Barna­vernd

Sveit­ar­fé­lagið eru hluti af barna­vernd­ar­þjón­ustu Vest­fjarða. Almenn­ingi er skylt að tilkynna ef ástæða er talin til að ætla að barn búi við óvið­un­andi uppeldis­að­stæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvar­lega hættu.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

MAS

magnusarnar@vesturbyggd.is/+354 450 2300

Tilkynningarskylda

Almenn­ingi er skylt að tilkynna til barna­verndar ef ástæða er talin til að ætla að barn búi við óvið­un­andi uppeldis­að­stæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvar­lega hættu. Tilkynn­ing­ar­skylda samkvæmt barna­vernd­ar­lögum gengur framar ákvæðum laga eða siða­reglna um þagn­ar­skyldu viðkom­andi starfs­stétta. Tilkynn­andi getur óskað nafn­leyndar.

Neyð­arsími vegna barna­verndar um kvöld og helgar er 112.


Markmið barnaverndar

Markmið barna­verndar er að tryggja börnum viðun­andi uppeld­is­skil­yrði. Það er gert með því að styrkja uppeld­is­hlut­verk fjöl­skyld­unnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Með börnum er átt við einstak­linga innan 18 ára aldurs. Þjón­ustan er veitt í samræmi við barna­vernd­arlög og önnur lög og reglu­gerðir, eftir því sem við á hverju sinni.


Hlutverk barnaverndar

Barna­vernd hefur þær skyldur að kanna aðbúnað, hátt­erni og uppeld­is­skil­yrði barna og meta sem fyrst þarfir þeirra sem ætla má að búi við óvið­un­andi aðstæður, sæti illri meðferð eða eigi í alvar­legum félags­legum erfið­leikum.


Úrræði

Barna­vernd skal beita þeim úrræðum samkvæmt barna­vernd­ar­lögum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppi­legust þykja til að tryggja hags­muni og velferð þeirra. Barna­vernd hefur með höndum önnur þau verk­efni sem getið er um í barna­vernd­ar­lögum og öðrum lögum. Sveit­ar­stjórn getur falið barna­vernd frekari verk­efni sem varða aðstæður barna og ungmenna í umdæmi hennar. Barna­vernd er skylt að aðstoða foreldra við að gegna forsjár­skyldum sínum og grípa til viðeig­andi úrræða samkvæmt ákvæðum barna­vernd­ar­laga ef þess er þörf.


Útivistarreglur

Útivist­ar­reglur eru settar til þess að vernda börn og ungmenni. Regl­urnar segja til um hvenær börn eigi ekki að vera á almanna­færi. Það er þó tekið fram að ungmenni á aldr­inum 13 – 16 ára geta verið á heim­ferð síðar séu þau á leið frá viður­kenndri skóla-, íþrótta- eða æsku­lýðs­sam­komu. Aldurs­mörkin miðast við fæðing­arár. Gott samstarf er við lögreglu.

Árstími

Aldur

Tími

1. sept. – 30. apríl

12 ára og yngri

Til kl. 20:00

13 – 16 ára

Til kl. 22:00

1. maí – 31. ágúst

12 ára og yngri

Til kl. 22:00

13 – 16 ára

Til kl. 24:00