Hoppa yfir valmynd

Abc barna­hjálp

Miðstig Patreks­skóla tók þátt í söfn­un­inni Börn hjálpa börnum sem er á vegum Abc barna­hjálpar. Nemendur gengu í hús á Patreks­firði í gær og alls söfn­uðust 61.926kr.


Skrifað: 24. mars 2023

ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988. Starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa börnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun.

ABC barnahjálp starfar nú í 7 löndum Asíu og Afríku en þau eru: Indland, Pakistan, Filippseyjar, Bangladess, Kenýa, Úganda og Búrkína Fasó. ABC barnahjálp styrkir þúsundir barna til náms og búa mörg þeirra á heimavistum ABC. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og mat.

logo-400x122-2.png