Sumarfrí leikskóladeildarinnar Klifs
Gerð var könnun meðal foreldra um vilja þeirra til sumarlokana. Niðurstaðan er að flestir foreldrar vilja tvö tímabil en ekki þrjú eins og hefur verið undanfarin ár. Með hliðsjón af minnisblaði og könnun meðal foreldra samþykkir fræðslu- og æskulýðsráð að sumarlokun verði framvegis tvö tímabil.
Sumarið 2023 verður sumarlokun frá kl. 12:00 þann 14. júlí til kl. 12:00 þann 15. ágúst.
Skrifað: 22. febrúar 2023