Fjölskyldan
Sveitarfélagið leitast við að börn fái notið hollra og þroskavænlegra uppvaxtarskilyrða, til dæmis leikskóla og tómstundaiðju. Sveitarfélagið rekur þrjár félagsmiðstöðvar fyrir ungmenni, býður upp á foreldragreiðslur, rekur þrjá leikskóla og styður við tómstundastarf barna og unglinga.
Félagsmiðstöðvar
Þrjár félagsmiðstöðvar eru starfræktar í sveitarfélaginu. Félagsmiðstöðin Vest-End á Patreksfirði er til húsa í Aðalstræti 73, félagsmiðstöðin Dímon á Bíldudal er staðsett á neðri hæð félagsheimilisins Baldurshaga og félagsmiðstöðin Tunglið í Tálknafirði er í Vindheimum. Félagsmiðstöðvastarfið er ætlað unglingum úr 8.-10. bekk en 7. bekkingar geta mætt einu sinni í viku og á sértaklega auglýsta viðburði.
Í félagsmiðstöðvunum er starfandi félagsmiðstöðvarráð og sitja þrír unglingar á hverjum tíma. Félagsmiðstöðvarráð hefur það hlutverk að skipuleggja og halda utan um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í samstarfi við forstöðumann.
Dagforeldrar
Sveitarfélagið hefur sett sér reglur um leyfisveitingar vegna daggæslu í heimahúsum. Reglur og eyðublöð má nálgast á heimasíðunni. Foreldrar geta haft beint samband við starfandi dagforeldra sem veita allar frekari upplýsingar. Eins er hægt að hafa samband við félagsmálastjóra. Daggæsla barns er þá aðeins niðurgreidd að í gildi sé samningur milli dagforeldris og sveitarfélagsins.
Ekkert dagforeldri er starfandi í sveitarfélaginu í dag.
Foreldragreiðslur
Foreldragreiðslum er ætlað að brúa bil frá því að barn nær sjö og hálfs eða tólf mánaða aldri þar til það verður 14 mánuða eða byrjar í leikskóla. Eitt af skilyrðum fyrir greiðslunum er að foreldrar hafi sótt um leikskólapláss í sveitarfélaginu og þarf barn og foreldrar/forráðamenn þess að búa og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.
Hægt er að sækja um foreldragreiðslur þegar barn einstæðra foreldra hefur náð sjö og hálfs mánaða aldri og barn foreldra í hjúskap eða sambúð hefur náð tólf mánaða aldri.