Starfs­þró­un­ar­áætlun

Hverjum skóla er skylt að gera starfs­þró­unar/endur­mennt­un­ar­áætlun og er það gert í upphafi hvers skólaárs. Símenntun starfs­manna má skipta í tvo megin­þætti: Annars vegar þætti sem nauð­syn­legir eru fyrir skólann og hins vegar þættir sem starfs­maður telur æski­lega eða nauð­syn­lega fyrir sig. Til símennt­unar flokkast öll formleg fræðsla s.s. nám, námskeið, fræðslu­er­indi og fræðslufundir. Einnig getur óformleg fræðsla flokkast undir endur­menntun s.s. vett­vangs­ferðir og hand­leiðsla starfs­manna og lestur fagbóka og fræðslu­efnis.

Skóla­stjóri metur almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi fyrir skólann hverju sinni. Starfs­manni er skylt að taka þátt í námskeiðum samkvæmt endur­mennt­un­ar­áætlun skólans.

Gerð er endur­mennt­un­ar­áætlun fyrir starfs­fólk þar sem tiltekið er hvaða námskeið kenn­arar eiga að sækja ár hvert. Kenn­arar fylla út eigið endur­mennt­un­ar­blað og skila til skóla­stjóra að vori.

Starfs­þróun starfs­fólks má skipta í tvo megin­þætti; Þættir sem eru nauð­syn­legir fyrir skólann annars vegar og hins vegar þættir sem starfs­fólk metur æski­lega eða nauð­syn­lega fyrir sig. Skóla­stjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áherslu­at­riðum næsta vetrar og/eða þróun­ar­vinnu á grund­velli innra mats skólans. Starfs­fólk greinir skóla­stjóra frá þeim þáttum í sí- og endur­menntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekk­ingu sem nýtist í starfi. Starfs­fólki er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á samkvæmt starfs­þró­un­ar­ráætlun skóla, enda séu þau á vinnu­tíma og starfs­fólki að kostn­að­ar­lausu.

Starfs­þró­un­ar­áætlun Patreks­skóla er endur­skoðuð árlega. Hægt er að líta á starfs­þróun sem fjór­skipt verk­efni:

  1. Innleið­ingu skóla­stefnu og mennta­stefnu
  2. Faglegu samstarfi
  3. Persónu­legri þróun starfs­manns
  4. Næringu sálar­innar.

Starfsþróunaráætlun

Starfsþróunaráætlun 2022-2023

Starfsþróunarsamtal

Öllu starfs­fólki skal gefinn kostur á starfs­þró­un­ar­sam­tölum árlega til m.a. að yfir­fara starfs­lýs­ingar, gildi, samstarf, símenntun og markmið næstu 12 mánaða. Tilgang­urinn er bætt velferð starfs­manns og meiri starfs­ár­angur sem og vonir og vænt­ingar. Megin­markmið samtals eru umbætur og endur­gjöf og eru samtölin einnig liður í sjálfs­mati skólans. Niður­stöður samtals eru trún­að­armál. Starfs­þró­un­ar­samtöl eiga að fara fram á tíma­bilinu janúar til mars.