Viðbrögð við óveðri

Röskun á skóla- og frístund­a­starfi,  leið­bein­ingar fyrir foreldra og forráða­menn, er birt með góðfús­legu leyfi almanna­varna­nefnd höfuð­borga­svæð­isins. Áætl­unin fjallar um hvernig á að bregðast við veður­við­vörun frá Veður­stofu Íslands.

Ábyrgð forsjáraðila

Mikil­vægt er að foreldrar og forráða­menn, hér eftir nefndir forsjár­að­ilar, fylgist vel með fréttum af veðri, veður­spám og öðrum tilmælum frá yfir­völdum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístund­astarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Veðurfar og aðstæður geta verið mismun­andi eftir hverfum og breyst skjótt með ófyr­ir­séðum hætti.

Mikil­vægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. ef bifreið er ekki búin til vetr­araksturs.

Leið­bein­ingar þessar eiga við „yngri börn“, það er börn yngri en 12 ára. Athugið að hér er aðeins um viðmið að ræða sem er háð mati forsjár­aðila.

Skóla- og frístund­astarf fellur ekki niður nema tilkynnt sé um það sérstak­lega. Í upphafi skóla­dags getur tafist að full­manna skóla og mega forsjár­að­ilar þá búast við því að starfs­fólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjár­að­ilar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.

Forsjár­að­ilar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í eða úr skóla vegna veðurs, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfir­völdum. Meti forsjár­að­ilar aðstæður svo að ekki sé óhætt fyrir börn þeirra að sækja skóla skulu þeir tilkynna skól­anum um það sem lítur þá á til vikið sem eðli­lega fjar­vist. Sama gildir ef börn eða forsjár­að­ilar lenda í vand­ræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.


Grænn dagur

Leið­bein­ingar frá veður­stofu

Óveruleg áhrif á daglegar athafnir.

Græn viðvörun gefur til kynna að spár hafi batnað eða að veðri sem var spáð hafi gengið yfir fyrr en áætlað var.

Hvernig eiga forsjár­að­ilar að bregðast við?

Að morgni dags:

Engra aðgerða er þörf.

Í lok skóla­dags:

Engra aðgerða er þörf.


Gul viðvörun

Leið­bein­ingar frá veður­stofu

Veðrið getur haft nokkur eða stað­bundin áhrif og valdið töfum, slysum eða tjóni ef aðgát er ekki höfð. Slík veður eru ekki óalgeng en krefjast árvekni við skipu­lagn­ingu atburða og ferðir milli lands­hluta.

Óveruleg áhrif á samgöngur, innviði og þjón­ustu. Skóla­bíllinn fer ekki í gulri viðvörun.

Gul viðvörun getur einnig gefið til kynna að litlar eða miðl­ungs líkur séu á mjög áhrifa­miklu veðri á næstu 3–5 dögum.

Hvernig eiga forsjár­að­ilar að bregðast við?

Forsjár­að­ilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístund­a­starfi.
Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofan koma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd

Að morgni dags:

Forsjár­að­ilar þurfa að morgni að tryggja að starfs­maður sé í skól­anum til að taka á móti börn­unum þar sem einhver röskun getur orðið á skóla­starfi vegna veðurs. Tafist getur að full­manna skólann og mega forsjár­að­ilar þá búast við að starfs­fólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjár­að­ilar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.

Í lok skóla­dags:

ilvægt er að forsjár­að­ilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístund­a­starfi og skipu­lögðum æfingum í lok skóla­dags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístund­astarf ef þess gerist þörf.


Appelsínugul viðvörun

Leið­bein­ingar frá veður­stofu

Miðl­ungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfé­lags­legum áhrifum. Veðrið getur valdið tjóni og slysum og ógnar mögu­lega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð. Skerðing á samgöngum, innviðum og þjón­ustu er tíma­bundin eða stað­bundin. Veður sem þessi verða nokkrum sinnum á ári.

Hvernig eiga forsjár­að­ilar að bregðast við?

Aðgerðir forsjár­aðila eru þær sömu og við gula viðvörun nema meiri líkur eru á þörf fyrir fylgd og að starfs­fólk leiti liðsinnis forsjár­aðila í upphafi skóla­dags vegna mann­eklu.

Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofan koma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd.

Að morgni dags:

Forsjár­að­ilar þurfa að morgni að tryggja að starfs­maður sé í skól­anum til að taka á móti börn­unum þar sem einhver röskun getur orðið á skóla­starfi vegna veðurs. Tafist getur að full­manna skólann og mega forsjár­að­ilar þá búast við að starfs­fólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjár­að­ilar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.

Í lok skóla­dags:

Mikil­vægt er að forsjár­að­ilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístund­a­starfi og skipu­lögðum æfingum í lok skóla­dags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístund­astarf ef þess gerist þörf.

 


Rauð viðvörun

Leið­bein­ingar frá veður­stofu

Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfé­lagsleg áhrif eða slíkt veður stendur yfir. Einstak­lega áköfum og hættu­legum veður­skil­yrðum er spáð.
Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar og veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið er að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum og þjón­ustu skerðist.

Hvernig eiga forsjár­að­ilar að bregðast við?

Forsjár­að­ilar þurfa að fylgja börnum í og úr skóla og frístund­ar­starfi.

Skóla- og frístund­astarf fellur ekki niður nema það sé tilkynnt sérstak­lega.

Að morgni dags:

Í upphafi skóla­dags getur tafist að full­manna skóla og mega forsjár­að­ilar þá búast við að starfs­fólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjár­að­ilar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.

Í lok skóla­dags:

Fylgja þarf börnum úr skóla og frístund­a­starfi.