Stefna og viðbragðs­áætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi starfs­manna

Markmið stefnu Patreks­skóla er að samvinna alls starfs­fólks á öllum stigum starf­sem­innar sé jákvæð og uppbyggj­andi, fólki líði vel, upplifi öryggi og jafn­rétti. Stefna og viðbragðs­áætlun þessi er frekari útfærsla á því mark­miði. Það er stefna Patreks­skóla að starfs­menn sýni samstarfs­fólki sínu alltaf kurt­eisi og virð­ingu í samskiptum, hvort heldur er á vinnu­staðnum eða utan hans. Einelti, kynbundin og kynferð­isleg áreitni og ofbeldi verða undir engum kring­um­stæðum umborin. Meðvirkni starfs­manna í slíkum tilvikum er jafn­framt óásætt­anleg.

Mark­miðið með stefn­unni er að vinna gegn einelti, áreitni og ofbeldi í samræmi við Reglu­gerð um aðgerðir gegn einelti, kynferð­is­legri áreitni, kynbund­inni áreitni og ofbeldi á vinnu­stöðum nr. 1009/2015.

Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun og því að taka ekki þátt í einelti, áreitni eða ofbeldi. Einelti, áreitni og ofbeldi er ekki einkamál þolanda og geranda heldur er mikil­vægt að allir séu meðvit­aðir og bregðist við hafi þeir grun um eða viti um slíkt. Stjórn­andi skal stuðla að mark­vissum forvörnum og aðgerðum gegn ótil­hlýði­legri hátt­semi á vinnu­stað.

Mikil­vægt er að skýrt sé hvert þolendur eigi að snúa sér og að allt ferlið sé gegn­sætt og upplýs­ingar aðgengi­legar.

Stefna og forvarnir

Allir starfs­menn eiga rétt á vinnu­um­hverfi þar sem hættan á einelti, ofbeldi, kynferð­is­legri eða kynbund­inni áreitni er hverf­andi. Skóla­stjóra ber skylda til að tryggja þau vinnu­skil­yrði. Stjórn­endur skulu sækja reglu­lega fræðslu um vinnu­vernd og bera þeir ábyrgð á því að stefnu og viðbragðs­áætlun sé fylgt og allir starfs­menn þekki hana. Tryggja skal öllum starfs­mönnum reglu­lega fræðslu um heil­brigði, öryggi og vinnu­vernd.

Stjórn­endum ber einnig skylda til að taka á málum í samræmi við áætlun þessa um leið og þau koma upp. Allar kvart­anir vegna eineltis, ofbeldis og kynferð­is­legrar eða kynbund­innar áreitni skulu rann­sak­aðar/kann­aðar. Lögð er áhersla á að strax sé tekið faglega á málum og leitt í ljós hvort fram komin kvörtun sé á rökum reist. Einnig skal meta þörf meints geranda/þolanda fyrir stuðning. Stjórn­endum er skylt að bregðast við kvörtun um einelti, ofbeldi, kynferð­is­lega eða kynbundna áreitni og fylgja stefnu þessari í slíkum málum. Brugðist skal við eigi síðar en tveimur vinnu­dögum eftir að skrifleg eða munnleg kvörtun berst. Stjórn­anda sem sinnir ekki skyldu sinni gagn­vart kvörtun um einelti, ofbeldi, kynferð­is­lega eða kynbundna áreitni skal veitt formleg áminning.

Stjórn­andi sem ásak­aður er um meint einelti, ofbeldi, kynbundna og/eða kynferð­is­lega áreitni skal vera vanhæfur til að taka ákvarð­anir um starfs­skil­yrði þess sem kvartar meðan meðferð málsins stendur yfir og skal næsti stjórn­andi taka slíkar ákvarð­anir.

Stjórn­endur bera ekki aðeins ábyrgð á störfum starfs­fólks, heldur einnig á því að grund­vall­ar­reglur samskipta á vinnu­stað séu virtar. Nýjum starfs­mönnum er kynnt stefna og viðbragðs­áætlun við upphaf starfs og ber skóla­stjóra ábyrgð á að svo sé gert. Stefnan og viðbragðs­áætl­unin eru rifjaðar upp reglu­lega. Endur­skoða skal viðbragðs­áætl­unina á tveggja ára fresti.

