Áætlun um öryggi og heil­brigði á vinnu­stað

Allir vinnu­staðir þurfa að gera skrif­lega áætlun um öryggi og heil­brigði og uppfæra hana eftir þörfum. Gerð áætl­un­ar­innar er samvinnu­verk­efni stjórn­enda og starfs­fólks í Patreks­skóla. Tilgangur með gerð áætl­unar um öryggi og heil­brigði er fyrst og fremst að fyrir­byggja og draga úr slysum, óhöppum, álagi, vanlíðan og heilsutjóni sem starfs­menn geta orðið fyrir við störf sín hvort sem er líkam­legu eða andlegu. Skrifleg áætlun um öryggi og heil­brigði á vinnu­stað felur m.a. í sér: áhættumat fyrir starf­semina í heild, áætlun um heilsu­vernd og forvarnir, það er tíma­sett úrbóta­áætlun sem er byggð á niður­stöðum áhættumatsins.

Áætl­unin á að gefa gott yfirlit yfir áhættu- og álags­þætti og forvarnir til að koma í veg fyrir eða draga úr hættu á heilsutjóni og slysum vegna vinnu­að­stæðna og stuðla að öryggi, heil­brigði og vellíðan starfs­manna. Örygg­is­nefnd Patreks­skóla er skipuð af örygg­is­trún­að­ar­manni sem kosinn er af starfs­fólki og örygg­is­verði sem er skóla­stjóri Patreks­skóla.

Lög og reglugerðir

Viðmið sem stuðst er við í áhættumati byggja á vinnu­vernd­ar­lög­unum (nr. 49/1980) og reglu­gerðum sem eiga við þá starf­semi sem fer fram í skól­anum. Notaðir voru vinnu­um­hverf­is­vísar sem eru gátlistar sem er að finna á heima­síðu Vinnu­eft­ir­litsins. Gátlist­arnir eru sérstak­lega hann­aðir til þess að finna hættur í vinnu­um­hverfinu. Notast er við sérstaka útgáfu gátlistans fyrir skóla.

Þau lög og reglur sem eiga við starf­semi skólans eru m.a.:

  • Lög nr. 46/1980 Vinnu­vernd­ar­lögin (lög um aðbúnað, holl­ustu og öryggi á vinnu­stöðum)
  • Reglu­gerð nr. 920/2006 Reglu­gerð um skipulag og fram­kvæmdir vinnu­vernd­ar­starfs á vinnu­stöðum
  • Reglu­gerð nr. 581/1995 Reglur um húsnæði vinnu­staða
  • Reglu­gerð nr. 921/2006 Reglur um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnu­stöðum
  • Reglu­gerð nr. 498/1994 Reglur um skjáv­innu
  • Reglu­gerð nr. 499/1994 Reglur um öryggi og holl­ustu þegar byrðar eru hand­leiknar
  • Reglu­gerð nr. 1009/2015 Reglu­gerð um aðgerðir gegn einelti á vinnu­stöðum
  • Reglu­gerð nr. 553/2004 Reglur um verndun starfs­manna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á vinnu­stöðum
  • Reglu­gerð nr. 931/2000 Reglu­gerð um ráðstaf­anir til þess að auka öryggi og heil­brigði á vinnu­stöðum fyrir konur sem eru þung­aðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti
  • Bygg­ing­a­reglu­gerð

Lög og reglur er að finna á heima­síðu Vinnu­eft­ir­litsins www.ver.is


Vinnuumhverfisvísir

Félagslegt vinnuumhverfi

Markmið stefnu Patreks­skóla er að samvinna alls starfs­fólks á öllum stigum starf­sem­innar sé jákvæð og uppbyggj­andi, fólki líði vel, upplifi öryggi og jafn­rétti. Stefna og viðbragðs­áætlun þessi er frekari útfærsla á því mark­miði. Það er stefna Patreks­skóla að starfs­menn sýni samstarfs­fólki sínu alltaf kurt­eisi og virð­ingu í samskiptum, hvort heldur er á vinnu­staðnum eða utan hans. Einelti, kynbundin og kynferð­isleg áreitni og ofbeldi verða undir engum kring­um­stæðum umborin. Meðvirkni starfs­manna í slíkum tilvikum er jafn­framt óásætt­anleg.

