Fjöl­skyldan

Sveit­ar­fé­lagið leitast við að börn fái notið hollra og þroska­væn­legra uppvaxt­ar­skil­yrða, til dæmis leik­skóla og tómstunda­iðju. Sveit­ar­fé­lagið rekur þrjár félags­mið­stöðvar fyrir ungmenni, býður upp á foreldra­greiðslur, rekur þrjá leik­skóla og styður við tómstund­astarf barna og unglinga.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Arnheiður Jónsdóttir arnheidur@vesturbyggd.is / 450 2300

Félagsmiðstöðvar

Þrjár félags­mið­stöðvar eru starf­ræktar í sveit­ar­fé­laginu. Félags­mið­stöðin Vest-End á Patreks­firði er til húsa í neðri skóla Patreks­skóla, félags­mið­stöðin Dímon á Bíldudal er stað­sett á neðri hæð félags­heim­il­isins Bald­urs­haga og félags­mið­stöðin Tunglið í Tálkna­firði er í Vind­heimum. Félags­mið­stöðv­a­starfið er ætlað unglingum úr 8.-10. bekk en 7. bekk­ingar geta mætt einu sinni í viku og á sértak­lega auglýsta viðburði.

Í félags­mið­stöðv­unum er starf­andi félags­mið­stöðv­arráð og sitja þrír unglingar á hverjum tíma. Félags­mið­stöðv­arráð hefur það hlut­verk að skipu­leggja og halda utan um starf­semi félags­mið­stöðv­ar­innar í samstarfi við forstöðu­mann.

 


Dagforeldrar

Sveit­ar­fé­lagið hefur sett sér reglur um leyf­is­veit­ingar vegna daggæslu í heima­húsum. Reglur og eyðu­blöð má nálgast á heima­síð­unni. Foreldrar geta haft beint samband við starf­andi dagfor­eldra sem veita allar frekari upplýs­ingar. Eins er hægt að hafa samband við félags­mála­stjóra. Daggæsla barns er þá aðeins niður­greidd að í gildi sé samn­ingur milli dagfor­eldris og sveit­ar­fé­lagsins.

Ekkert dagfor­eldri er starf­andi í sveit­ar­fé­laginu í dag.


Foreldragreiðslur

Foreldragreiðslum er ætlað að brúa bil frá því að barn nær sjö og hálfs eða tólf mánaða aldri þar til það verður 14 mánuða eða byrjar í leikskóla. Eitt af skilyrðum fyrir greiðslunum er að foreldrar hafi sótt um leikskólapláss í sveit­ar­fé­laginu og þarf barn og foreldrar/forráðamenn þess að búa og eiga lögheimili í sveitarlaginu. 

Hægt er að sækja um foreldragreiðslur þegar barn einstæðra foreldra hefur náð sjö og hálfs mánaða aldri og barn foreldra í hjúskap eða sambúð hefur náð tólf mánaða aldri.