Skóla­stefna Vest­ur­byggðar

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar ákvað í byrjun árs 2022 að endur­skoða skóla­stefnu sveit­ar­fé­lagsins. Rebekka Hilm­ars­dóttir, Arnheiður Jóns­dóttir, Davíð Valgeirsson, Þórkatla Soffía Ólafs­dóttir og Frið­björg Matth­ías­dóttir voru skipuð í starfshóp og Kristrún Lind Birg­is­dóttir frá Ásgarði var fengin til að stýra verkinu. Haldnir voru fundir með starfs­fólki skól­anna, lagðir fyrir spurn­ingalistar og boðað var til opins fundar um endur­skoðun skóla­stefnu. Lagt var upp með að ná breiðri sátt um áherslur og að stefnan næði yfir skólamál sveit­ar­fé­lagsins en jafn­framt íþróttir, félagsmál og menn­ingu barna í sveit­ar­fé­laginu.

Framtíðarsýn

Markmið sveit­ar­fé­lagsins er að starf­rækja grunn, leik- og tónlist­ar­skóla í Vest­ur­byggð sem standast ýtrustu gæða­kröfur á hverjum tíma þar sem allir leggjast á eitt um að stuðla að fjöl­breyttu og metn­að­ar­fullu skóla­starfi. Vellíðan barna er í fyrir­rúmi og skóla- og félags­starf byggir á að rækta styrk­leika nemenda kerf­is­bundið. Mikil áhersla er lögð á uppbyggj­andi samskipti við nemendur, foreldra og á milli starfs­fólks. Leitað verði fjöl­breyttra leiða til þess að koma til móts við nemendur og foreldra óháð búsetu og lögð áhersla á að tengja saman skólastarf, íþróttir, tómstundir og félagslíf. Áhersla er lögð á framúrsk­ar­andi starfs­að­stæður, kurt­eisi, gagn­kvæma virð­ingu, jafn­rétti og mann­rétt­indi, samvinnu og lýðræð­is­lega starfs­hætti. Komið er fram við börn af virð­ingu og tiltrú og skýrar vænt­ingar gerðar til þeirra


Grunnþættir menntunar

Starfs­fólk skól­anna vinni áfram að innleið­ingu grunn­þátta aðal­nám­skrár með sérstaka áherslu á sköpun, jafn­rétti, raun­greinar og kynja­fræði. Sjálf­bærni og nýting nátt­úr­unnar og nærsam­fé­lagsins til náms og kennslu birtist með skýrum hætti í daglegu skóla­starfi. Heims­markmið Sameinuðu þjóð­anna um sjálf­bærni eiga skýran sess í skóla­starfi í Vest­ur­byggð. Skipulag og starfs­hættir í skólum endur­spegla sérstak­lega skýrar áherslur á heil­brigði og velferð barna og full­orð­inna.


Lykilhæfni

Skól­arnir í Vest­ur­byggð setja lykil­hæfni, eins og hún er skil­greind í aðal­nám­skrá, í öndvegi. Lykil­hæfni tengist öllum náms­greinum og aldurs­hópum eftir því sem þroski og geta leyfir. Auk lykil­hæfni mark­miða í aðal­nám­skrá er lögð rækt við að nemendur tileinki sér vinnu­semi og þraut­seigju í námi og við úrlausn viðfangs­efna. Áhugi barna á sjálfum sér og umhverfi sínu er drif­kraftur í námi þeirra og félags­færni. Nemendur fái tæki­færi til að sýna í verki að þau eru mikil­vægir lýðræð­is­legir þátt­tak­endur í sínu samfé­lagi.


