Rýmingaráætlun vegna elds
Viðbrögð ef upp kemur eldur
- Skólastjóri, húsvörður eða staðgengill fer að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis og aðgætir hvaðan brunaboðin koma. Stjórnstöðin í efri skóla er staðsett í aðalinngangi og fyrir neðri skóla er staðsett í anddyri Skor.
- Kennarar undirbúa rýmingu skólans, taka með nafnalista og fara stystu leið út úr húsi. Ef aðstæður leyfa er heimilt að fara í skó og yfirhafnir, hver og einn kennari ber ábyrgð á rýmingu sinnar stofu.
- Skólastjóri, húsvörður eða staðgengill hefur strax samband við 112, tilkynnir um eld eða gefur skýringar á brunaboðinu.
- Starfsfólk rýmir skólann, nemendur mynda einfalda röð, kennarinn fer fyrstur eða síðastur eftir aðstæðum. Muna að þreifa hurð út úr skólastofu, ef hún er heit skal velja aðra útgönguleið. Sá sem síðastur fer út úr hverri stofu skal loka dyrum á eftir sér ef sú leið er valin, til að draga úr reykflæði um bygginguna.
- Söfnunarsvæði skólans er við hringtorgið milli skólans og íþróttahúss.
- Þegar komið er á söfnunarsvæðið hefur hver hópur sitt svæði, yngsta stig næst kirkjunni, miðstig í miðju og unglingastig næst efra bílastæði.
- Kennarar fara yfir nafnalista og aðgæta hvort allir hafa komist út. Ef einhvern vantar skal tilkynna skólastjóra, húsverði eða staðgengli um það.
- Skólastjóri, húsvörður eða staðgengill fer á milli hópa og fær upplýsingar um hvort einhverjir og þá hversu margir hafi orðið eftir inni og hugsanlega staðsetningu þeirra.
- Slökkvilið kemur á staðinn. Skólastjóri, húsvörður eða staðgengill gefur stjórnenda slökkviliðs upplýsingar um hvort einhverjir og þá hversu margir hafi orðið eftir inni og hugsanlega staðsetningu þeirra.
- Allir í öruggt skjól. Farið með börn og starfsfólk í íþróttahús.
Hvernig skal tilkynna
Æskilegt er að umsjónarkennari barnsins, skólastjóri eða staðgengill sjái um að hringja/tala eða láta foreldra barna vita til að tryggja að upplýsingar um atburð berist eftir réttum leiðum.
- Sá sem hringir kynnir sig með nafni og segir hvaðan er hringt
- Sá sem hringir á að vera rólegur og tala skýrt.
- Segja skal í stuttu máli frá því sem kom fyrir barnið og reynt að koma strax til skila hvað sé að. Mikilvægt er að tala varlega.
- Ef hringt hefur verið á sjúkrabíl er endað á að segja frá því og látið vita hvaða starfsmaður fór með barninu á sjúkrahús/heilsugæslu og hvert var farið.
Sjá nánar í öryggisáætlun Patreksskóla.
Sálrænn stuðningur
Skólastjóri metur hvort leita þurfi eftir aðstoð utanaðkomandi til að veita börnum, starfsfólki og/eða foreldrum sálrænan stuðning eða áfallahjálp. Rauði krossinn getur haft milligöngu um slíka aðstoð en hann er kallaður út í gegnum 112.
Símanúmer:
- Neyðarnúmer 112
- Brunavarnir Vesturbyggðar 450 2307
- Skólastjóri Patreksskóla 863 0465
- Staðgengill skólastjóra 865 5717
- Húsvörður Patreksskóla 863 4561
- Grunnskóli Patreksskóla 450 2320
- Íþróttahúsið Brattahlíð 450 2350
Símanúmer
Neyðarnúmer 112 Brunavarnir Vesturbyggðar 450 2307 Skólastjóri Patreksskóla 863 0465 Húsvörður Patreksskóla 854 6655 Grunnskóli Patreksskóla 450 2320 Íþróttahúsið Brattahlíð 450 2350