Vinnu­eft­ir­litið hefur leið­bein­andi hlut­verk og eftir­lits­skyldu í þessum málum, en er ekki úrskurð­ar­aðili um hvort einelti, áreitni eða ofbeldi hafi átt sér stað. Þegar yfir­maður eða trún­að­ar­að­ilar skólans fá vitn­eskju um einelti eða annað ofbeldi munu þeir bregðast við samkvæmt viðbragðs­áætlun. Strax er metin þörf þolanda fyrir bráðan stuðning og hann veittur. Lögð er áhersla á að leysa málið hið fyrsta og koma í veg fyrir frekara einelti.


Skilgreiningar

Samskipta­vandi er yfir­heiti yfir órann­sökuð atvik, árekstra og annað sem veldur ágrein­ingi eða óþæg­indum í samskiptum. Eftir­far­andi skil­grein­ingar á hugtökum eru sóttar í reglu­gerð Velferð­ar­ráðu­neyt­isins nr. 1009/2015.

Einelti er síend­ur­tekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkom­andi eða að valda honum ótta. Skoð­ana­ágrein­ingur eða ágrein­ingur vegna ólíkra hags­muna fellur ekki hér undir.

Einelti:

 • er neikvæð hegðun sem er niður­lægj­andi eða særandi og veldur einstak­lingi vanlíðan
 • getur verið bein og/eða óbein hegðun (s.s. hunsun/útilokun)
 • getur beinst að starfi viðkom­andi og/eða persónu, hegðun eða útliti
 • er ekki afmarkað tilfelli, skoð­ana­ágrein­ingur eða hags­muna­árekstur

Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkom­andi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virð­ingu viðkom­andi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjand­sam­legar, niður­lægj­andi, auðmýkj­andi eða móðg­andi fyrir viðkom­andi.

Kynferð­isleg áreitni er hvers kyns kynferð­isleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virð­ingu  viðkom­andi, einkum þegar hegð­unin leiðir til ógnandi, fjand­sam­legra, niður­lægj­andi, auðmýkj­andi eða móðg­andi aðstæðna. Hegð­unin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Ofbeldi er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkam­legs eða sálræns skaða eða þján­inga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handa­hófs­kennda svipt­ingu frelsis. Ef einhver verður uppvís að ofbeldi skal lögregla kölluð til. Hafa ber í huga að samskipta­vandi getur verið annað en ofan­greint (t.d. faglegur ágrein­ingur eða persónu­legur) og er mikil­vægt að gripið sé inn í áður en vandinn versnar. Samskipta­vandi milli tveggja eða fleiri hefur áhrif á alla sem starfa á vinnu­stað og því þarf að stíga inn í og uppræta hann.

Þolandi er sá sem verður fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi. Meðan máls­með­ferð stendur yfir er hugtakið „meintur þolandi“ notað.

Gerandi er sá sem beitir einelti, áreitni eða ofbeldi. Meðan máls­með­ferð stendur yfir er hugtakið „meintur gerandi“ notað.

Birt­ing­ar­myndir eineltis, áreitni og ofbeldis
Í leið­bein­ingum Vinnu­verndar (2018b) eru gefin dæmi um birt­ing­ar­myndir eineltis, áreitni og ofbeldis. Þar segir að þetta geti birst sem:

 • Ítrekuð gagn­rýni, niður­læging.
 • Særandi orð, athuga­semdir.
 • Baktal, slúður, sögu­sagnir, útilokun.
 • Móðg­andi og særandi samskipti.
 • Kynferð­is­legar eða kynbundnar athuga­semdir.
 • Hótanir eða árásir.

Ábyrgð

Vinnu­veit­andi á skv. lögum að:

