Rýmingaráætlun vegna elds

Viðbrögð ef upp kemur eldur

 1. Skóla­stjóri, húsvörður eða stað­gengill fer að stjórn­töflu bruna­við­vör­un­ar­kerfis og aðgætir hvaðan bruna­boðin koma. Stjórn­stöðin í efri skóla er stað­sett í aðal­inn­gangi og fyrir neðri skóla er stað­sett í anddyri Skor.
 2. Kenn­arar undirbúa rýmingu skólans, taka með nafna­lista og fara stystu leið út úr húsi. Ef aðstæður leyfa er heimilt að fara í skó og yfir­hafnir, hver og einn kennari ber ábyrgð á rýmingu sinnar stofu.
 3. Skóla­stjóri, húsvörður eða stað­gengill hefur strax samband við 112, tilkynnir um eld eða gefur skýr­ingar á bruna­boðinu.
 4. Starfs­fólk rýmir skólann, nemendur mynda einfalda röð, kenn­arinn fer fyrstur eða síðastur eftir aðstæðum. Muna að þreifa hurð út úr skóla­stofu, ef hún er heit skal velja aðra útgöngu­leið. Sá sem síðastur fer út úr hverri stofu skal loka dyrum á eftir sér ef sú leið er valin, til að draga úr reyk­flæði um bygg­inguna.
 5. Söfn­un­ar­svæði skólans er við hring­torgið milli skólans og íþrótta­húss.
 6. Þegar komið er á söfn­un­ar­svæðið hefur hver hópur sitt svæði, yngsta stig næst kirkj­unni, miðstig í miðju og unglinga­stig næst efra bíla­stæði.
 7. Kenn­arar fara yfir nafna­lista og aðgæta hvort allir hafa komist út. Ef einhvern vantar skal tilkynna skóla­stjóra, húsverði eða stað­gengli um það.
 8. Skóla­stjóri, húsvörður eða stað­gengill fer á milli hópa og fær upplýs­ingar um hvort einhverjir og þá hversu margir hafi orðið eftir inni og hugs­an­lega stað­setn­ingu þeirra.
 9. Slökkvilið kemur á staðinn. Skóla­stjóri, húsvörður eða stað­gengill gefur stjórn­enda slökkvi­liðs upplýs­ingar um hvort einhverjir og þá hversu margir hafi orðið eftir inni og hugs­an­lega stað­setn­ingu þeirra.
 10. Allir í öruggt skjól. Farið með börn og starfs­fólk í íþróttahús.

Hvernig skal tilkynna

Æski­legt er að umsjón­ar­kennari barnsins, skóla­stjóri eða stað­gengill sjái um að hringja/tala eða láta foreldra barna vita til að tryggja að upplýs­ingar um atburð berist eftir réttum leiðum.

 • Sá sem hringir kynnir sig með nafni og segir hvaðan er hringt
 • Sá sem hringir á að vera rólegur og tala skýrt.
 • Segja skal í stuttu máli frá því sem kom fyrir barnið og reynt að koma strax til skila hvað sé að. Mikil­vægt er að tala varlega.
 • Ef hringt hefur verið á sjúkrabíl er endað á að segja frá því og látið vita hvaða starfs­maður fór með barninu á sjúkrahús/heilsu­gæslu og hvert var farið.

Sjá nánar í örygg­is­áætlun Patreks­skóla.


Sálrænn stuðningur

Skóla­stjóri metur hvort leita þurfi eftir aðstoð utan­að­kom­andi til að veita börnum, starfs­fólki og/eða foreldrum sálrænan stuðning eða áfalla­hjálp. Rauði krossinn getur haft milli­göngu um slíka aðstoð en hann er kall­aður út í gegnum 112.

Síma­númer:

 • Neyð­ar­númer 112
 • Bruna­varnir Vest­ur­byggðar 450 2307
 • Skóla­stjóri Patreks­skóla 863 0465
 • Stað­gengill skóla­stjóra 865 5717
 • Húsvörður Patreks­skóla 863 4561
 • Grunn­skóli Patreks­skóla 450 2320
 • Íþrótta­húsið Bratta­hlíð 450 2350
 • Símanúmer

  Neyðarnúmer 112 Brunavarnir Vesturbyggðar 450 2307 Skólastjóri Patreksskóla 863 0465 Húsvörður Patreksskóla 854 6655 Grunnskóli Patreksskóla 450 2320 Íþróttahúsið Brattahlíð 450 2350


Rýmingaráætlun vegna elds í heild