Mennta­stefna til ársins 2030

Markmið mennta­stefnu er að veita framúrsk­ar­andi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna  um forgangs­röðun í þágu mennt­unar og þekk­ing­ar­sköp­unar eykur lífs­gæði og verð­mæta­sköpun.

Jöfn tækifæri fyrir alla

Nám við allra hæfi

Skólar og aðrar mennta­stofn­anir taki mið af þörfum, getu og hæfni sérhvers nemanda og vinni út frá styrk­leikum og áhuga hvers og eins. Samfé­laginu ber skylda til þess að hlúa sem best að velferð barna og ungmenna og tryggja öllum tæki­færi til þess að þroskast og dafna á eigin forsendum innan mennta­kerf­isins. Mikil­vægt er að tryggja að allir finni sig í mennta­kerfinu og að stuðlað sé að jafn­rétti innan þess.

Raun­færnimat

Mikil­vægt er að sú þekking og hæfni sem einstak­lingar ná sér í á starfsæv­inni hafi gildi og nýtist til frekari náms eða starfs­þró­unar. Til að tryggja mark­vissa hæfniupp­bygg­ingu til fram­tíðar þarf að meta fjöl­breytta hæfni einstak­linga án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað.

Snemmbær stuðn­ingur

Börn og ungmenni skulu fá aðstoð og stuðning við hæfi sem fyrst á náms­ferl­inum og liðsinni áður en vandi ágerist. Horfa þarf sérstak­lega til styrk­ingar leik­skóla­stigsins. Stuðn­ingur getur beinst að nemand­anum sjálfum eða umhverfi hans og mikil­vægt er að aðlaga hann að þörfum viðkvæmra einstak­linga og hópa. Í þeirri vinnu er þverfagleg samvinna nauð­synleg.

Fjöl­breytt mennta­sam­félag

Ísland er fjöl­menn­ing­ar­sam­félag sem nýtir þá auðlind sem felst í fjöl­menn­ing­ar­legu skóla­starfi, fagnar marg­breyti­leika nemenda og nýtir til að efla samfé­lagið. Mikil­vægt er að meta menntun innflytj­enda og flótta­fólks í ríkari mæli svo þeirra þekking nýtist þeim og samfé­laginu sem best, mennta­kerfinu og að stuðlað sé að jafn­rétti innan þess.

Menntun um allt land

Búseta á ekki að hafa áhrif á mögu­leika til náms. Nýta skal bættar samgöngur og tækni til að tryggja mögu­leika til náms óháð búsetu sem styrkir stöðu öflugra þekk­ing­ar­sam­fé­laga í dreifðari byggðum. Bæta skal náms­framboð utan stærstu þétt­býl­is­staða, meðal annars með auknu starfs- og tækni­námi á lands­byggð­inni því náms­framboð í heima­byggð ræður miklu um námsval ungmenna að loknum grunn­skóla


Kennsla í fremstu röð

Kenn­ara­menntun og nýliðun

Inntak kenn­ara­mennt­unar skal taka mið af þörfum samfé­lagsins og styðja við mennta­stefnu. Unnið verður að aukinni viður­kenn­ingu á störfum kennara og eflingu faglegs sjálf­stæðis þeirra. Mótaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir kenn­ara­skort, meðal annars með full­nægj­andi nýliðun.

Þekking og hugrekki

Nemendum verður gert kleift að afla sér nýrrar þekk­ingar og hæfni ásamt því að geta beitt og hagnýtt þekk­ingu sína. Nemendur verða meðvit­aðir um mikil­vægi þess að vera skap­andi og ábyrgir í þekk­ing­ar­leit sinni, ígrundun og rökstuðn­ingi og óhræddir við að prófa sig áfram.