 • bregðast eins fljótt við og kostur er þegar honum berst kvörtun eða ábending.
 • rann­saka í samvinnu við vinnu­vernd­ar­full­trúa (full­trúi í örygg­is­nefnd, sá sem hefur verið kosinn örygg­is­trún­að­ar­maður eða skip­aður örygg­is­vörður og aðrir starfs­menn sem sérstak­lega hefur verið falið að sinna vinnu­vernd innan viðkom­andi vinnu­staðar), eftir því sem við á, og utan­að­kom­andi aðila ef með þarf.
 • tryggja að meintur þolandi eða meintur gerandi komi sínum sjón­ar­miðum á fram­færi.
 • ræða við einn í einu.
 • grípa strax til aðgerða leiði mat í ljós rökstuddan grun um samskipta­vanda, áreitni eða ofbeldi, í samræmi við áætlun um öryggi og heil­brigði á vinnu­stað til að koma í veg fyrir endur­tekna hegðun.
 • grípa til viðeig­andi aðgerða leiði rann­sókn í ljós að ekki sé um áreitni eða ofbeldi að ræða og uppræta þær aðstæður sem kvartað var yfir.
 • skrá allt sem tengist meðferð málsins.
 • halda hlut­að­eig­andi starfs­mönnum og vinnu­vernd­ar­full­trúa upplýstum um fram­vindu á meðan á máls­með­ferð stendur.
 • upplýsa um málalok, senda skrif­lega stað­fest­ingu ef beðið er um það innan sex mánaða frá lokum máls.

Vinnu­veit­andi er ábyrgur fyrir lausn mála – KÍ er hlut­laust og ráðgef­andi, fylgir málum eftir ef þess gerist þörf skv. umboði félags­manns með ábend­ingum um öryggi vinnu­um­hverfis og rétt­ar­stöðu hlut­að­eig­andi (sjá feril).

Lesefni:


Atvikaskráning

Leið­ar­vísir og skrán­ing­ar­blað starfs­fólks skóla.

Mikil­vægt er að skrá þá árekstra og allan samskipta­vanda sem upp kemur í skólum svo læra megi af þeim og fara í fyrir­byggj­andi aðgerðir. Hér fyrir neðan má finna skrán­ing­areyðu­blað þar sem atvik er skráð kerf­is­bundið, þannig má styrkja sálrænt öryggi meðal starfs­fólks.

Leið­bein­ingar með skrán­ingu:

 1. Stjórn­andi ber ábyrgð á atvika­skrán­ingu en getur falið öðrum að sjá um hana.
 2. Öll atvik skal tilkynna. Góð regla er að skrá allt sem tilkynnt er.
 3. Stjórn­andi eða örygg­is­trún­að­ar­maður aðstoðar við skrán­ingu atviks með þeim sem tilkynnir eða lenda/ir í því.
 4. Örygg­is­nefnd/örygg­is­trún­að­ar­maður ásamt stjórn­anda fara reglu­lega yfir ferilinn, meta virkni og hvort honum þurfi að breyta.
 5. Stjórn­andi ber ábyrgð á verk­ferlum en getur falið öðrum umsjón hans. Umsjón­ar­maður ferils eða stjórn­andi upplýsir starfs­fólk um breyt­ingar verk­ferla og viðbragðs­áætlana.

Viðbragðsáætlun

Vinna þarf viðbragðs­áætlun um hvernig bregðast á við og vinna úr samskipta­vanda. Í henni þarf að koma fram hver tekur við tilkynn­ingu, hver skráir atvik og hver ber ábyrgð á úrvinnslu. Allt starfs­fólk skólans þarf að þekkja áætl­unina – einnig afleys­inga­fólk, nemar og nýtt starfs­fólk.

Mikil­vægt er að starfs­maður geti leitað til nokk­urra einstak­linga með mál. Hér er átt við fræðslu­stjóra hjá sveit­ar­fé­lagi, stjórn­anda, jafn­rétt­is­full­trúa, örygg­is­trún­að­ar­mann og/eða félags­legan trún­að­ar­mann. Einnig er mikil­vægt að starfs­maður viti hvert hann geti leitað ef hann vill eða getur ekki leitað til síns stjórn­anda.

 1. Aðalábyrgð á viðbragðs­áætl­un­inni ber skóla­stjórn­andi en getur falið öðrum umsjón með henni
 2. Við tilkynn­ingum um samskipta­vanda tekur örygg­is­trún­að­ar­maður eða stjórn­andi og kemur þeim í réttan farveg.
 3. Atvika­skráning er á ábyrgð skóla­stjórn­anda eða örygg­is­trún­að­ar­manns.
 4. Úrvinnsla samskipta­mála er á ábyrgð stjórn­anda sem mun nýta þau bjargráð sem til eru og tilkynna mála­lyktir hlut­að­eig­andi.

Hvað er gert þegar starfs­maður telur sig hafa orðið fyrir einelti, ofbeldi, kynferð­is­legri eða kynbund­inni áreitni.

