Móttaka nýrra nemenda

Í grunn­skóla­lögum (16.gr.) er kveðið á um að skólar skuli taka á móti nemendum sem eru að hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttöku­áætlun skóla eða sveit­ar­fé­lags. Móttöku­áætlun vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku skal taka mið af bakgrunni þeirra, tungu­mála­færni og færni á öðrum náms­sviðum. Tryggja skal að þessir nemendur og foreldrar þeirra fái ráðgjöf og aðgang að upplýs­ingum um grunn­skólastarf. 16. gr. laga um grunn­skóla nr. 91/2008 segir m.a. að grunn­skólar taka á móti nemendum sem eru að hefja skóla­göngu, eru að skipta um skóla eða hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttöku­áætlun skóla eða sveit­ar­fé­lags. Foreldrum skulu á þeim tíma­mótum veittar upplýs­ingar um skóla­göngu barnsins og skóla­starfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrn­ar­lausum foreldrum greint frá rétti þeirra til túlka­þjón­ustu.

Móttaka nemenda eftir að skólastarf er hafið

Nemandi og foreldrar mæta hjá skóla­stjóra og innritast á form­legan hátt. Það er gert með því að fylla út rafrænt innrit­un­ar­blað á heima­síðu Vest­ur­byggðar. Þeim er sýnt húsnæðið, nemandi hittir umsjón­ar­kennara, fær stunda­skrá, skóla­da­gatal og ræðir ýmis hagnýt atriði. Ákveðið er hvenær nemandi mæti. Bekk­urinn er undir­búinn en kennari getur skipað „leið­sögu­nem­endur“ með nýja nemand­anum, honum til aðstoðar fyrstu vikurnar.

Kennari hefur samband við fyrri umsjón­ar­kennara nemanda til að afla frekari upplýs­inga. Kennari sér um að upplýs­ingar um nýjan nemanda berist til faggreina­kennara. Kennari hefur samband við heim­ilið fyrstu vikurnar til að fylgjast með aðlögun nemandans.

Ef um nemanda með fötlun er að ræða er móttaka hans undir­búin og skipu­lögð í samráði umsjón­ar­kennara, deild­ar­stjóra stoð­þjón­ustu, skóla­stjóra og félags­þjón­ustu Vest­ur­byggðar.


Móttökuáætlun nemenda með annað móðurmál en íslensku

Til hóps innflytj­enda teljast:

  • þau börn sem hafa fæðst erlendis.
  • börn sem eiga foreldra sem eru af erlendum uppruna.
  • þau sem hafa dvalist lang­dvölum erlendis.

Forvinna fyrir móttöku­viðtal

Ef von er á nemanda af erlendum uppruna í skólann, með annað móðurmál en íslensku hefur skóla­stjóri samband við foreldra og metur þörf á því að bjóða foreldrum til sérstaks móttökufundar. Skipu­leggja þarf móttöku­við­talið og ákveða hverjir eigi að taka þátt í því og hver verka­skipting á að vera. Lykil­at­riði er að umsjón­ar­kennari taki þátt í móttöku­við­talinu. Panta þarf túlka­þjón­ustu ef þörf er á henni. Foreldrum sem ekki tala eða skilja íslensku skal greint frá rétti þeirra til túlka­þjón­ustu.

Móttökufundur

Á móttökufund mætir, auk skóla­stjórn­anda, umsjón­ar­kennari. Á fund­inum er farið í gegnum ýmsar grunnupp­lýs­ingar um námið, skóla­starfið, skóla­sam­fé­lagið, grennd­ar­sam­fé­lagið og þá þjón­ustu sem boðið er upp á. Í þessu samhengi er bent á vefinn „íslenskt grunn­skólaum­hverfi“ https://eng.mennta­mal­aradu­neyti.is/education-in-iceland/Educati­onal_system/

Áður en viðtalinu lýkur og fjöl­skyld­unni er fylgt um skólann (og frístunda­heim­ilið ef við á) er ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skól­anum og sagt frá því hvernig skóla­byrj­unin verður. Stuðn­ings­full­trúi er kynntur sérstak­lega ef um hann er að ræða. Aflað er upplýs­inga um bakgrunn og stöðu nemandans. Foreldrar eru beðnir um að hafa með sér upplýs­ingar um fyrri skóla­göngu nemandans svo sem einkunnir og grein­ingar, heil­brigð­is­vottorð og bólu­setn­ing­ar­vottorð. Æski­legt er að barnið hafi fengið kenni­tölu, en barn hefur rétt til skóla­göngu meðan beðið er afgreiðslu kenni­töl­unnar.

Innritun, upplýs­ingar og gögn

Markmið móttöku­við­talsins er tvíþætt annars vegar að afla upplýs­inga um nemandann og hins vegar að veita upplýs­ingar um skólann þ.á.m. um hvað nemandinn skal hafa með í skólann, hvað foreldrar þurfa að útvega s.s. skóla­tösku, íþróttaföt, sundföt o.s.frv. um nesti, hádeg­ismat, frístund­astarf og foreldra­fé­lagið, einnig um hvað skólinn útvegar eins og náms­gögn.