Hæfni­þróun fagstétta í skóla­starfi

Tryggt skal að hæfni- og þekk­ing­ar­þróun verði skil­greind sem hluti af starfi kennara og skóla­stjórn­enda á öllum skóla­stigum til að hæfni sé í samræmi við breyttar þarfir og faglegt sjálf­stæði þeirra. Lögð verður áhersla á tengsl milli grunn­mennt­unar, starfs­náms og hæfni­þró­unar fagstétta í skóla­starfi þannig að allir geti vaxið í störfum sínum og mark­visst aukið þekk­ingu sína og hæfni, kynnt sér faglegar nýjungar og eflt
samstarf sín á milli.

Lagarammi

Til að nýta mannauð sem best og búa honum góð starfs­skil­yrði og vinnu­um­hverfi skal tryggja mark­vissa innleið­ingu á lögum um menntun, hæfni og ráðn­ingu kennara og skóla­stjórn­enda við leik-, grunn- og fram­halds­skóla.

Fjöl­breyti­leiki

Mennta­kerfi fram­tíðar kallar á aukna nýsköpun og mikla samvinnu. Þörf er á aðkomu fólks með fjöl­breytta sérþekk­ingu við mótun þess.


Hæfni fyrir framtíðina

Læsi

Það er hluti þjóð­menn­ingar okkar að allir geti lesið sér til gagns og gamans. Læsi er lykill að lífs­gæðum og endur­speglar hæfni fólks til að skynja og skilja umhverfi sitt, náttúru og samfélag á gagn­rýninn hátt og eflir það til virkar þátt­töku í mótun þess. Lestur er öflug­asta tæki nemenda til að afla sér þekk­ingar og tjáning í ræðu og riti er forsenda þátt­töku í lýðræð­is­sam­fé­lagi. Þess vegna leggur mennta­stefna sérstaka áherslu á málskilning, lesskilning, tján­ingu, ritun og hlustun og aðgerðir sem miða að því að mæta þeim sem glíma við lestr­arörð­ug­leika. Leitast verður við að tryggja virkni alls samfé­lagsins við að bæta læsi og þá sérstak­lega aðkomu heimila, bóka­safna, rithöf­unda og fjöl­miðla.

Fram­þróun íslensk­unnar

Við stöndum vörð um og aukum áhuga á íslenskri tungu og menn­ingu hjá öllum kynslóðum. Tryggja þarf að íslenska og íslenskt táknmál verði notað á öllum sviðum samfé­lagsins, íslensku­kennsla verði efld á öllum skóla­stigum og að framtíð íslenskrar tungu í staf­rænum heimi verði tryggð.

Vísindi og rann­sóknir

Vísindi og rann­sóknir eru grunnur öflugs þekk­ing­ar­sam­fé­lags sem leggur rækt við menntun, nýsköpun, menn­ingu, velferð, lýðræði og mann­rétt­indi. Frjáls þekk­ing­ar­leit sem byggist á áhuga, fróð­leiks­fýsn og sköp­un­ar­gleði vísinda­fólks er lykil­þáttur í fram­þróun auk þess að vera grund­völlur samfé­lags­breyt­inga. Stuðla þarf að öflugri miðlun vísinda­legrar þekk­ingar til fólks á öllum aldri.

Starfs-, iðn- og tækninám

Hugvits­drifið samfélag fram­tíð­ar­innar kallar á aukna áherslu á starfs-, iðn- og tækninám. Slíkt nám  verður eflt með það að leið­ar­ljósi að færni þróist í takt við þarfir samfé­lagsins og áskor­anir fjórðu iðnbylt­ing­ar­innar. Ungu fólki, óháð kyni, skal boðið upp á starfsnám við hæfi og grunn­skóla­nem­endur fái kennslu í iðn- og tækni­greinum. Veitt skal innsýn í fjöl­breytt starfs-, iðn- og tækninám á fram­halds­skóla­stigi og nemendum kynntar með skipu­lögðum hætti náms­leiðir sem bjóðast og starfs­mögu­leikar í kjölfar þeirra.

