Skóla­reglur og skýr mörk

Samskipta- og umgengn­is­reglur þessar eru grund­vall­aðar á leið­ar­ljósi Patreks­skóla en einnig hugmynda­fræði uppbygg­ing­ar­stefn­unnar sem kennd er við Diane Gossen. Jafn­rétt­isáætlun skólans er einnig lögð til grund­vallar í skóla­starfinu. Uppbygg­ing­ar­stefnan byggir á kenn­ingum um hæfni einstak­lings til sjálf­stjórnar, hæfni hans til að tengja saman persónuleg lífs­gildi og þann veru­leika sem hann býr við. Hún kennir sjálf­stjórn, sjálf­saga og eflir hæfni hans til að taka ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Lögð er áhersla á að byggja einstak­linginn upp, að hann þekki þarfir sínar og uppfylli þær án þess að skaða aðra.

Markmið skóla­reglna er að skapa góðan skóla­brag og jákvæð og uppbyggileg samskipti og allir nemendur geti notið hæfi­leika sinna og séu öruggir í starfi skólans. Skóla­reglur þessar eru hluti af stefnu Patreks­skóla í umgengi og samskiptum. Þær gilda í öllu kennslu­svæði skólans, á skólalóð, í ferða­lögum og á viðburðum sem skólinn stendur fyrir.

Gildi

Í Patreks­skóla er stuðlað að jákvæðum skóla­brag þar sem unnið er með sameig­in­lega sýn að leið­ar­ljósi sem felst einkum í eftir­far­andi gildum:

Jákvæðni. Við erum jákvæð og bjartsýn og höfum gleðina að leið­ar­ljósi. Við stuðlum að góðum skóla­brag.

Virðing. Við erum skiln­ingsrík, umburð­ar­lynd og hrein­skilin og gætum ávalt trún­aðar. Við líðum ekki fordóma. Við berum virð­ingu hvert fyrir öðru.

Samvinna. Við erum samhent og eflum hvert annað. Við viljum jafn­rétti og lýðræð­isleg vinnu­brögð. Við vinnum saman að lausn verk­efna.


Markmið

Markmið með skóla­reglum þess­arar er að:

  1. nemendur geti notið bernsku sinnar í skóla­starfi, notið hæfi­leika sinna og séu öryggir í öllu starfi á vegum skólans,
  2. stuðla að ábyrgð nemenda á eigin námi, hegðun og samskiptum með hlið­sjón af aldri, þroska og aðstæðum að öðru leyti,
  3. allir í skóla­sam­fé­laginu kapp­kosti í samein­ingu að stuðla að og viðhalda góðum starfs­anda og jákvæðum skóla­brag, þar sem öryggi, vellíðan og heil­brigði eru leið­ar­ljós,
  4. stuðla að góðu samstarfi og samráði milli foreldra og skóla um nám nemenda, hegðun og samskipti og stuðla að gagn­kvæmu trausti allra aðila í skóla­sam­fé­laginu, gagn­kvæmri virð­ingu, samá­byrgð, kurt­eis­legri fram­komu og tillits­semi,
  5. haldið sé uppi námsaga þar sem tekið er tillit til þarfa nemenda, þroska og hæfni þeirra, með áherslu á mann­rétt­indi, jafn­rétti, lýðræð­isleg vinnu­brögð og bann við mismunun af öllu tagi,
  6. hver grunn­skóli setji sér skóla­reglur með skýrum viðbrögðum við brotum á regl­unum, að úrræði og viðbrögð stuðli að jákvæðri hegðun og miði að því að rækta persónu­þroska og hæfni nemenda.

(Reglu­gerð um ábyrgð og skyldur aðila skóla­sam­fé­lagsins í grunn­skólum nr. 1040)


Almennar umgengnisreglur

Við berum ábyrgð á eigin hegðun og fram­komu

  • Við göngum snyrti­lega um og stuðlum að sjálf­bærni í skól­anum okkar. Allir borða hádeg­is­matinn sinn í matsalnum.
  • Heimilt er að vera í snjók­asti á afmörkuðu svæði á körfu­bolta­vell­inum milli bygg­inga.
  • Við truflum ekki kennslu­stundir hjá öðrum þegar þeir eru ekki í tíma.

Við klæð­umst hvorki yfir­höfnum né útiskóm í starfinu innan­dyra

  • Gengið er frá skóm og yfir­höfnum á viðeig­andi stöðum.

