Hoppa yfir valmynd

Vinnu­skóli

Vest­ur­byggð býður ungmennum sveit­ar­fé­lagsins á aldr­inum 13-16 ára starf í vinnu­skóla frá júní til ágúst ár hvert.

Ákveðið hefur verið að bjóða ungmennum fæddum 2003 starf í Vinnu­skól­anum sumarið 2020. Þessi störf eru tilkomin vegna atvinnu­ástandsins í samfé­laginu okkar. Ungmennin munu starfa undir flokk­stjórum eins og aðrir nemendur Vinnu­skólans. Gert er ráð fyrir því hægt verði að starfa 7 klst á dag í 8 vikur eða tíma­bilið 9. júní – 5. ágúst.

Markmið

Markmið Vinnu­skóla Vest­ur­byggðar er að bjóða upp á:

 • Hollt og uppbyggj­andi sumarstarf fyrir ungmenni á 13., 14., 15. og 16. aldursári
 • Fjöl­breytt störf á mismun­andi vinnusvæðum
 • Fræðslu um notkun og meðferð algengra verk­færa
 • Fræðslu um náttúru, umhverfi ásamt starfs­um­hverfi
 • Reynslu og þekk­ingu sem að gagni kemur á sviði verk­legra fram­kvæmda.

Með umsókn um starf í vinnu­skól­anum skrifar ungling­urinn undir að fara eftir reglum sem þar gilda í hvívetna.

Starfs­tími Vinnu­skólans er 8 vikur miðað við 5 virka daga í viku. Fjöldi og lengd vinnu­daga er eftir­far­andi eftir aldurs­hópum.

Nemendur á 13. aldursári: 4 vikur (20 dagar) í 4klst á dag.

Nemendur á 14. aldursári: 6 vikur (24 dagar) í 4klst á dag.

Nemendur á 15. aldursári: 8 vikur (32 dagar) í 7 klst á dag.

Nemendur á 16. aldursári: 8 vikur (32 dagar) í 7 klst á dag.

Tilkynna ber yfir­flokk­stjóra fyrir­hugaða leyf­is­daga og eins ef um forföll er að ræða.


Starfsreglur

 • Vinnu­skólinn er tóbaks og vímu­efna­laus vinnu­staður; á leið í og úr vinnu, á vinnusvæði og í matar- og kaffi­hléum, þ.e. sá tími sem trygging nær yfir.
 • Mæta ber stund­vís­lega til vinnu og skila fullum vinnu­degi.
 • Beiðni um leyfi afgreiðir yfir­flokk­stjóri.
 • Fara skal vel með verk­færi, stunda vinnuna samvisku­sam­lega og fara eftir leið­bein­ingum og fyrir­mælum yfir­manna.
 • Laun eru greidd fyrir fræðslu­daga ef viðkom­andi tekur þátt í allri dagskránni af fullri einurð.
 • Nemendur leggja sér sjálf til allan hlífð­ar­fatnað og skal hann vera samkvæmt aðstæðum og verk­efnum. Öllum er ráðlaggt að hafa með sér bakpoka og merkja fatnað, skó og stígvél.
 • Farsíma­notkun er óheimili nema með samþykki leið­bein­andans.
 • Nemendur hafa með sér nesti við hæfi. Mælst er til þess að nestið sé hollt og næring­ar­ríkt. Sömu lýðheilsu­viðmið gilda í vinnu­skólum og í grunn­skólum. Nestið neytist þar sem nemendur eru staddir þegar tími er kominn á kaffi­tíma.
 • Sjoppu- og búðarráp eru ekki leyfðar á vinnu­tíma, þ.m.t. kaffi­tíma.
 • Engin ábyrgð er tekin á fötum nemenda, reið­hjólum eða öðrum hlutum sem þeir hugs­an­lega taka með sér á vinnu­stað.

Allir nemendur Vinnu­skólans fá umsögn frá yfir­flokk­stjóra sínum, um frammi­stöðu sína að sumar­starfi loknu. Umsögnin er í fjórum stigum:

 • Mjög gott
 • Gott
 • Sæmi­legt
 • Ófull­nægj­andi

Eftir­talin atriði eru metin: Stund­vísi, fram­koma, tekur fyrir­mælum, vand­virkni, sjálf­stæð vinnu­brögð, samvinna, meðferð verk­færa og afköst. Helstu verk­efna sumarsins er getið og firflokk­stjóri gefur almenna umsögn í nokkrum setn­ingum um frammi­stöðu nemandans.

Verk­efni eru af ýmsum toga. Til dæmis má nefna:

 • Hreinsun og snyrting á og við opinber svæði og fjörur.
 • Hreinsun og snyrting gróðurs, sláttur og rakstur í görðum eldri borgara og öryrkja.
 • Hreinsun blóma og trjá­beða og umhirða gróðurs.
 • Ruslahreinsun með vegum.
 • Viðhald á leik­tækjum.
 • Gróð­ur­setning blóma, trjáa og áburð­ar­gjöf.
 • Sláttur og rakstur og létt viðhald á lóðum og mann­virkja sveit­ar­fé­lagsins.

Slys við vinnu verða tilkynnt til Vinnu­eft­ir­lits ríkisins á eyðu­blaðinu „Tilkynning um vinnu­slys″ samkvæmt reglum Félags­mála­ráðu­neyt­isins frá 22. desember frá 1989.

Áskilinn er réttur til breyt­inga.


Kaup og kjör

Laun eða kjör nemenda eru ákvörðuð af sveit­ar­stjórn á hverju ári. Ungmenni 14 ára og yngri eru undan­þegnir stað­greiðslu skatta. Ungmenni 15 ára skila skatt­korti. Ungmenni 16 ára. skila skatt­korti, greiða í lífeyr­is­sjóð og félags­gjöld, sem reiknast frá byrjun næsta mánaðar eftir að viðkom­andi verður 16 ára.

Laun er lögð inn á banka­reikning sem verður að vera á nafni og kenni­tölu viðkom­andi starfs­manns.

Ungmenni eru tryggð laun­þega­trygg­ingu sem tryggir þá í vinnu og á beinni leið til og frá vinnu.

AldurTímakaup 2020Fæðingarár

Yngri en 14 ára

563,21 kr

2007

14 ára á árinu

669,83 kr

2006

15 ára á árinu

852,90 kr

2005

16 ára á árinu

1355,69 kr

2004

17 ára á árinu

2092 kr + orlof

2003


Starfsfólk

Yfirflokkstjóri PatreksfjörðurYfirflokkstjóri Bíldudalur

Gígja Þöll Rannveigardóttir

Emilía Sara Bjarnadóttir

Flokkstjórar Patreksfirði

Flokkstjóri Bíldudal

Rakel Jóna Bredesen Davíðsdóttir

Hólmfríður Birna Bjarnadóttir

Jökull Davíðsson

Ásthildur Elísa Ágústsdóttir

Halldór Jökull Ólafsson