Stafræn tilvera

Nemendur skulu skilja bæði tæki­færi og áskor­anir staf­rænnar tilveru. Nemendur fái þjálfun í upplýs­inga-, miðla- og tæknilæsi. Samhliða hagnýt­ingu staf­rænnar tækni skulu nemendur fá tæki­færi til að auka þekk­ingu sína á persónu­vernd og meðferð og grein­ingu upplýs­inga. Hugað verður að notkun nemenda á samfé­lags­miðlum og þeim kennd ábyrg nethegðun og helstu reglur um örugg stafræn samskipti.

List- og verknám

Í list- og verk­greinum felast tæki­færi til að þroska huga og hönd við lausnamiðað starf og nýsköpun. List­sköpun í námi og áhersla á verk­greinar styrkir hagnýt­ingu þekk­ingar og markar fram­tíð­ar­um­hverfi nemenda með jákvæðum hætti.

Náms- og starfs­ráð­gjöf

Farsæll náms­ferill krefst þess að nemandinn taki upplýstar og ígrund­aðar ákvarð­anir um nám sitt út frá eigin áhuga­sviðum, styrk­leikum og gildum. Náms- og starfs­ráð­gjöf styður við stöðuga starfs­þróun einstak­linga út starfsævina ásamt hæfn­inni til að stýra eigin náms- og starfs­ferli í ljósi breyttra atvinnu- og samfé­lags­hátta. Lögð er áhersla á að allir finni hæfni sinni farveg og tilgang með námi sínu, þannig má meðal annars draga úr brott­hvarfi og styðja við atvinnu­þátt­töku. Náms- og starfs­ráð­gjöf á að vera aðgengileg á öllum skóla­stigum, óháð aldri og búsetu, og veitt af þar til bærum sérfræð­ingum.

Sköpun og gagn­rýnin hugsun

Allir geti beitt rökvísi, ígrundun og hafi hugrekki til að skapa. Lögð skal áhersla á sköpun í öllu skóla­starfi til að stuðla að persónu­legum þroska, frum­kvæði og nýsköpun. Unnið skal með samspil gagn­rýn­innar hugs­unar og sköp­unar til þess að þroska sjálf­stætt gild­ismat nemenda, styrkja hæfni til að setja ólíkar niður­stöður í samhengi og efla þroska til samfé­lags­legar umræðu. Forsenda þess að virkja og viðhalda sköp­un­ar­krafti og -kjarki nemenda er að þeim sé búið náms­um­hverfi þar sem hvatt er til frum­kvæðis,
sjálf­stæðis og skap­andi hugs­unar á öllum sviðum.

Menntun alla ævi

Góð og fjöl­breytt menntun á öllum skóla­stigum og aðgengi fólks á öllum æviskeiðum að menntun er  forsenda fyrir því að á Íslandi búi fólk með þekk­ingu og færni til að leita nýrra leiða og skapa ný tæki­færi. Hún stuðlar að því að samfé­lagið geti brugðist við örum og sífelldum breyt­ingum á atvinnu­háttum og tryggir starfs­þróun og hreyf­an­leika á vinnu­markaði


Vellíðan í öndvegi

Heilsu­efling

Mikil­vægt er að fylgjast með líðan allra nemenda og bregðast skjótt við með viðeig­andi aðgerðum í góðri samvinnu heimila, skóla og annarra fagaðila þegar vísbend­ingar koma fram um vanlíðan nemenda eða ofbeldi af einhverju tagi. Mikil­vægt er að gætt sé að jafn­rétt­is­sjón­ar­miðum og að nemendum stafi ekki ógn af andlegu, líkam­legu, kynbundnu og kynferð­is­legu ofbeldi, áreitni og einelti. Í því sambandi er mikil­vægi kynfræðslu áréttað. Leitað skal leiða til að stuðla að aukinni heilsu­efl­ingu á öllum skóla­stigum.