Við sýnum ábyrgð við notkun snjall­tækja og leggjum þau til hliðar við upphaf kennslu­stunda

  • Við sýnum ábyrgð við notkun snjall­tækja og leggjum þau til hliðar við upphaf kennslu­stunda
  • Snjallsíma­notkun í kennslu­stundum er háð leyfi kennara.
  • Tæki í eigu nemanda er alfarið á hans ábyrgð

Við ástundum heil­brigðar lífs­venjur, snæðum holla fæðu og hreyfum okkur reglu­lega

  • Við höfnum neyslu ávana­bind­andi efna svo sem tóbaks, nikó­tíns, áfengis og fíkni­efna.
  • Skóla­nesti á að vera hollt og gott og í takt við leið­bein­ingar embættis land­læknis sem er að finna hérna. Mælst er til að foreldrar sendi börn sín í skólann með fjöl­nota umbúðir (forðast fernur og plast­poka).
  • Nemendum er ekki leyfi­legt að neyta sælgætis eða gosdrykkkja í skól­anum nema með sérstöku leyfi kennara.

Við mætum stund­vís­lega í skólann og stundum nám af kappi í kennslu­stundum

  • Góð ástundun er ávísun á að nemandi nái sínu besta úr skóla­göngu sinni. Ætlast er til þess að nemendur í 1.-7. bekk séu í skóla­bygg­ing­unni eða á skólalóð á skóla­tíma og það er óheimilt yfir­gefa skólalóð á skóla­tíma án leyfis. Undan­skildar eru ferðir í íþróttahús, sund­laug og vett­vangs­ferðir.

Reið­hjól og hjóla­tæki

  • Reið­hjól og önnur hjóla­leik­tæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráða­manna þeirra, einnig er það á ábyrgð forráða­manna að nemendur noti viðeig­andi örygg­is­búnað. Nemendur eiga að nota hjálm komi þeir á reið­hjólum eða hjóla­leik­tækjum í skólann. Ekki er leyfi­legt að nota hjóla­tæki á skólalóð á skóla­tíma.

Viðbrögð við brotum á skólareglum

Í Patreks­skóla setjum við skýr mörk á milli þeirrar hegð­unar sem er æskileg og þeirrar hegð­unar sem ekki er hægt að sætta sig við. Allir geta gert mistök í hegðun, umgengni og samskiptum. Það gildir um nemendur og starfs­menn Patreks­skóla. Mistök er hægt að leið­rétta en besta leiðin til að vinna sig úr vanda er að:

  1. Viður­kenna þau mistök sem orðið hafa
  2. Gera áætlun um að leið­rétta þau
  3. Læra þannig betri leið sem nýtist viðkom­andi ef upp koma svip­aðar aðstæður aftur

Nemendur geta valið leið til lausnar ef hegðun þeirra reynist óásætt­anleg. Í Patreks­skóla viljum við vinna agamál á þann hátt að allir aðilar komi sem sterk­astir frá samskiptum, tilbúnir að líta í eigin barm og ná betri stjórn á eigin hegðun.

Óásætt­anleg hegðun:

Nemandi fær val um tvær leiðir til lausnar á málum sínum:

Leið 1: Hann getur valið um að fara milda og árang­urs­ríka leið og velja uppbygg­ingu með því að ná sáttum.

Leið 2: Hann velur að taka skil­greindum afleið­ingum gjörða sinna—viður­lögum

Leið 1 – Árang­ursrík leið til lausnar, uppbygging

Nemandinn velur að fara milda og árang­urs­ríka leið til lausnar ef hegðun þeirra reynist óásætt­anleg. Hann velur uppbygg­ingu með því að ná sáttum. Besta leiðin til að vinna sig út úr vanda er að viður­kenna þau mistök sem orðið hafa, gera áætlun um að leið­rétta þau og læra þannig betri leið sem nýtist viðkom­andi við svip­aðar aðstæður. Ef nemandi heldur uppteknum hætti, ræðir viðkom­andi kennari frekar við nemandann við fyrsta tæki­færi um leiðir að lausn og gerir með honum áætlun til uppbygg­ingar.

Ferli agamála í kennslu­stund

Fyrstu mistök:

  • Kennari áminnir nemanda og gefur honum tæki­færi til að ná stjórn á eigin hegðun og leið­rétta mistök sín (finna betri leið sem bætir hegðun, sættir sjón­armið og nýtir „stutt inngrip“).
  • Ef nemandi heldur uppteknum hætti, ræðir viðkom­andi kennari frekar við nemandann um leiðir að lausn við fyrsta tæki­færi og gerir með honum áætlun til uppbygg­ingar. Áætl­unin er skráð ásamt máls­at­vikum samkvæmt lýsingu.
  • Viðkom­andi kennari fylgir uppbygg­ingaráætl­un­inni eftir með viðtali/viðtölum eftir atvikum.