1 Starfs­maður sem verður fyrir einelti eða kynferð­is­legri áreitni skal snúa sér hið fyrsta til deild­ar­stjóra/skóla­stjóra og tilkynna um atvikið. Sé stjórn­andi gerandi skal málinu vísað til sviðs­stjóra eða bæjar­stjóra sem kallar til eineltisteymi sveit­ar­fé­lagsins og virkjar einelt­isáætlun sveit­ar­fé­lagsins.

 • Tilkynning getur verið munnleg en atvikið skráð niður af næsta yfir­manni.
 • Tilkynn­ingin getur verið skrifleg á hvaða formi sem sá sem tilkynnir kýs.
 • Tilkynn­ingin getur verið á þar til gerðu eyðu­blaði. Dæmi hér

2. Sá sem tekur við tilkynn­ing­unni hefur samband við þann sem tilkynnir við fyrsta tæki­færi helst samdægurs, í það minnsta innan tveggja daga.

 • Stað­festa þarf móttöku tilkynn­ingar skrif­lega eða með tölvu­pósti.
 • Deild­ar­stjóri/skóla­stjóri sem tekur við tilkynn­ing­unni skal kalla til vinnu­vernd­ar­full­trúa/örygg­is­trún­að­ar­mann sem fara yfir máls­atvik og máta við skil­grein­ingar um einelti og meta í hvaða farveg málið á að fara. Leita skal til utan­að­kom­andi aðila ef óljóst er hvers eðlis málið er og hvort þörf sé á form­legri máls­með­ferð eða venjuleg máls­með­ferð. Í alvar­legum tilvikum gæti þurft að kalla til lögreglu og fela málið yfir­völdum.
 • Deild­ar­stjóri/skóla­stjóri/leik­skóla­stjóri og vinnu­vernd­ar­full­trúi/örygg­is­trún­að­ar­maður gefa hlut­að­eig­andi starfs­mönnum kost á að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi sitt í hvoru lagi.
 • Ákveða þarf hvernig haga eigi upplýs­inga­gjöf innan vinnu­stað­arins á meðan á meðferð máls stendur og tryggja að einhver sé ábyrgur fyrir því hlut­verki.
 • Gögn um meðferð málsins skal fara með eins eins og önnur viðkvæm persónu­grein­anleg gögn innan skólans eða á sama hátt og grein­ing­ar­gögn nemenda.

3. Meðferð form­legra máls­með­ferðar einelt­is­mála er vísað til eineltisteymis sveit­ar­fé­lagsins sem styður við deild­ar­stjóra/skóla­stjóra og stað­festir að máls­með­ferð sé réttmæt og skyn­samleg.

4. Deild­ar­stjóri/skóla­stjóri og örygg­is­trún­að­ar­maður skrá niður til hvaða aðgerða skal grípa, komi í ljós að kynferð­isleg áreitni, kynbundin áreitni eða ofbeldi eigi sér stað eða hafi átt sér stað á vinnu­staðnum. Ákveða þarf og skrá niður til hvaða aðgerða skal grípa til:

 • til að stöðva hegð­unina, sé hún enn til staðar
 • til að koma í veg fyrir að hegð­unin endur­taki sig, m.a. endur­skoðun áhættumats.

5. Deild­ar­stjóri/skóla­stjóri og örygg­is­trún­að­ar­maður skrá niður til hvaða aðgerða skal grípa, komi í ljós að ofbeldi eigi sér ekki stað eða hafi ekki átt sér stað á vinnu­staðnum. Ákveða þarf og skrá niður til hvaða aðgerða skal grípa til:

 • í því skyni að uppræta þær aðstæður sem kvartað var um og bent var á, séu aðstæð­urnar enn til staðar
 • í því skyni að koma í veg fyrir að aðstæð­urnar komi aftur upp á vinnu­staðnum svo þær geti ekki leitt til eineltis, kynferð­is­legrar áreitni, kynbund­innar áreitni eða ofbeldis á vinnu­staðnum, m.a. endur­skoðun áhættumats.

6. Deild­ar­stjóri/skóla­stjóri og örygg­is­trún­að­ar­maður skrá niður kvörtun eða ábend­ingu um einelti, áreitni eða ofbeldi að samskiptum starfs­manns eða starfs­manna við einstak­ling eða einstak­linga sem ekki teljast til starfs­manna vinnu­stað­arins en samskiptin eiga sér stað í tengslum við þá starf­semi sem fram fer á vinnu­staðnum.

