Starfsþróunaráætlun
Hverjum skóla er skylt að gera starfsþróunar/endurmenntunaráætlun og er það gert í upphafi hvers skólaárs. Símenntun starfsmanna má skipta í tvo meginþætti: Annars vegar þætti sem nauðsynlegir eru fyrir skólann og hins vegar þættir sem starfsmaður telur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig. Til símenntunar flokkast öll formleg fræðsla s.s. nám, námskeið, fræðsluerindi og fræðslufundir. Einnig getur óformleg fræðsla flokkast undir endurmenntun s.s. vettvangsferðir og handleiðsla starfsmanna og lestur fagbóka og fræðsluefnis.
Skólastjóri metur almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi fyrir skólann hverju sinni. Starfsmanni er skylt að taka þátt í námskeiðum samkvæmt endurmenntunaráætlun skólans.
Gerð er endurmenntunaráætlun fyrir starfsfólk þar sem tiltekið er hvaða námskeið kennarar eiga að sækja ár hvert. Kennarar fylla út eigið endurmenntunarblað og skila til skólastjóra að vori.
Starfsþróun starfsfólks má skipta í tvo meginþætti; Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vegar þættir sem starfsfólk metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig. Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu á grundvelli innra mats skólans. Starfsfólk greinir skólastjóra frá þeim þáttum í sí- og endurmenntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfi. Starfsfólki er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á samkvæmt starfsþróunarráætlun skóla, enda séu þau á vinnutíma og starfsfólki að kostnaðarlausu.
Starfsþróunaráætlun Patreksskóla er endurskoðuð árlega. Hægt er að líta á starfsþróun sem fjórskipt verkefni:
- Innleiðingu skólastefnu og menntastefnu
- Faglegu samstarfi
- Persónulegri þróun starfsmanns
- Næringu sálarinnar.
Starfsþróunaráætlun
Starfsþróunaráætlun 2022-2023
Starfsþróunarsamtal
Öllu starfsfólki skal gefinn kostur á starfsþróunarsamtölum árlega til m.a. að yfirfara starfslýsingar, gildi, samstarf, símenntun og markmið næstu 12 mánaða. Tilgangurinn er bætt velferð starfsmanns og meiri starfsárangur sem og vonir og væntingar. Meginmarkmið samtals eru umbætur og endurgjöf og eru samtölin einnig liður í sjálfsmati skólans. Niðurstöður samtals eru trúnaðarmál. Starfsþróunarsamtöl eiga að fara fram á tímabilinu janúar til mars.