Tónlist­ar­skóli

Tónlist­ar­skóli Vest­ur­byggðar er starf­ræktur á Patreks­firði og Bíldudal. Áhersla er lögð á að kenna fjöl­breytta tónlist, jafnt klassík, popp og rokk, og að nemendur fái fjölda tæki­færa til að koma fram á tónleikum, taka þátt í samspili og spila í hljóm­sveit.

Skólavist

Hér til hliðar má finna skóla­da­gatal, umsókn­areyðu­blað, verð­skrá og tengil á Face­book síðu Tónlist­ar­skólans.


Kennarar 2023-2024

Alej­andra Pineda De Avila – píanó, söngur, slag­verk, tónfræði og kór / silaact.com, thesilaact@gmail.com

Birgir Bald­ursson – slag­verk / birgir.bald­ursson@hey.com

Birgir Þórisson – píanó, tónsmiðja / birg­irt­horisson@gmail.com

Camille Salmon – fiðla / kmijane@gmail.com 

Helga Gísla­dóttir – píanó / helgag@vest­ur­byggd.is

Jón Hilmar Kárason – gítar, bassi, ukulele, hljóm­sveit / jonkarason.is, jonkarason@jonkarason.is

Kristín Mjöll Jakobs­dóttir – blást­urs­hljóð­færi, söngur, píanó, slag­verk, forskóli og fornám, tónfræði og hljóm­sveit /  tonlist­ar­skoli@vest­ur­byggd.is


Saga Tónlistarskóla Vesturbyggðar

Upphafið að stofnun Tónlist­ar­skóla Vest­ur­byggðar er það, að síðla árs 1967 var einlægur áhugi tónlist­ar­unn­andi húsfreyju einnar á Patreks­firði, frú Steinu Einars­dóttur, nú búsettri í Reykjavík, sem stóð að  stofnun Tónlist­ar­fé­lags Patreks­fjarðar.

Félagið setti sér strax það höfuð­markmið að koma á fót tónlist­ar­skóla.  Fyrir samstillt átak nokk­urra áhuga­manna tókst að afla þeirra hljóð­færa sem til þurfti að skóla­hald gæti hafist.

Meðal þeirra sem mest unnu þar að málum má nefna þau Hafstein Davíðsson rafveit­u­stjóra, Hilmar Árnason kennara og frú Sigrúnu Sigur­jóns­dóttur, að ógleymdri Steinu Einars­dóttur sem fyrr var nefnd.

Skólinn hóf  kennslu fyrsta sinni á Patreks­firði haustið 1967 undir leið­sögn Guðmundar H. Guðjóns­sonar organ­ista sem er frá Kjörvogi á Ströndum norður. Annaðist hann kennsluna fyrstu þrjú árin, ásamt því, um skeið með Ólafi Markús­syni tónlist­ar­manni frá Reykjavík.

Haustið 1970 tók Jón Ólafur Sigurðsson organ­isti við stjórn skólans og gegndi því starfi næstu þrjú árin, en var þó áfram kennari við skólann þar til hann fluttist burtu, vorið 1975.  Í upphafi skólaárs 1973 var Ólafur Einarsson tónlist­ar­kennari úr Reykjavík ráðinn til starfa við skólann.

Aðrir kenn­arar sem starfað hafa við skólann, eru Övind og Göril Solbakk,   Colin og Stephanie Harper, John Gear, Sandy og Andy, Keith og Pamela Anne Mils, Adrienne Davis,  Hilmar Árnason, Hrafn­hildur Valgarðs­dóttir Tálkna­firði, Pétur Bjarnason Bíldudal, Ásrún Atla­dóttir og Sigrún Sigur­jóns­dóttir frá Patreks­firði, Jón Ingimarsson Bíldudal, Garðar Jörundsson Bíldudal, Mute Malik frá Hamborg í Þýskalandi, Sigurður Daní­elsson tónlist­ar­kennari úr Reykjavík, síðar á Þing­eyri og Ragnar Jónsson sem kenndi á píanó.

Fyrsta stjórn Tónlist­ar­fé­lags Patreks­fjarðar var  skipuð þeim Gísla Vikt­ors­syni sem formanni, Jóni Þ. Arasyni, gjald­kera og frú Maggý Kristjáns­dóttur  ritara.

Þegar þetta er ritað í janúar 2014,  mun þetta félag enn vera til þó svo að ekki hafi verið haldnir fundir í nokkur ár.

Svo sem fyrr­greint tilefni, stofn­unar skólans, ber með sér er skólinn enn á bernsku­skeiði, eins og reyndar allir tónlist­ar­skólar á Íslandi. Í saman­burði við aldagamla starf­semi sams­konar skóla í löndum þeim er næst  okkur liggja, má segja að elsti tónlist­ar­skóli okkar, þótt 47 ár eigi að baki, sé enn í reifum nú árið 2014.

Flestir tónlist­ar­skólar hér á landi, voru  stofn­aðir með samtaka­mætti almenn­ings og hafa lengst af verið reknir af áhuga­fólki. Tilurð Tónlist­ar­skóla Vest­ur­byggðar  er gott dæmi um það. Lög um fjár­stuðning ríksins við tónlisatr­skólana í landinu komu til fram­kvæmda í ársbyrjun 1976. Má segja að með þeim hafi tónlist­ar­skól­arnir loks komist með tærnar inn í almenna skóla­kerfið. Þó það sé í sjálfu sér mikil framför til eflingar íslenskri tónlistar­iðkun frá því sem var, verður samt að bíða enn um stund eftir því að tónlist­ar­skól­unum sé gert jafn­hátt undir höfði og öðrum skólum í landinu.

Það er þekkt að söng­urinn og tónlistin almennt eflir sálina. Mikil­vægi tónmennt­unar verður ekki dregin í efa. Barn sem lærir að gera grein­armun á samhljóm og hávaða, stendur betur að vígi að mæta þeim hinum sömu fyrir­brigðum í lífinu sjálfu, en ella.