Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #981

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. apríl 2024 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Tillaga að lýsingu Svæðisskipulags Vestfjarða

Lagt er fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 5. apríl 2024, ásamt tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir Vestfirði. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða hvetur sveitarstjórnir til að samþykkja lýsinguna þannig að kynningar og samráð geti hafist samhliða gerð Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029.

Lilja Magnúsdóttir formaður svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulags- og matslýsingu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Málsnúmer 2404021 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Strandsvæðaskipulag við Breiðafjörð - bókun stjórnar Fjórðungssambands Vestifrðinga

    Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða 27. mars 2024 var ítrekuð umsögn stjórnar um þingsályktun við landsskipulagsstefnu að flýta gerð strandsvæðaskipulags fyrir Breiðafjörð.

    Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Fjóðungssambands Vestfjarða frá 27. mars sl. þar sem lagt var til að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Breiðafjörð verði flýtt.

      Málsnúmer 2404020

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

      Lagður fyrir viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fyrirkomulagi á vaktsíma vegna barnaverndar. Kostnaður vegna viðaukans eru 2.182 þúsund og er mætt með lækkun á handbæru fé.

      Viðaukinn hefur áhrif á handbært fé sem lækkar úr 50.982 þúsund í A hluta og verður 48.800 þúsund. Í A og B hluta lækkar handbært fé úr 110.795 þúsund í 108.613 þúsund.
      Rekstrarniðurstaða í A hluta fer úr 22.334 þúsund í 20.152 þúsund. Í A og B huta fer rekstrarniðurstaðan úr 96.597 þúsund í 94.415 þúsund.

      Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

        Málsnúmer 2402036 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Til kynningar

        4. Drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg í kynningarferli

        Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun dags. 22. mars sl þar sem athygli er vakin á drögum að stjórnar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg.

          Málsnúmer 2403079

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Úttekt á starfssemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa

          Lagður er fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, dags. 5. apríl sl. vegna samtals um framtíð náttúrustofa. Áætlað er að fundur verði haldinn fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum 5. júní n.k. í Bolungarvík.

            Málsnúmer 2401073 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Fundargerðir framkvæmdaráðs Velferðarþjónusta Vestfjarða

            Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir framkvæmdaráðs velferðarþjónustu Vestfjarða, dags. 15. nóvember 2023 og 19. mars 2024.

              Málsnúmer 2403078

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Til samráðs - endurskoðun greinasviða aðalnámskrá grunnskóla

              Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 22. mars sl. með ósk um umsögn um endurskoðun greinasviða aðalnámskrá grunnskóla.

                Málsnúmer 2403081

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Til samráðs -Kosningar -meðferð utankjörfundaratkvæða

                Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu dags. 25. mars sl. með ósk um umsögn um kosningar- meðferð utankjörfundaratkvæða.

                  Málsnúmer 2403082

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Mál nr. 143 um málefni aldraðra (réttur til sambúðar)

                  Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis dags. 25. mars sl. með ósk um umsögn um málefni aldraðra (réttur til sambúðar).

                    Málsnúmer 2403084

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

                    Lögð fram til kynningar 946. fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

                      Málsnúmer 2401076 6

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024

                      Lögð fram til kynningar 221. fundargerð Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 5. febrúar sl.

                        Málsnúmer 2402039 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Til samráðs -Breyting á reglum um notkun á losunar- og sjósetningarbúnaði í skipum yfir 15 metrum að lengd samkvæmt reglugerð nr. 122-2004 og reglum nr. 189-1994.

                        Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 22. mars sl með ósk um umsögn um breytingu á reglum um notkun á losunar- og sjósetningarbúnaði í skipum yfir 15 metrum að lengd samkvæmt reglugerð nr. 122/2004 og reglum nr. 189/1994?.

                          Málsnúmer 2403080

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Styrkvegir 2024 umsóknir

                          Til kynningar umsóknir frá Vesturbyggð í styrkvegi 2024. Sótt er um samtals 21 milljón Vegna tveggja vegaslóða, Siglunesveg og veginn út Ketildali að safni Samúels í Selárdal. Sótt er til framleiðslu á efni til holufyllinga og afréttingar á vegum. Einnig er sótt um fjármagn til lagfæringa á vatnsrásum við vegi.

                            Málsnúmer 2403077

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Fundargerðir stjórnar Náttúrustofa Vestfjarða 2024

                            Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir 146. fundar og 147. fundar Náttúrustofu Vestfjarða, ásamt ársreikningi Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2023.

                              Málsnúmer 2403087

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Fundargerðir BsVest 2024

                              Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar BsVest frá 18. mars sl.

                                Málsnúmer 2404001

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Fjarskiptaáætlun Vestfjarðastofa - úttekt á stöðu fjarskiptamála 2023-2024

                                Kynnt er Fjarskiptaáætlun Vestfjarðastofu sem er úttekt á stöðu fjarskiptamála 2023-2024. Skýrslan var kynnt á fundi Vestfjarðastofu 8. apríl n.k.

                                  Málsnúmer 2404007

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15