Mark­miðið með stefn­unni er m.a. að vinna gegn einelti, áreitni og ofbeldi í samræmi við Reglu­gerð um aðgerðir gegn einelti, kynferð­is­legri áreitni, kynbund­inni áreitni og ofbeldi á vinnu­stöðum nr. 1009/2015.

Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun og því að taka ekki þátt í einelti, áreitni eða ofbeldi. Einelti, áreitni og ofbeldi er ekki einkamál þolanda og geranda heldur er mikil­vægt að allir séu meðvit­aðir og bregðist við hafi þeir grun um eða viti um slíkt. Stjórn­andi skal stuðla að mark­vissum forvörnum og aðgerðum gegn ótil­hlýði­legri hátt­semi á vinnu­stað.

Mikil­vægt er að skýrt sé hvert þolendur eigi að snúa sér og að allt ferlið sé gegn­sætt og upplýs­ingar aðgengi­legar.


Stefna og forvarnir

Allir starfs­menn eiga rétt á vinnu­um­hverfi þar sem hættan á einelti, ofbeldi, kynferð­is­legri eða kynbund­inni áreitni er hverf­andi. Deild­ar­stjóra/skóla­stjóra/leik­skóla­stjóra ber skylda til að tryggja þau vinnu­skil­yrði. Stjórn­endur skulu sækja reglu­lega fræðslu um vinnu­vernd og bera þeir ábyrgð á því að stefnu og viðbragðs­áætlun sé fylgt og allir starfs­menn þekki hana. Tryggja skal öllum starfs­mönnum reglu­lega fræðslu um heil­brigði, öryggi og vinnu­vernd.

Stjórn­endum ber einnig skylda til að taka á málum í samræmi við áætlun þessa um leið og þau koma upp. Allar kvart­anir vegna eineltis, ofbeldis og kynferð­is­legrar eða kynbund­innar áreitni skulu rann­sak­aðar/kann­aðar. Lögð er áhersla á að strax sé tekið faglega á málum og leitt í ljós hvort fram komin kvörtun sé á rökum reist. Einnig skal meta þörf meints geranda/þolanda fyrir stuðning. Stjórn­endum er skylt að bregðast við kvörtun um einelti, ofbeldi, kynferð­is­lega eða kynbundna áreitni og fylgja stefnu þessari í slíkum málum. Brugðist skal við eigi síðar en tveimur vinnu­dögum eftir að skrifleg eða munnleg kvörtun berst. Stjórn­anda sem sinnir ekki skyldu sinni gagn­vart kvörtun um einelti, ofbeldi, kynferð­is­lega eða kynbundna áreitni skal veitt formleg áminning.

Stjórn­andi sem ásak­aður er um meint einelti, ofbeldi, kynbundna og/eða kynferð­is­lega áreitni skal vera vanhæfur til að taka ákvarð­anir um starfs­skil­yrði þess sem kvartar meðan meðferð málsins stendur yfir og skal næsti stjórn­andi taka slíkar ákvarð­anir.

Stjórn­endur bera ekki aðeins ábyrgð á störfum starfs­fólks, heldur einnig á því að grund­vall­ar­reglur samskipta á vinnu­stað séu virtar. Nýjum starfs­mönnum er kynnt stefna og viðbragðs­áætlun við upphaf starfs og ber deild­ar­stjóra/skóla­stjóra/leik­skóla­stjóra ábyrgð á að svo sé gert. Stefnan og viðbragðs­áætl­unin eru rifjaðar upp reglu­lega. Endur­skoða skal viðbragðs­áætl­unina á tveggja ára fresti.

Vinnu­eft­ir­litið hefur leið­bein­andi hlut­verk og eftir­lits­skyldu í þessum málum, en er ekki úrskurð­ar­aðili um hvort einelti, áreitni eða ofbeldi hafi átt sér stað.

Þegar yfir­maður eða trún­að­ar­að­ilar skólans fá vitn­eskju um einelti eða annað ofbeldi munu þeir bregðast við samkvæmt viðbragðs­áætlun. Strax er metin þörf þolanda fyrir bráðan stuðning og hann veittur. Lögð er áhersla á að leysa málið hið fyrsta og koma í veg fyrir frekara einelti.


Vinnuumhverfisvísir - félagslegt vinnuumhverfi