Uppeldi, nám og kennsla

Skólastarf Vest­ur­byggðar er byggt á hugmynda­fræði skóla án aðgrein­ingar. Komið er til móts við þarfir allra barna og fjöl­breyttum eigin­leikum þeirra fagnað. Fjöl­breyttir kennslu­hættir og persónumiðað nám er í fyrir­rúmi og félagsleg markmið sett á oddinn. Mark­visst er stefnt að því að nemendur taki ábyrgð á námi sínu og séu virkir þátt­tak­endur. Lögð er áhersla á holl­ustu, hreyf­ingu og starfs­venjur sem skapa festu og öryggi. Farsæld barna í Vest­ur­byggð og snemmtæk íhlutun er sveit­ar­fé­laginu kappsmál. Góð og árang­ursrík sérfræði­þjón­usta er í fyrir­rúmi.


Nemendur

Í skólum Vest­ur­byggðar er lögð áhersla á vellíðan nemenda, góð samskipti, gagn­kvæma virð­ingu og að nemendur taki stig­vax­andi ábyrgð á eigin námi eftir því sem þroski þeirra leyfir. Miklu varðar að nemendur hafi sitt að segja um skóla­starfið og hlustað sé á raddir þeirra. Skól­arnir eru vel að tækjum búnir sem nýtast á skóla­göng­unni og ýta undir sjálf­stæði nemenda.


Starfsfólk

Mikil­vægt er að skól­arnir séu vel skip­aðir menntuðu, áhuga­sömu og metn­að­ar­fullu starfs­fólki sem setur fagleg sjón­armið á oddinn. Unnið sé eins og framast er unnt að bættum starfs­skil­yrðum og gefa skal tæki­færi til að hafa áhrif á skóla­starfið. Stöðugt sé unnið að endur­menntun starfs­fólks í samræmi við stefnu sveit­ar­fé­lagsins og sérstakt átak gert í að hækka mennt­un­arstig meðal kennara yngstu barn­anna.


Foreldrar

Öflugt og stöðugt umbót­astarf er aðals­merki góðs skóla. Þróun­ar­starf verður fastur liður í starfi skól­anna. Öflugt samstarf ríkir við foreldra og forráða­menn, byggt á gagn­kvæmu trausti og virð­ingu. Foreldrar fái tæki­færi til að koma að skóla­starfi í gegnum verk­efni sem reyna á styrk­leika þeirra.


Skóli og nærsamfélag

Megin­markmið skóla­starfs er að nemendur geti orðið virkir þátt­tak­endur í samfé­laginu. Því er áríð­andi að skólinn sé í virkum tengslum við umhverfi sitt – náttúru, atvinnulíf og menn­ingu hvers byggða­lags. Kostir fámenn­isins eru nýttir til að tengja enn betur saman skóla, atvinnulíf og félagslíf.


Samfelld skólaganga og samstarf skóla, tómstunda, tónlistar- og íþróttastarfs

Miklu varðar að starfs­fólk allra skóla­stiga, félags-, tónlistar- og íþrótta­mála vinni vel saman að fjöl­breyttu og lifandi starfi með börn­unum. Tryggja þarf eðli­lega samfellu sem leiðir að stöð­ugum fram­förum barna á milli skóla­stiga og að viðeig­andi upplýs­inga­gjöf sé viðhöfð á milli samstarfs­aðila. Fundnar verði leiðir til þess að nemendur sem eru að hefja fram­halds­skóla­göngu geti valið úr fjöl­breyttum leiðum til að stunda gæða­fram­halds­skólanám í heima­byggð eins lengi og kostur er.


Innleiðing skólastefnu

Forsvars­menn sveit­ar­fé­lagsins hafa sett sér það markmið að vinna að innleið­ingu skóla­stefnu sveit­ar­fé­lagsins með innleið­ingaráætlun sem tekur mið af fjár­hags­áætlun sveit­ar­fé­lagsins og endur­speglast í starfs­áætlun fræðslu- og æsku­lýðs­ráðs. Skóla­stefnu þessari fylgir tíma­sett aðgerða­áætlun með viðmiðum og mark­miðum. Stefna þessi gildir til næstu fimm ára. Á hverju vori fer fræðslu­nefnd yfir árangur af stefnu þessari í samvinnu og samráði við skóla­stjórn­endur og
stöðu á innra mati þeirra stofnana sem undir þessa stefnu heyra.