Geðrækt

Gæta skal að tilfinn­inga­legri og félags­legri heilsu nemenda og því að efla aðstæður í daglegu lífi sem stuðla að sem bestri líðan. Sókn­ar­færi til að efla geðheilsu eru einna mest í æsku og því áhersla á að hlúa að þeim vernd­andi þáttum sem vega þyngst hvað geðheilsu varðar á æsku­ár­unum.

Forvarnir

Á öllum skóla­stigum, skóla­gerðum og í frístund­a­starfi verður áhersla á forvarnir með kennslu og þjálfun í hegð­unar-, félags- og tilfinn­inga­færni til að styrkja nemendur. Þannig er einnig lagður grunnur að því að fyrir­byggja þróun óheil­brigðra samskipta og ofbeldis.

Rödd nemenda

Frá fyrstu tíð skal rödd nemenda heyrast og þeir fá tæki­færi til að hafa áhrif á náms­um­hverfi sitt. Gæta verður að því að nemendur geti óháð aldri látið í ljós skoð­anir sínar og að tekið sé rétt­mætt tillit til þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Með innleið­ingu barna­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna og samn­ings Sameinuðu þjóð­anna um rétt­indi fatlaðs fólks í skóla­starfi er aukin þátt­taka barna í allri ákvörð­un­ar­töku og nemenda­lýð­ræði virkjað á mark­vissan hátt. Nemendur skulu taka þátt í að móta jákvæðan skóla­brag og samskipta­reglur. Áhersla er lögð á að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin námi, venji sig á gott vinnulag, þrói með sér vaxt­ar­hug­arfar og læri að setja sér markmið. Þessi áhersla skal vera jafnt innan skóla sem og í starfi frístunda­heimila, félags­mið­stöðva, ungmenna­húsa og öðru skipu­lögðu íþrótta- og æsku­lýðs­starfi enda lýðræði undir­staða í öllu starfi með ungmennum.

Vellíðan allra

Hamingja og vellíðan allra skal vera í öndvegi. Tryggt skal að enginn sé undan­skilinn með því að leggja áherslu á jafn­rétti, samá­byrgð, samstöðu, viður­kenn­ingu fyrir ólíkum sjón­ar­miðum og virð­ingu fyrir marg­breyti­leika og fjöl­breyttum menn­ing­ar­heimum nemenda. Í skóla-, íþrótta- og æsku­lýðs­starfi er unnið að eflingu umburð­ar­lyndis, mann­rétt­inda- og lýðræðis­vit­undar.

 


Gæði í forgrunni

Ábyrgð og samhæfing þjón­ustu­kerfa

Samstarf, skýr ábyrgð og samþætting innan og milli kerfa er rauður þráður mennta­stefnu. Heild­stæð skóla­þjón­usta með áherslu á samá­byrgð, stig­skiptan stuðning í námi og stuðning við foreldra og starfs­fólk skóla verður í forgrunni á öllum skóla­stigum. Við allan stuðning og íhlutun er mikil­vægt að öll stuðn­ings­kerfi samfé­lagsins þjóni nemendum á heild­stæðan hátt og grípi inn í eftir þörfum með samfellu í þjón­ustu mismun­andi ábyrgð­ar­aðila og fagstétta. Brýnt er að stjórnun og fagleg forysta sé mark­viss og samstarf innan mennta­kerf­isins skil­virkt.

Aðal­nám­skrár sem styðja við mennta­stefnu

Aðal­nám­skrár skulu endur­spegla mennta­stefnu og styðja við hæfni til fram­tíðar. Þær verðar endur­metnar með þetta í huga og tryggt að þær styðji við alþjóð­legar skuld­bind­ingar sem Ísland hefur undir­gengist. Áhersla verður á að í boði séu fjöl­breytt náms­gögn sem taka mið af mögu­leikum staf­rænnar miðl­unar og marg­breyti­leika nemenda.

