Hoppa yfir valmynd

Sumarfrí leik­skóla­deild­ar­innar Klifs

Gerð var könnun meðal foreldra um vilja þeirra til sumar­lokana. Niður­staðan er að flestir foreldrar vilja tvö tímabil en ekki þrjú eins og hefur verið undan­farin ár. Með hlið­sjón af minn­is­blaði og könnun meðal foreldra samþykkir fræðslu- og æsku­lýðsráð að sumar­lokun verði fram­vegis tvö tímabil.
Sumarið 2023 verður sumar­lokun frá kl. 12:00 þann 14. júlí til kl. 12:00 þann 15. ágúst.

Skrifað: 22. febrúar 2023