Endur­tekin óásætt­anleg hegðun í kennslu­stundum:

  • Nemandi er látinn róa sig og viðkom­andi kennari gengur frá uppbygg­ingaráætlun með honum við fyrsta tæki­færi.

Inngrip vegna hættu­ástands:

  • Ástand metið. Nemendum og starfs­fólki forðað frá hættu. Kallað eftir aðstoð. Leið 2 farin strax.

Skráning fari fram skv. 13. og 14. gr. reglu­gerðar um ábyrgð og skyldur aðila skóla­sam­fé­lagsins í grunn­skólum. Reglu­gerðina er að finna hérna.

Á göngum skólans, skóla­safni, mötu­neyti, íþrótta­mann­virkjum og á skólalóð:

  1. Starfs­menn skólans gefa nemanda tæki­færi til að bæta hegðun sína með „stuttu inngripi“
  2. Haldi nemandinn uppteknum hætti og sýni neikvæða hegðun áfram vísar starfs­maður honum til umsjóna­kennara sem gerir uppbygg­ingaráætlun með nemand­anum og viðkom­andi starfs­manni við fyrsta tæki­færi
  3. Þeir sem hlut eiga að máli fá upplýs­ingar um áætlun nemandans
  4. Áætl­un­inni er fylgt eftir með viðtali/viðtölum hjá umsjón­ar­kennara

Leið 2 – Nemandi þiggur ekki tilboð um að gera uppbygg­ingaráætlun

Ef nemandi þiggur ekki tilboð um að gera uppbygg­ingaráætlun er málum vísað til umsjón­ar­kennara sem ákvarðar fram­haldið. Í flestum tilvikum er boðað sem fyrst til fundar með foreldrum viðkom­andi nemanda. Þá taka oftast við aðgerðir sem byggja ekki á sjálf­stjórn nemanda heldur skil­yrðum og eftir­liti.

Dæmi um úrræði þegar nemendur geta ekki eða vilja ekki leið­rétta hegðun sína og snúa sterkari til starfa á ný:

  • Gerður samn­ingur með skil­yrðum
  • Nemanda er boðin aðstoð náms- og starfs­ráð­gjafa
  • Tilvísun í sérúr­ræði
  • Tilvísun til skóla­sál­fræð­ings (með samþykki foreldra/forráða­manna)
  • Teym­is­fundur með öllum kenn­urum viðkom­andi nemanda
  • Stunda­skrá nemanda skert (tíma­bundið)
  • Reglu­legir stöðufundir með umsjón­ar­kennara/foreldrum
  • Vísað til farsæld­ar­ráðs
  • Foreldrar fylgja nemanda í kennslu­stundum
  • Sérstakt eftirlit í frímín­útum
  • Brott­vísun úr tíma og foreldri sækir nemanda. Nemandi mætir ekki aftur hjá viðkom­andi kennara fyrr en að afloknum fundi þar sem leitað er eftir samstarfi við foreldra og nemanda um leið­rétta hegðun í skóla­starfinu
  • Brott­vísun um stund­ar­sakir. Þegar um brott­vísun um stund­ar­sakir er að ræða vegna ítrek­aðra brota á skóla­reglum er unnið skv. 12. gr. reglu­gerðar um ábyrgð og skyldur aðila skóla­sam­fé­lagsins í grunn­skólum sem er að finna hérna.

Ábyrgð, réttindi og skyldur nemenda

Nemendur skulu sækja grunn­skóla nema veik­indi eða önnur forföll hamli.

Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, fram­komu sinni, hátt­semi og samskiptum við skóla­systkin og starfs­fólk skóla, þ.m.t. rafrænum samskiptum og netnotkun með hlið­sjón af aldri og þroska þeirra.

Nemendur eiga rétt á að láta skoð­anir sínar í ljós í málum sem þá varðar og skal tekið rétt­mætt tillit til skoðana þeirra. Nemendum ber að hlíta fyrir­mælum kennara og starfs­fólks skóla, fara eftir skóla­reglum og fylgja almennum umgengn­is­reglum í samskiptum við starfs­fólk og skóla­systkin.

Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig ef fundið er að hegðun hans vegna brota á skóla­reglum.

Reglu­gerð um ábyrgð og skyldur aðila skóla­sam­fé­lagsins í grunn­skólum nr. 1040 (2011). https://www.reglu­gerd.is/reglu­gerdir/eftir-radu­neytum/mennta­mal­aradu­neyti/nr/17942