Hoppa yfir valmynd

Íþrótta­skólinn á Patreks­firði hefst í næstu viku!

Nú hefur verið ráðinn starfs­maður í Íþrótta­skólann á Patreks­firði, en það er hún Jórunn Sif sem einnig starfar í Patreks­skóla og getum við því farið af stað með Íþrótta­skólann. Einnig mun ég vera Jórunni innan handar, ásamt því að halda utan um skipulag. Íþrótta­skólinn hefst mánu­daginn 5. febrúar n.k.


Skrifað: 30. janúar 2024

Íþróttaskólinn sækir fyrirmynd sína til HSV en þar hefur íþróttaskóli verið starfræktur frá hausti 2011. Kennsla í skólanum skiptist í tvennt. Annars vegar grunnþjálfunarþátt og hins vegar boltaskóla sem kenndur er í lotum, þ.e. ein grein í einu. Boltaíþróttir sem aðildafélög HHF hafa í boði eru í hávegum hafðar auk þess sem að aðrar greinar eru kynntar fyrir börnunum, sem eru ekki í boði á svæðinu.

Markmið skólans eru eftirfarandi:

  • Auka fjölda barna sem iðka íþróttir
  • Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun séu jákvæð
  • Að börn fái að njóta eins mikillar fjölbreytni og kostur er
  • Auka gæði þjálfunar og auka samræmingu þjálfunar á svæðinu
  • Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
  • Auka grunnþjálfunarhluta æfinga sem tengjast almennum hreyfi­þroska
  • Að börn læri frá upphafi skólagöngu að hreyfing er hluti af daglegu lífi

Skráning í Íþróttaskólann fer fram á heimasíðu Vesturbyggðar:
Skráning í íþróttaskólann