Námsmat

Námsmat skal meta hæfni nemenda á gagn­sæjan og leið­bein­andi hátt og taka til mismun­andi hæfni hvers og eins. Sérstak­lega þarf að gæta jafn­réttis gagn­vart nemendum með fötlun og þeim sem eiga við náms- og félags­lega örðug­leika að stríða. Mikil­vægt er að sameig­in­legur skiln­ingur sé á áherslum náms­mats og að þær samræmist áherslum aðal­nám­skráa. Námsmat verði sett fram þannig að það veiti reglu­lega skýrar upplýs­ingar um fram­vindu náms og sé fjöl­breytt mat á námi, vellíðan og velferð.

Vænt­ingar til nemenda

Auknar vænt­ingar verða gerðar til nemenda um árangur í námi, þraut­seigju og náms­fram­vindu að teknu tilliti til þarfa og aðstæðna. Mennta­kerfið skal bjóða upp á sveigj­an­leika fyrir þá nemendur sem hann  þurfa og veita öllum nemendum viðeig­andi stuðning í námi og leik. Lögð skal áhersla á ábyrgð­ar­kennd, félags­færni og samfé­lags- og umhverfis­vitund. Gera þarf kröfur um góða íslensku­færni barna jafnt sem full­orð­inna sem hafa annað móðurmál en íslensku og að nemendur hafi mögu­leika á að leggja rækt við móðurmál sitt samtímis aukinni færni í íslensku.

Vænt­ingar til foreldra

Foreldrar eru mikil­vægir banda­menn mennta­kerf­isins og búa yfir ómet­an­legri þekk­ingu sem nýta þarf í þágu nemenda til þess að skóla­ganga þeirra verði farsæl. Áhersla er lögð á gott samstarf heimila og skóla þar sem gagn­kvæm virðing og traust er viðhaft. Til mikils er að vinna til að efla árangur og hlúa að þekk­ingu, þraut­seigju og hamingju nemenda. Foreldrar ólögráða nemenda bera ábyrgð á uppeldi og menntun barna sinna þó að nemendur beri ábyrgð á eigin námi með hlið­sjón af aldri og þroska.

Stöð­ugar umbætur og gæðastarf

Efla þarf ytra og innra mat á skóla- og fræðslu­starfi í samræmi við mennta­stefnu og samræmda  árang­urs­mæli­kvarða. Það skal unnið út frá skýrum og rökstuddum viðmiðum og fela í sér skipu­lega söfnun, grein­ingu og túlkun gagna. Mikil­vægt er að skýr ábyrgð sé á fram­kvæmd og gæðum skóla- og fræðslu­starfs. Mennta­stofn­anir skulu sjálfar bera ábyrgð á innra mati en ráðu­neyti og sveit­ar­félög á ytra mati. Ytra mat skal vera reglu­legt og fylgt eftir með mark­vissum umbót­astuðn­ingi í samstarfi ríkis, sveit­ar­fé­laga og annarra fræðslu­aðila. Ráðu­neytið safnar upplýs­ingum um skóla- og fræðslu­starf, meðal annars með þátt­töku í alþjóð­legum könn­unum á náms­ár­angri. Í forgangi er að niður­stöður í ytra og innra mati séu nýttar til umbóta, sjálfs­mats og lærdóms. Skil­greina þarf lykil­mæli­kvarða árangurs, birta þá reglu­lega og rýna þá til gagns.

Skil­virk ráðstöfun fjár­muna

Ísland setur fjár­fest­ingu í menntun í öndvegi og gerir kröfu um að sú fjár­festing nýtist vel, mark­miðum mennta­stefnu sé náð og tryggt sé að þróun mennta­kerfis mæti þörfum samfé­lagsins. Þess vegna þarf mennta­kerfið að vera vel fjár­magnað og fjár­veit­ingar skýrar og unnar á faglegum forsendum eftir skil­virka grein­ingu.