Vinnu­skóli

Sveit­ar­fé­lagið býður ungmennum sveit­ar­fé­lagsins á aldr­inum 13-16 ára starf í vinnu­skóla frá júní til ágúst ár hvert.

Markmið

Markmið vinnu­skólans er að bjóða upp á:

  • Hollt og uppbyggj­andi sumarstarf fyrir ungmenni á 13., 14., 15. og 16. aldursári
  • Fjöl­breytt störf á mismun­andi vinnusvæðum
  • Fræðslu um notkun og meðferð algengra verk­færa
  • Fræðslu um náttúru, umhverfi ásamt starfs­um­hverfi
  • Reynslu og þekk­ingu sem að gagni kemur á sviði verk­legra fram­kvæmda.

Með umsókn um starf í vinnu­skól­anum skrifar ungling­urinn undir að fara eftir reglum sem þar gilda í hvívetna.

Starfs­tími vinnu­skólans er 8 vikur miðað við 5 virka daga í viku. Fjöldi og lengd vinnu­daga er eftir­far­andi eftir aldurs­hópum:

  • Nemendur á 13. aldursári: 4 vikur (20 dagar) í 4klst á dag.
  • Nemendur á 14. aldursári: 6 vikur (30 dagar) í 4klst á dag.
  • Nemendur á 15. aldursári: 8 vikur (40 dagar) í 7 klst á dag.
  • Nemendur á 16. aldursári: 8 vikur (40 dagar) í 7 klst á dag.

Tilkynna ber yfir­flokk­stjóra fyrir­hugaða leyf­is­daga og eins ef um forföll er að ræða.


Starfsreglur

  • Vinnu­skólinn er tóbaks- og vímu­efna­laus vinnu­staður; á leið í og úr vinnu, á vinnusvæði og í matar- og kaffi­hléum, það er sá tími sem trygging nær yfir.
  • Mæta ber stund­vís­lega til vinnu og skila fullum vinnu­degi.
  • Beiðni um leyfi afgreiðir yfir­flokk­stjóri.
  • Fara skal vel með verk­færi, stunda vinnuna samvisku­sam­lega og fara eftir leið­bein­ingum og fyrir­mælum yfir­manna.
  • Laun eru greidd fyrir fræðslu­daga ef viðkom­andi tekur þátt í allri dagskránni af fullri einurð.
  • Nemendur leggja sér sjálf til allan hlífð­ar­fatnað og skal hann vera samkvæmt aðstæðum og verk­efnum. Öllum er ráðlagt að hafa með sér bakpoka og merkja fatnað, skó og stígvél.
  • Farsíma­notkun er óheimil nema með samþykki leið­bein­andans.
  • Nemendur hafa með sér nesti við hæfi. Mælst er til þess að nestið sé hollt og næring­ar­ríkt. Sömu lýðheilsu­viðmið gilda í vinnu­skólum og í grunn­skólum. Nestið neytist þar sem nemendur eru staddir þegar tími er kominn á kaffi­tíma.
  • Sjoppu- og búðarráp eru ekki leyfðar á vinnu­tíma, þar með talið kaffi­tíma.
  • Engin ábyrgð er tekin á fötum nemenda, reið­hjólum eða öðrum hlutum sem þeir hugs­an­lega taka með sér á vinnu­stað.

Allir nemendur Vinnu­skólans fá umsögn frá yfir­flokk­stjóra sínum um frammi­stöðu sína að sumar­starfi loknu. Umsögnin er í fjórum stigum:

  • Mjög gott
  • Gott
  • Sæmi­legt
  • Ófull­nægj­andi

Eftir­talin atriði eru metin: Stund­vísi, fram­koma, tekur fyrir­mælum, vand­virkni, sjálf­stæð vinnu­brögð, samvinna, meðferð verk­færa og afköst. Helstu verk­efna sumarsins er getið og yfir­flokk­stjóri gefur almenna umsögn í nokkrum setn­ingum um frammi­stöðu nemandans.

Verk­efni eru af ýmsum toga. Til dæmis má nefna:

  • Hreinsun og snyrting á og við opinber svæði og fjörur.
  • Hreinsun og snyrting gróðurs, sláttur og rakstur í görðum eldri borgara og öryrkja.
  • Hreinsun blóma og trjá­beða og umhirða gróðurs.
  • Ruslahreinsun með vegum.
  • Viðhald á leik­tækjum.
  • Gróð­ur­setning blóma, trjáa og áburð­ar­gjöf.
  • Sláttur og rakstur og létt viðhald á lóðum og mann­virkja sveit­ar­fé­lagsins.

Slys við vinnu verða tilkynnt til Vinnu­eft­ir­lits ríkisins á eyðu­blaðinu „Tilkynning um vinnu­slys″ samkvæmt reglum Félags­mála­ráðu­neyt­isins frá 22. desember frá 1989.

Áskilinn er réttur til breyt­inga.


Kaup og kjör

Laun eða kjör nemenda eru ákvörðuð af sveit­ar­stjórn á hverju ári. Ungmenni 14 ára og yngri eru undan­þegin stað­greiðslu skatta. Ungmenni 15 ára skila skatt­korti. Ungmenni 16 ára skila skatt­korti, greiða í lífeyr­is­sjóð og félags­gjöld, sem reiknast frá byrjun næsta mánaðar eftir að viðkom­andi verður 16 ára.

Laun er lögð inn á banka­reikning sem verður að vera á nafni og kenni­tölu viðkom­andi starfs­manns.

Ungmenni eru tryggð laun­þega­trygg­ingu sem tryggir þá í vinnu og á beinni leið til og frá vinnu.

AldurTímakaup 2023Fæðingarár

Yngri en 14 ára

642,54 kr

2010

14 ára á árinu

767,17 kr

2009

15 ára á árinu

973,03 kr

2008

16 ára á árinu

1,546,64 kr

2007


Starfsfólk

Yfirflokkstjóri PatreksfjörðurYfirflokkstjóri Bíldudalur

Emilía Sara Húnfjörð Bjarnadóttir

Emilía Sara Húnfjörð Bjarnadóttir

Flokkstjórar Patreksfirði

Flokkstjóri Bíldudal

Klaudia Magdalena Kozuch

Nattapat Khongchumchuen

Kristín Eva Þorsteinsdóttir