7. Finnist ekki lausn á málum innan sveit­ar­fé­lagsins vísar sveit­ar­stjóri málinu til fagráðs MMS um einelt­ismál.

8. Þegar málinu er lokið þarf að ákveða hvernig deild­ar­stjóri/skóla­stjóri og örygg­is­trún­að­ar­maður ljúka málinu með því að senda tölvu­póst eða bréf til þess sem tilkynnti um málið upphaf­lega og ljúka því.

 • Gæta þarf að hlut­að­eig­andi séu allir upplýstir um málalok.

9. Þegar málinu er lokið þarf deild­ar­stjóri/skóla­stjóri/leik­skóla­stjóri og örygg­is­trún­að­ar­maður að meta árangur þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til og hins vegar hvort þörf sé á almennum aðgerðum á vinnu­stað í kjölfar máls. Ef virkja þarf viðbragðs­áætlun skal endur­skoða áhættumat eða grípa til annarra úrbóta. Skrá þarf og tíma­setja úrbætur á sama hátt og úrbætur eru skráðar í innra mati.

Venjuleg máls­með­ferð

Slík máls­með­ferð felur í sér að leitað er upplýs­inga hjá þolanda og honum veittur stuðn­ingur með trún­að­ar­sam­tali eða ráðgjöf. Aðrir innan vinnu­stað­arins eru ekki upplýstir um málið.

Formleg máls­með­ferð

Gerð er hlut­laus athugun á máls­at­vikum. Rætt er við þolanda, geranda og aðra sem veitt geta upplýs­ingar um málið. Mikil­vægt er að leita upplýs­inga um tíma­setn­ingar og fá fram gögn ef einhver eru, svo sem tölvu­pósta, smáskilaboð eða annað. Fundin skal lausn sem meðal annars getur falist í breyt­ingum á vinnu­staðnum, vinnu­brögðum eða vinnu­skipu­lagi. Gerandi mun fá leið­sögn og aðvörun auk þess sem hann gæti líka verið færður til í starfi. Málinu verður fylgt eftir og rætt við aðila þess að ákveðnum tíma liðnum. Fylgst verður með samskiptum aðila málsins.

Mögu­lega er leitað er leiða til að leysa málið m.a. með breyt­ingum á vinnu­stað, vinnu­brögðum eða vinnu­skipu­lagi. Gerandi fær leið­sögn og aðvörun og í einhverjum tilvikum færður til í starfi. Þá er málinu fylgt eftir og rætt við aðila máls að ákveðnum tíma liðnum. Þá er fylgst með samskiptum aðila. Láti gerandi ekki segjast og viðheldur eineltinu leiðir það til uppsagnar hans úr starfi.

Fyrir­byggj­andi aðgerðir

Einelti, kynferð­isleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi á vinnu­stöðum ógnar heilsu og líðan fólks. Með góðri stjórnun og góðum samskiptum er hægt að koma í veg fyrir slíkt. Stjórn­endur sem leggja áherslu á forvarnir og skjót viðbrögð þegar vandamál koma upp stuðla að góðu félags­legu vinnu­um­hverfi.

 • Tryggja skal öllum starfs­mönnum reglu­lega fræðslu um heil­brigði, öryggi og vinnu­vernd
 • Greina og meta áhættu­þætti í félags­legu vinnu­um­hverfi
 • Gera áætlun um forvarnir og úrbætur sem byggja á áhættumati
 • Innleiða viðbragðs­áætlun við einelti, áreitni og ofbeldi
 • Taka á neikvæðu tali og stuðla að jákvæðri starfs­menn­ingu
 • Koma á reglu­bund­inni fræðslu og stjórn­enda­þjálfun

Auk yfir­manna sveit­ar­fé­lagsins eru eftir­far­andi trún­að­ar­að­ilar tilbúnir að ræða við starfs­menn um meint einelti á vinnu­staðnum.

 • Trún­að­ar­maður KÍ – Áslaug Trausta­dóttir
 • Örygg­is­full­trúi – Kris Bay

Ferli mála er varða samskipti, einelti eða áreitni

ferli-mala-.jpg