nemandi og foreldrar mæta hjá skóla­stjóra og innritast á form­legan hátt. Það er gert með því að fylla út rafrænt innrit­un­ar­blað á heima­síðu Vest­ur­byggðar. Þeim er sýnt húsnæðið, nemandi hittir umsjón­ar­kennara, fær stunda­skrá, skóla­da­gatal og ræðir ýmis hagnýt atriði. Ákveðið er hvenær nemandi mætir. Starfs­fólk undirbýr hópinn fyrir komu nýrra nemenda. 

Kennari hefur samband við fyrri umsjón­ar­kennara nemanda til að afla frekari upplýs­inga. Kennari sér um að upplýs­ingar um nýjan nemanda berist til faggreina­kennara. Kennari hefur samband við heim­ilið fyrstu vikurnar til að fylgjast með aðlögun nemandans.

Móttöku­áætlun nemenda sem koma í 1. bekk

Elstu nemend­urnir úr leik­skól­anum koma í reglu­bundnar heim­sóknir í grunn­skólann í samvinnu við leik­skólann. Tíma­bilinu er skipt upp í þrjár heim­sóknir:

  1. Fyrsta heim­sókn: Sjö dagar ein kennslu­stund í senn. Í fyrstu heim­sókn­inni hittir hópurinn tilvon­andi umsjón­ar­kennara 1. og 2. bekkjar eina kennslu­stund og fara út í frímín­útur með þeim.
  2. Önnur heim­sókn: Þrír dagar, 3-4 kennslu­stundir með mat. Í annarri heim­sókn­inni hittir hópurinn umsjón­ar­kennara og 1. og 2. bekk og eru með þeim í þrjá heila kennslu­daga daga og fá þá tæki­færi til að sækja lista og íþrótta­tíma.
  3. Þriðja heim­sókn: Tveir heilir dagar, 6 kennslu­stundir með mat oftast í maí.


Að auki verður ein kennslu­stund í sundi í maí. Nánari útfærsla er í höndum umsjón­ar­kennara 1. og 2. bekkjar sem annast undir­búning og skipulag heim­sókna. Starfs­maður leik­skóla fylgir hópnum í fyrstu heim­sókn og er til taks ef á þarf að halda.

Hópurinn tekst á við skóla­daginn eins og hann gæti orðið næsta haust og kynnist flestum verk­efnum sem tekist er á við á venju­legum skóla­degi svo sem íslensku, stærð­fræði, frímín­útum, íþróttum og listum.

Nemendum leik­skólans verður boðið að taka þátt í sérstökum viðburðum grunn­skólans eins og árshátíð, umhverf­is­degi og vordegi.

Nemendum í 1. og 2. bekk grunn­skólans verður boðið í heim­sókn í leik­skólann og taka þátt í starfi leik­skólans úti og inni tvo daga að vori.

Móttöku­áætlun nemenda úr leik­skól­anum er endur­skoðuð í desember á hverju ári á sameig­in­legum fundi skóla­stjóra leik og grunn­skóla, umsjón­ar­kennara í 1. bekk og umsjón­ar­manni skóla­hóps og sérkenn­urum. Þá er farið yfir dagskrána og nýjar dagsetn­ingar sendar til foreldra.

Leik­skólinn sér um að kynna dagskrána fyrir foreldrum barn­anna. 

Móttöku­áætlun nýrra nemenda:

Nýir nemendur eru boðnir velkomnir. Lögð er áhersla á að nýir nemendur byrji rólega og á eigin forsendum. Þeir hitta skóla­stjóra og umsjón­ar­kennara, skoða skólann og fara yfir helstu atriði er varða upphaf skóla­göngu.

Góð samskipti foreldra og skóla eru grund­vall­ar­at­riði þegar tryggja þarf öryggi barna. Þar sem foreldrar og skóli bera sameig­in­lega ábyrgð á öryggi barnsins á leið í og úr skóla er mikil­vægt að kynna fyrir foreldrum hvaða örygg­is­reglur gilda í skól­anum og hvernig heim­ilið og skólinn geta hjálpast að við að fram­fylgja þeim til að tryggja börnum hámarks­ör­yggi.

