Skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
Fundagerðir skólaráðs
Starfsáætlun skólaráðs
Skólaráð gerir sér starfsáætlun og í henni kemur fram hversu oft fundir verða haldnir, hvenær og hvar. Þar er einnig tilgreint hvenær skólaráðið ætlar að halda opinn fund fyrir skólasamfélagið um málefni skólans og annan með stjórn nemendafélagsins. Ef skólaráðið vill leggja áherslu á stefnu varðandi tiltekinn málaflokk, svo sem sérstaka námsgrein, samskipti, líðan nemenda, umhverfismál eða annað, ætti það að koma fram í starfsáætluninni.
Starfsáætlun 2023-2024
Skólaráð Patreksskóla 2023– 2024
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir, skólastjóri
- Kristín brynja Gunnarsdóttir, fulltrúi kennara
- Arna Margrét Arnardóttir, fulltrúi kennara
- Kris Bay, fulltrúi starfsfólks
- Guðmundur Sævar Vignisson, fulltrúi nemenda
- Ásgeir Þór Marteinsson, fulltrúi nemenda
- Lilja Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra
- Elín Dóróthea Sveinsdóttir, fulltrúi foreldra
- Ásdís Ásgeirsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsns