Hoppa yfir valmynd

Leikskólinn Vinabær

    • Mánudag 07:45 – 16:00
    • Þriðjudag 07:45 – 16:00
    • Miðvikudag 07:45 – 16:00
    • Fimmtudag 07:45 – 16:00
    • Föstudag 07:45 – 14:45
    • Laugardag Lokað
    • Sunnudag Lokað
  • Sveinseyri, 460 Tálknafirði
    Sjá á korti

Í ágúst 2012 sameinuðust leikskólinn Vinabær og grunnskólinn Tálknafjarðarskóli undir einu þaki. Fyrra húsnæði leikskólans, Vindheimar, sem átti sér merka sögu enda byggt af kvenfélagi Tálknafjarðar fyrir leikskólastarfið, var orðið mjög lélegt og auk þess var aðstaða ekki lengur fullnægjandi fyrir starfsemina. Því var tekið til bragðs að flytja leikskólann inn í lítið notað húsnæði grunnskólans og það standsett fyrir yngstu börnin.

Vinabær leggur mikla áherslu á velferð nemenda og að mæta hverjum og einum þeirra þar sem hann er staddur ásamt því að nýta styrkleika hvers og eins þannig að allir geti notið sín eins og þeir eru.