Mikil­vægt er að aðrir nemendur fái tæki­færi til að bjóða nýja nemendur velkomna. Umsjón­ar­kennari undirbýr móttökuna með bekknum. Ekki er síst mikil­vægt að undirbúa nemendur vel sé nýr nemandi að bætast í hópinn á miðju ári. Nýir nemendur hitta samnem­endur í kennslu­stund(um) og fara í frímín­útur, þeir eru boðnir velkomnir af kennara og bekkj­ar­fé­lögum.

Foreldrar eru ávallt velkomnir í skólann lögð er áhersla á að foreldrar séu vel upplýstir um hvernig aðlög­unin gengur. Þetta ferli getur átt sér stað á þremur samliggj­andi dögum, lengri eða styttri tíma allt eftir þörfum barnsins. Foreldrar eru hafðir með í ráðum á aðlög­un­ar­tím­anum.

Móttöku­áætlun nemenda með sérþarfir:

Ef um nemanda er að ræða sem þarf á stoð­þjón­ustu að halda er móttaka hans undir­búin og skipu­lögð í samráði umsjón­ar­kennara, deild­ar­stjóra stoð­þjón­ustu, skóla­stjóra og félags­þjón­ustu Vest­ur­byggðar (ef þörf krefur). 

Móttöku­áætlun nemenda með annað móðurmál en íslensku

Þegar tekið er á móti börnum sem eru með annað móðurmál en íslensku er mikil­vægt að vanda til verka. Á heima­síðu Menntun móttaka og menning hjá Miðstöð mennt­unar og skóla­þjón­ustu er að finna ítar­legar leið­bein­ingar um móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku sem leik- og grunn­skólar Vest­ur­byggðar fylgja. 

Ferlið skiptist í þrjá megin þætti: 

  1. Innritun

    1. Útskýra og aðstoða eftir þörfum hvernig innritun í skólann fer fram form­lega hjá sveit­ar­fé­laginu. Rafrænt eyðu­blað er aðgengi­legt hjá sveit­ar­fé­laginu en leið­bein­ing­arnar eru á íslensku og ensku en einhverjir foreldrar gætu þurft aðstoð við skrán­inguna. Boða foreldra og nemanda í form­legt móttöku­viðtal. 
  2. Skipulag móttöku

    1. Undirbúa móttökuna vel. Nýta gátlista frá MMM við undir­búning móttöku­við­talsins.  
  3. Móttöku­viðtal – eða kynn­ing­ar­viðtal 

    1. Mikil­vægt er að vanda alla skrán­ingu í móttöku­við­tali og nýta gátlista frá MMM við skrán­inguna. Á sama tíma og tekið er á móti barninu er mikil­vægt að hefja jafn­framt fyrri hluta stöðumatsins á grunn færni nemandans á sínu sterk­asta tungu­máli. 
      1. Stöðumatið heitir Stikum af stað og greining á grunn­færni nemandans í læsi og talna­skiln­ingi á sterk­asta tungu­máli viðkom­andi barns. Þetta mat myndar grunninn að þeim námsáætl­unum sem kenn­arar undirbúa fyrir barnið. 
      2. Seinni hluti matsins gengur út á að meta grunn færni barnsins í læsi og stærð­fræði. Það er mats­at­riði hvort að þessi hluti fari fram einnig í móttöku­við­talinu. 
  4. Reglu­legir fundir með foreldrum 

    1. Á meðan á móttöku viðtalinu stendur er mikil­vægt að ákveða næstu fundi. Best er ef að fund­irnir eru skipu­lagðir fyrir­fram og séu haldnir á að minnsta kosti 6-8 vikna fresti út fyrsta skóla­árið. 
      1. Skráning á grunn færni nemenda á íslensku er mikil­vægur liður í eftir­fylgninni. Til að kort­leggja hæfni nemenda í íslensku er stuðst við ,,Hæfnisvið og rammar í íslensku sem öðru tungu­máli”