Flug
Beint áætlunarflug er daglega frá Bíldudalsflugvelli til Reykjavíkur. Flugvöllurinn er staðsettur um fimm kílómetrum suðaustur af Bíldudal, við Arnarfjörð.
Áætlunarflug
Beint áætlunarflug er frá Bíldudalsflugvelli til Reykjavíkur. Norlandair sinnir flugleiðinni. Flogið er sex sinnum í viku, alla daga nema laugardaga og tekur flugið um 40 mínútur.
Flugrútan
Í tengslum við öll flug ekur flugrúta frá Patreksfirði um Tálknafjörð og Bíldudal á flugvöllinn og sömu leið til baka. Bóka þarf far með rútunni í síma 893 0809.