Íþróttaskólinn á Patreksfirði hefst í næstu viku!
Nú hefur verið ráðinn starfsmaður í Íþróttaskólann á Patreksfirði, en það er hún Jórunn Sif sem einnig starfar í Patreksskóla og getum við því farið af stað með Íþróttaskólann. Einnig mun ég vera Jórunni innan handar, ásamt því að halda utan um skipulag. Íþróttaskólinn hefst mánudaginn 5. febrúar n.k.
Skrifað: 30. janúar 2024
Íþróttaskólinn sækir fyrirmynd sína til HSV en þar hefur íþróttaskóli verið starfræktur frá hausti 2011. Kennsla í skólanum skiptist í tvennt. Annars vegar grunnþjálfunarþátt og hins vegar boltaskóla sem kenndur er í lotum, þ.e. ein grein í einu. Boltaíþróttir sem aðildafélög HHF hafa í boði eru í hávegum hafðar auk þess sem að aðrar greinar eru kynntar fyrir börnunum, sem eru ekki í boði á svæðinu.
Markmið skólans eru eftirfarandi:
- Auka fjölda barna sem iðka íþróttir
- Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun séu jákvæð
- Að börn fái að njóta eins mikillar fjölbreytni og kostur er
- Auka gæði þjálfunar og auka samræmingu þjálfunar á svæðinu
- Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
- Auka grunnþjálfunarhluta æfinga sem tengjast almennum hreyfiþroska
- Að börn læri frá upphafi skólagöngu að hreyfing er hluti af daglegu lífi
Skráning í Íþróttaskólann fer fram á heimasíðu Vesturbyggðar:
Skráning í íþróttaskólann