Hoppa yfir valmynd

Samveru­stundir fjöl­skyld­unnar mikilvæg fyrir börn

Kæru fjöl­skyldur

Nú þegar jóla­há­tíðin er framundan og krakk­arnir okkar á leið­inni í jólafrí er mikil­vægt að huga að samveru­stundum fjöl­skyld­unnar og á það ekki síst við um unglingana okkar. Eins og við vitum fylgja unglings­ár­unum margar nýjar áskor­anir og eru þau að spegla sig hvert í öðru. Jafn­ingja­hóp­urinn hefur þar gríð­arleg áhrif. Samvera með foreldrum og fjöl­skyldu er því afskap­lega mikilvæg og einnig mikil­vægt að foreldrar séu meðvit­aðir um hverja börnin sín eru að umgangast hverju sinni. Samvistir foreldris og barns, þar sem trufl­andi áreitum úr umhverfinu er haldið í lágmarki eru börnum/unglingum mjög mikil­vægar.

Því meiri tíma sem foreldrar verja með unglingnum sínum, því ólík­legra er að hann leiðist út í neyslu vímu­efna.  Forvarn­astarf beinist að því að styrkja félags­lega stöðu unglinga og skapa þeim aðstæður þar sem þeir geta notið æsku sinnar í öruggu umhverfi. Undir hand­leiðslu full­orð­inna þjálfast unglingar í að taka ábyrgð og fram­kvæma hugmyndir sínar í jafn­ingja­hópi.

Við hvetjum því foreldra til að njóta hátíð­anna með börnum sínum og búa til góðar minn­ingar.

Á síðu Heilsu­veru eru ýmsar hugmyndir að því sem hægt er að gera í samveru sem og á heima­síðu Heim­ilis og skóla og hér fyrir neðan eru linkir á síður þeirra:

Mikil­vægi samveru foreldra og barna | Heilsu­vera
https://www.heim­ili­ogskoli.is/fraedslu­efni?subca­tegory=G%C3%B3%C3%B0+r%C3%A1%C3%B0#frae
dslu­efni

Gleði­lega hátíð

Fjöl­skyldu­svið Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps.


Skrifað: 19. desember 2023

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

MAS

magnusarnar@vesturbyggd.is/+354 450 2300