Vinnuskóli
Vesturbyggð býður ungmennum sveitarfélagsins á aldrinum 13-16 ára starf í vinnuskóla frá júní til ágúst ár hvert.
Ákveðið hefur verið að bjóða ungmennum fæddum 2003 starf í Vinnuskólanum sumarið 2020. Þessi störf eru tilkomin vegna atvinnuástandsins í samfélaginu okkar. Ungmennin munu starfa undir flokkstjórum eins og aðrir nemendur Vinnuskólans. Gert er ráð fyrir því hægt verði að starfa 7 klst á dag í 8 vikur eða tímabilið 9. júní – 5. ágúst.
Markmið
Markmið Vinnuskóla Vesturbyggðar er að bjóða upp á:
- Hollt og uppbyggjandi sumarstarf fyrir ungmenni á 13., 14., 15. og 16. aldursári
- Fjölbreytt störf á mismunandi vinnusvæðum
- Fræðslu um notkun og meðferð algengra verkfæra
- Fræðslu um náttúru, umhverfi ásamt starfsumhverfi
- Reynslu og þekkingu sem að gagni kemur á sviði verklegra framkvæmda.
Með umsókn um starf í vinnuskólanum skrifar unglingurinn undir að fara eftir reglum sem þar gilda í hvívetna.
Starfstími Vinnuskólans er 8 vikur miðað við 5 virka daga í viku. Fjöldi og lengd vinnudaga er eftirfarandi eftir aldurshópum.
Nemendur á 13. aldursári: 4 vikur (20 dagar) í 4klst á dag.
Nemendur á 14. aldursári: 6 vikur (24 dagar) í 4klst á dag.
Nemendur á 15. aldursári: 8 vikur (32 dagar) í 7 klst á dag.
Nemendur á 16. aldursári: 8 vikur (32 dagar) í 7 klst á dag.
Tilkynna ber yfirflokkstjóra fyrirhugaða leyfisdaga og eins ef um forföll er að ræða.
Starfsreglur
- Vinnuskólinn er tóbaks og vímuefnalaus vinnustaður; á leið í og úr vinnu, á vinnusvæði og í matar- og kaffihléum, þ.e. sá tími sem trygging nær yfir.
- Mæta ber stundvíslega til vinnu og skila fullum vinnudegi.
- Beiðni um leyfi afgreiðir yfirflokkstjóri.
- Fara skal vel með verkfæri, stunda vinnuna samviskusamlega og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum yfirmanna.
- Laun eru greidd fyrir fræðsludaga ef viðkomandi tekur þátt í allri dagskránni af fullri einurð.
- Nemendur leggja sér sjálf til allan hlífðarfatnað og skal hann vera samkvæmt aðstæðum og verkefnum. Öllum er ráðlaggt að hafa með sér bakpoka og merkja fatnað, skó og stígvél.
- Farsímanotkun er óheimili nema með samþykki leiðbeinandans.
- Nemendur hafa með sér nesti við hæfi. Mælst er til þess að nestið sé hollt og næringarríkt. Sömu lýðheilsuviðmið gilda í vinnuskólum og í grunnskólum. Nestið neytist þar sem nemendur eru staddir þegar tími er kominn á kaffitíma.
- Sjoppu- og búðarráp eru ekki leyfðar á vinnutíma, þ.m.t. kaffitíma.
- Engin ábyrgð er tekin á fötum nemenda, reiðhjólum eða öðrum hlutum sem þeir hugsanlega taka með sér á vinnustað.
Allir nemendur Vinnuskólans fá umsögn frá yfirflokkstjóra sínum, um frammistöðu sína að sumarstarfi loknu. Umsögnin er í fjórum stigum:
- Mjög gott
- Gott
- Sæmilegt
- Ófullnægjandi
Eftirtalin atriði eru metin: Stundvísi, framkoma, tekur fyrirmælum, vandvirkni, sjálfstæð vinnubrögð, samvinna, meðferð verkfæra og afköst. Helstu verkefna sumarsins er getið og firflokkstjóri gefur almenna umsögn í nokkrum setningum um frammistöðu nemandans.
Verkefni eru af ýmsum toga. Til dæmis má nefna:
- Hreinsun og snyrting á og við opinber svæði og fjörur.
- Hreinsun og snyrting gróðurs, sláttur og rakstur í görðum eldri borgara og öryrkja.
- Hreinsun blóma og trjábeða og umhirða gróðurs.
- Ruslahreinsun með vegum.
- Viðhald á leiktækjum.
- Gróðursetning blóma, trjáa og áburðargjöf.
- Sláttur og rakstur og létt viðhald á lóðum og mannvirkja sveitarfélagsins.
Slys við vinnu verða tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins á eyðublaðinu „Tilkynning um vinnuslys″ samkvæmt reglum Félagsmálaráðuneytisins frá 22. desember frá 1989.
Áskilinn er réttur til breytinga.
Kaup og kjör
Laun eða kjör nemenda eru ákvörðuð af sveitarstjórn á hverju ári. Ungmenni 14 ára og yngri eru undanþegnir staðgreiðslu skatta. Ungmenni 15 ára skila skattkorti. Ungmenni 16 ára. skila skattkorti, greiða í lífeyrissjóð og félagsgjöld, sem reiknast frá byrjun næsta mánaðar eftir að viðkomandi verður 16 ára.
Laun er lögð inn á bankareikning sem verður að vera á nafni og kennitölu viðkomandi starfsmanns.
Ungmenni eru tryggð launþegatryggingu sem tryggir þá í vinnu og á beinni leið til og frá vinnu.
Aldur | Tímakaup 2020 | Fæðingarár |
---|---|---|
Yngri en 14 ára | 563,21 kr | 2007 |
14 ára á árinu | 669,83 kr | 2006 |
15 ára á árinu | 852,90 kr | 2005 |
16 ára á árinu | 1355,69 kr | 2004 |
17 ára á árinu | 2092 kr + orlof | 2003 |
Starfsfólk
Yfirflokkstjóri Patreksfjörður | Yfirflokkstjóri Bíldudalur |
---|---|
Gígja Þöll Rannveigardóttir | Emilía Sara Bjarnadóttir |
Flokkstjórar Patreksfirði | Flokkstjóri Bíldudal |
Rakel Jóna Bredesen Davíðsdóttir | Hólmfríður Birna Bjarnadóttir |
Jökull Davíðsson | |
Ásthildur Elísa Ágústsdóttir | |
Halldór Jökull Ólafsson |