Starfs­manna­sátt­máli

Samskipti

  • Við höfum gleðina að leið­ar­ljósi
  • Við stuðlum öll að góðum skóla­brag
  • Við viljum vera hrein­skilin
  • Við gætum ávallt trún­aðar í öllu starfi okkar
  • Við viljum vera umburð­ar­lynd og víðsýn
  • Við erum jákvæð og bjartsýn
  • Við viljum jafn­rétti og lýðræð­isleg vinnu­brögð
  • Við líðum ekki fordóma
  • Við viljum vera skiln­ingsrík
  • Við höfum metnað
  • Við berum virð­ingu hvert fyrir öðru
  • Við erum samhentur hópur sem eflum hvert annað

Lykill að velgengni skóla­starfs er samhentur og öflugur mannauður. Markmið starfs­manna­stefn­unnar er að starfs­semin sé þannig uppbyggð, að hún laði að sérhæft og áhuga­samt fólk þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til þess að byggja upp og viðhalda jákvæða, faglega og samhenta liðs­heild.
Starfs­fólk Patreks­skóla er hópur fagmennt­aðra og ófaglærðra starfs­manna sem vinnur í samein­ingu að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af vilja og virð­ingu, með hag nemenda að leið­arljósi. Þeir starfa undir verk­stjórn skólastjóra og eiga í nánu samstarfi sín á milli, við nemendur, foreldra þeirra og aðra sem að skólastarfinu koma. Allir starfs­menn skólans bera mikla ábyrgð á skólastarfinu jafnt undirbúningi, fram­kvæmd og mati og leggja metnað sinn í að styðja hvert annað í starfi, miðla þekk­ingu, reynslu og færni og nýta sér þau tæki­færi sem gefast til þess að vaxa í starfi.


Framkvæmd starfsmannastefnu

Að taka vel á móti nýju starfs­fólki með því að:
Tryggja að starfs­fólk fái allar nauð­syn­legar upplýs­ingar og kynn­ingu á vinnu­staðnum strax sem byggir á móttöku­áætlun nýrra starfs­manna.

Að gera starfs­fólki kleift að þróast í starfi með því að:
Tryggja að starfs­fólk hafi aðgang að námskeiðum og sveigj­an­leika til þess að komast á námskeið við hæfi. Sjá nánar í starfs­þró­un­ar­áætlun.

Að stuðla að því að aðbún­aður, holl­ustu­hættir og öryggi séu til fyrir­myndar með því að;
Gera skrif­lega áætlun um öryggi og heil­brigði á vinnu­stað (skv. lögum um aðbúnað, holl­ustu­hætti og öryggi á vinnu­stöðum nr. 46/1980) og fram­fylgi henni.

Að undirbúa starfslok vand­lega með því að:
Eiga starfs­loka­samtöl við starfs­fólk til að tryggja að starfs­þekking haldist innan vinnu­stað­arins og greina ástæður þess að starfs­fólk hættir.

Að ráða hæft og metn­að­ar­fullt starfs­fólk með því að:
Auglýsa öll störf nema þegar um er að ræða tíma­bundnar ráðn­ingar eða tilfærslu í starfi og fara eftir þeim reglum sem gilda um rétt­indi starfs­manna hverju sinni.

Að vinna mark­visst að jafn­rétti kynj­anna með því að:
Fara eftir jafn­rétt­isáætlun skólans.

Að sjá um að starfs­þró­un­ar­samtöl fari fram á hverju vori (janúar til mars) með því að:
Tryggja tíma í fundaráætlun skólans fyrir starfs­þró­un­ar­samtöl á hverju vori.

Almennar skyldur og rétt­indi starfs­manna
Að kynna nýjan starfs­mann fyrir trún­að­ar­mönnum og halda starfs­mann­inum eins upplýstum og mögu­legt er um rétt­indi sín og skyldur samkvæmt móttöku­áætlun.

Eftir­fylgni/Aðgerðir

Til að tryggja eftir­fylgni með starfs­manna­stefn­unni:

  • Að kanna reglu­lega starfs­ánægju og starfs­um­hverfi samkvæmt inramatsáætlun skólans.
  • Að endur­skoða reglu­lega starfs­manna­stefnu Patreks­skóla og bregðast við breyt­ingum.

Stjórnendur

Stjórn­endum ber að tileinka sér góða og nútíma­lega stjórn­un­ar­hætti og stuðla að starfs­ánægju starfs­manna. Þeir skulu hafa að leið­ar­ljósi jákvætt viðhorf til starfs­manna og samhæfa störf þannig að hver og einn njóti starfsins og hafi tæki­færi til að þróast í starfi. Þeir bera ábyrgð á störfum starfs­manna sinna og eiga að vinna með þeim að þeim mark­miðum sem sett hafa verið. Skóla­stjóri með samheldinn mann­skap, þarf að skapa aðstæður svo sífellt sé vilji meðal starfs­fólks til að ígrunda starf sitt og spyrja gagn­rýn­inna spurn­inga og fá endur­gjöf á jákvæðan hátt. Hvatning skóla­stjóra og dreifing ábyrgðar skiptir miklu máli til þess að skapa lærdóms­sam­félag þar sem fólk vinnur mark­visst saman til að gera skólastarf betra.


Starfsmenn

Leitast skal við að skapa jákvætt starfs­um­hverfi sem m.a. birtist í því að starfs­menn fái sem bestar upplýs­ingar um rétt­indi sín og skyldur, en hlut­verk allra er að sýna sem mesta fagmennsku í starfi. Jafn­réttis skal gætt, ekki má mismuna fólki eftir aldri, kynferði, kynþætti, stjórn­mála­skoð­unum o.þ.h.
Starfs­menn eigi kost á símenntun til að auka hæfni sína og fagmennsku. Vest­ur­byggð tekur þátt í kostnaði kennara vegna þeirra námskeiða sem viður­kennd eru af Mennta­mála­ráðu­neyti og haldin af Menntavís­inda­sviði HÍ eða öðrum viður­kenndum aðilum sem skóla­stjóri samþykkir, m.a. halda þeir launum á meðan. Skóla­stjóri metur þörf þess hvort kenn­arar sæki námskeið á vegum skólans. Leitast er við að hafa samráð við starfs­menn um þau málefni skólans sem þá varðar og reynt að hafa sem víðtæk­asta sátt um þau.

Öllum starfs­mönnum Patreks­skóla ber að gæta þagmælsku um þau einkamál er þeir fá vitn­eskju um í starfi og þagn­ar­skyldan helst þótt látið sé af starfi.


Starfsþróunarsamtal


Starfsþróunaráætlun