Sorphirða og flokkun
Í Vesturbyggð er allt sorp flokkað til endurvinnslu eða förgunar. Með því hjálpumst við öll að við að halda umhverfi okkar hreinu. Svæðinu eru þrír gámavellir; á Patreksfirði, Bíldudal og á Tálknafirði.
Heimilistunnur
Á hverju heimili er ein 240L tunna fyrir óflokkaðan heimilisúrgang. Tunnurnar verða losaðar á tveggja vikna fresti.
Á Barðaströnd, Rauðasandi og í sveitum Vesturbyggðar eru 360L tunnur og eru þær losaðar á þriggja vikna fresti að vetrarlagi (1. nóv. til 30. apríl) en hálfsmánaðarlega á sumrin (1. maí til 31. okt).
Í tunnuna má setja allan heimilisúrgang, matarleifar, kaffikorg, matarsmitaðan pappír og plast, samsettar umbúðir (áleggsbréf, ostabox, tannkremstúpur og fl.) einnig glerílát, ryksugupoka, bleiur, dömubindi og úrgang frá gæludýrum.
Gámavellir
Þrír gámavellir eru til staðar: á Patreksfirði, Bíldudal og á Tálknafirði.
Á hverjum gámavelli er svokallaður flokkunargámur, þ.e. hús með hólfum fyrir þurrt flokkað endurvinnsluefni, sem er aðgengileg allan sólarhringinn. Endurvinnsluefni sem hér um ræðir eru: bylgjupappi og sléttur pappi, blöð, tímarit og skrifstofupappír, fernur, plast (hart og lint), málmar, rafhlöður og kertaafgangar.
Íbúum er frjálst að losa sig við almennan heimilisúrgang allt að einum rúmmetra í hverri ferð án gjaldtöku. Íbúar sem standa í framkvæmdum greiða fyrir þann úrgang sem þeir skila inn á gámavelli.
Opnunartímar
Gámavellir á Patreksfirði
- Mánudagur 16:00 – 18:00
- Þriðjudagur Lokað
- Miðvikudagur Lokað
- Fimmtudagur 16:00 – 18:00
- Föstudagur Lokað
- Laugardagur 15:00 – 17:00
- Sunnudagur Lokað
Gámavellir á Bíldudal
- Mánudagur Lokað
- Þriðjudagur 16:00 – 18:00
- Miðvikudagur Lokað
- Fimmtudagur Lokað
- Föstudagur Lokað
- Laugardagur 10:00 – 12:00
- Sunnudagur Lokað
Flokkunarskrá
Flokkur | Hráefni | Frágangur | Endurvinnsla |
---|---|---|---|
Bylgjupappi | Pappakassar, pítsukassar | Pappi (þurr, hreinn og laus við matarsmit) | Baggað til útflutnings |
Dagblöð og tímarit | Dagblöð, tímarit, skrif stofupappír, auglýsinga bæklingar, umslög o.fl. | Ekki er nauðsynlegt að taka hefti, gorma og slíkt af pappírnum | Baggað til útflutnings |
Drykkjarfernur | Mjólkurvörur og safar (einnig fernur með álfilmu innan í) | Hreinar, þurrar og brotnar saman | Baggað til útflutnings |
Plast | Allt plast, hart og lint s.s. plastpokar jógúrtdósir, plastbrúsar, plastlok, frauð plastbakkar og kaffipakkar | Þurrt og hreint | Pressað og baggað til útflutnings |
Málmar | Allur málmur sem fellur til s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum | Þurrt og hreint | Selt til endurvinnsluy |
Rafhlöður | Allar rafhlöður, líka úr ónýtum fartölvum og símum | Í stykkjatali | Flutt til Reykjavíkur, flokkað og eytt |
Kertaafgangar | Allir kertaafgangar | Hrein kerti (ekki í krukkum) | Nýtt til framleiðslu á nýjum kertum |
Söfnunargámur fyrir fatnað og nytjavörur | Öll föt og efni, skór, dúkar, gluggatjöld, rúmföt o.fl. | Í vel lokuðum poka í gám við hús Rauða krossins | Flokkað og flutt út til endurnýtingar |
Nytjagámur á gámasvæði | Húsgögn og húsbúnaður | Gott að setja saman það sem er í settum | Aðrir íbúar geta tekið hlutina og nýtt sér þá |
Gámur fyrir óvirkan úrgang | Sandur, múrbrot og gler | Flokkað og hreint efni | Urðað í sveitarfélaginu |
Gámur fyrir járn og aðra málma | Járn og aðrir málmar | Sett í gáminn | Flutt út til endurvinnslu |
Gámur fyrir gras og jarðveg | Gras úr görðum, trjáafklippur | Hreinn jarðvegur | Losað í sveitarfélaginu |
Gámur fyrir dekk | Dekk | Flutt til endurvinnslu | |
Spilliefni og olíur | Öll spilliefni og olíur | Komið með á gámasvæði | Fargað samkvæmt reglugerð |
Raftæki og húsgögn | Öll húsgögn og raftæki | Komið með á gámasvæði | Hlutað í sundur og flokkað af starfsmönnum |
Gámur fyrir timbur | Allt timbur | Sveitarfélagið eyðir á viðeigandi hátt |