Veita skal foreldrum upplýs­ingar um starfs­hætti skólans, skóla­reglur og hefðir, næringu og heilsu, samstarf skóla og skóla­for­eldra, frístunda­heimili, félags­mið­stöðvar og annað íþrótta- og æsku­lýðs­starf á Patreks­firði. Einnig er mikil­vægt að upplýsa foreldra um ábyrgð og skyldur foreldra í íslensku skóla­kerfi enda getur það verið gerólíkt því sem foreldr­arnir hafa vanist. Loks skal upplýsa foreldra um viðbrögð við óveðri. Gera þarf ráð fyrir tíma til að kynna foreldrum Mentor og aðstoða við skrán­ingu og eins Learncove.

Sjálfsagt er að hvetja móður eða föður til að vera með barni sínu í skól­anum fyrstu dagana eins og þau hafa tæki­færi til og best þykir henta. Þannig geta foreldr­arnir stutt barnið sitt um leið og þeir kynnast því samfé­lagi sem á eftir að hafa svo mikil áhrif á barnið þeirra. Þá er gott að setja niður áætlun um það hvenær umsjón­ar­kenn­arinn og foreldrar hittast næst og hvernig samskiptum muni best háttað. Mikil­vægt er að skólinn og foreldar geri samkomulag um vænt­an­legt samskipta­form þar sem rætt er hvernig foreldrar og starfs­fólk álíta heppi­legast að eiga samskipti og hvaða leiðir henti best í samskiptum, þ.e. tölvu­póstur, símtöl, bréf, samskipta­bækur, fundir eða annað.

Menn­ing­ar­legur stuðn­ingur

Rétt er að árétta við foreldra að barnið/börnin hafi mikla þörf fyrir stuðning þeirra við tileinka sér nýja menn­ingu og áherslur. Upplýsa þarf foreldra um hvað skólinn leggur að mörkum til að aðlög­unin gangi sem best. Hvetja má foreldra til að halda íslensku sjón­varps­efni að börnum sínum og ekki síst að stuðla að því að börn þeirra taki virkan þátt í félags- og tómstund­a­starfi.

Fyrstu skrefin í skól­anum

Huga þarf vel að undir­bún­ingi og móttöku í bekknum. Félagsleg aðlögun skiptir sköpum varð­andi líðan og nám nýja nemandans og það getur skapað mörg ný tæki­færi að fá nýjan nemanda í bekkinn. Hvetja þarf alla starfs­menn skólans til að hafa sérstakt auga með nýja nemand­anum, t.d. í frímín­útum og íþróttum og styðja hann eftir þörfum. Jafn­framt þarf að leita leiða til að foreldrar tengist foreldra­sam­fé­laginu.

Hlut­verk umsjón­ar­kennara er mikil­vægt varð­andi nám, félag­stengsl og samstarf við foreldra. Nemendur með annað móðurmál en íslensku þurfa í upphafi námsins að vera með einstaklings­áætlun sem byggir á stöðumati. Hægt er að nota málkönn­un­ar­próf í íslensku sem gott er að styðjast við til að meta kunn­áttu og skilning nemandans í íslensku sem öðru máli. Niður­stöðuna er hægt að leggja til grund­vallar við gerð einstaklings­áætl­unar.

Nauð­syn­legt er að byrja á að kenna og þjálfa nemandann í almennum orða­forða og samskiptum á íslensku og innleiða einnig eftir bestu getu skólamál og flóknari hugtök í náms­bókum en nemendur með annað móðurmál en íslensku eiga rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungu­máli.

Foreldra­sam­starf

Góð samvinna heim­ilis og skóla hefur afger­andi þýðingu fyrir náms­fram­vindu og líðan nemanda. Þetta á ekki síst við um fjöl­skyldur sem koma úr fram­andi menn­ing­ar­sam­fé­lagi. Í sumum þjóð­fé­lögum er lítil hefð fyrir samstarfi skóla og foreldra. Skólinn þarf því að leggja ríka áherslu á að ávinna sér traust foreldra og stuðla að gagn­kvæmum skiln­ingi og virð­ingu.

Meðal þess sem getur skilað góðum árangri er að hvetja foreldra til að taka þátt í aðlögun barns síns að skól­anum, m.a. með því að vera með barninu í skól­anum fyrstu dagana og kynnast því starfi sem þar fer fram. Skólinn ætti að leita allra leiða til að vekja áhuga foreldra á að koma í skólann og kynnast starfinu sem virkir þátt­tak­endur. Það ætti líka að hvetja bekkjar­full­trúa til að leggja sérstaka áherslu á að bjóða foreldrana og barnið velkomin í samfé­lagið.

Það skiptir miklu máli að skóli og foreldrar komi sér saman um hvernig best hentar að eiga samstarf og deila upplýs­ingum. Aldrei ætti að láta börn túlka fyrir foreldra sína. Þegar senda þarf skrif­legar upplýs­ingar á heimili þar sem er lítil eða engin íslensku­kunn­átta er stundum hægt að styðjast við myndmál og einnig getur Google translate og önnur netforrit komið að notum.