Félagsleg úrræði

Markmið með félags­legri þjón­ustu á vegum sveit­ar­fé­lagsins er að koma einstak­lingum og fjöl­skyldum til aðstoðar í tíma­bundnum erfið­leikum. Haft er að leið­ar­ljósi að styðja einstak­linginn eða fjöl­skylduna til sjálf­hjálpar þannig að hver einstak­lingur geti sem best notið sín í samfé­laginu.

Félagsleg heimaþjónusta

Markmið þjón­ust­unnar er að efla einstak­linginn til sjálfs­hjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heima­húsi við sem eðli­leg­astar aðstæður. Heima­þjón­usta er veitt þeim sem geta ekki hjálp­ar­laust séð um heim­il­is­hald vegna skertrar getu eins og veik­inda, álags, öldrunar eða fötl­unar.

Gjald er tekið fyrir heima­þjón­ustuna og fer upphæðin eftir tilteknum tekju­við­miðum. Þau sem eru undir lágmarks tekju­mörkum fá þjón­ustuna gjald­frjálst en þau sem eru yfir efri tekju­mörkum greiða fullt verð fyrir þjón­ustuna. Miðað er við tekjur næstliðins árs.


Félagsleg ráðgjöf

Mark­miðið með félags­legri ráðgjöf er að veita upplýs­ingar og leið­bein­ingar um félagsleg rétt­indamál annars vegar og stuðning vegna félags­legs og persónu­legs vanda hins vegar. Félagsleg ráðgjöf tekur meðal annars til ráðgjafar á sviði fjár­mála, húsnæð­is­mála, uppeld­is­mála, skiln­að­ar­mála, þar með talinna forsjár- og umgengn­is­mála, ættleið­ing­ar­mála og fleira. Henni skal ætíð beitt í eðli­legu samhengi við aðra aðstoð samkvæmt lögum um félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og í samvinnu við aðra þá aðila sem bjóða upp á slíka þjón­ustu, svo sem skóla og heilsu­gæslu­stöðvar eftir því sem við á. Í þeim tilvikum sem nauðsyn krefur verður málum vísað til sérfræð­inga eða leitað aðstoðar þeirra að öðru leyti að gefnu leyfi frá ráðþega.

 


Fjárhagsaðstoð

Fjár­hags­að­stoð er veitt í tengslum við félags­lega ráðgjöf og önnur úrræði eftir því sem við á hverju sinni. Markmið fjár­hags­að­stoðar er ávallt að hjálpa einstak­lingnum til sjálfs­hjálpar.

Starfs­menn félags­þjón­ust­unnar veita allar upplýs­ingar í síma en umsækj­andi um fjár­hags­að­stoð þarf að panta og fara í viðtal hjá félags­ráð­gjafa áður en umsókn er tekin fyrir. Umsókn­areyðu­blað má nálgast í íbúagátt Vest­ur­bygggðar, sjá hlekk hér til hliðar.

Réttur til fjár­hags­að­stoðar

Fjár­hags­að­stoð er veitt vegna fram­færslu einstak­linga og fjöl­skyldna. Rétt á fjár­hags­að­stoð eiga þau sem eru fjár­ráða, eiga lögheimili í Vest­ur­byggð og hafa tekjur undir ákveðnum viðmið­un­ar­mörkum sbr. reglur Vest­ur­byggðar um fjár­hags­að­stoð. Atvinnu­rek­endur og sjálf­stætt starf­andi einstak­lingar þurfa að hafa hætt rekstri og lagt inn virð­is­auka­númer til að geta sótt um fjár­hags­að­stoð.

Aðstoðin er í formi styrks eða láns. Jafnan eru kann­aðir aðrir mögu­leikar en fjár­hags­að­stoð. Um fjár­hags­að­stoð í Vest­ur­byggð gilda reglur sem bæjar­stjórn hefur samþykkt í samræmi við lög.


Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæð­isstuðn­ingur er veittur skv. 2.mgr.45.gr laga um félag­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr.40/1991.

Sérstakur húsnæð­isstuðn­ingur er annars vegar fyrir 18 ára og eldri sem geta ekki séð sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna, þungrar fram­færslu­byrði eða annarra félags­legra aðstæðna og hins vegar fyrir foreldra 15 – 17 ára nemenda sem búa fjarri foreldrum sínum vegna náms. Sjá reglur sveit­ar­fé­lagsins.

Umsókn­areyðu­blað má nálgast í íbúagátt Vest­ur­bygggðar, sjá hlekk hér til hliðar.