Bíldu­dals­kirkja

Kirkjan á Bíldudal er teiknuð af Rögn­valdi Á. Ólafs­syni og var vígð 1906. Í henni er predik­un­ar­stjóll frá 1699.

Sóknarprestur

KA

Kristján Arason
kristjanaras@gmail.com/+354 846 6569

Bíldu­dals­kirkja tilheyrir Patreks­fjarðar­prestakalli í Vest­fjarða­pró­fasts­dæmi. Bíldu­dals­kirkja var vígð 2. desember 1906. Áður sóttu íbúar Suður­fjarða til Otra­dals­kirkju.

Þegar íbúum Bíldu­dals fór fjölg­andi um alda­mótin 1900 kom brátt í ljós að þeir undu því illa að hafa ekki kirkju á staðnum. Kirkju­sókn var til Otra­dals og lá land­leiðin yfir Litlu­eyr­arós, Byltu og fyrir Haganes.

Um og eftir alda­mótin tók Málfunda­fé­lagið Bíldur, er þá starfaði af miklum krafti, málið upp og náðist samstaða um að byggja kirkju á Bíldudal.

Bíldu­dals­kirkja var byggð 1905-1906 og vígð 2. desember 1906 af þáver­andi prófasti sr. Bjarna Símon­ar­syni á Brjánslæk ásamt sr. Böðvari Bjarna­syni á Hrafns­eyri og sókn­ar­presti sr. Jóni Árna­syni en sr. Jón Árnason hafði verið vígður til Otra­dals árið 1891.

Í Otradal hafði verið prestur og sókn­ar­kirkja Suður­fjarða frá öndverðu og er hennar getið í kirkna­tali Páls Jóns­sonar frá 1200. Ekki er lengur kirkja í Otradal en nokkur minn­is­merki er að finna þar í gamla kirkju­garð­inum.

Arki­tekt Bíldu­dals­kirkju er Vest­firð­ing­urinn Rögn­valdur Á. Ólafsson sem oft hefur verið nefndur fyrsti íslenski arki­tektinn. Kirkjan er stein­steypuhús og er fyrsta stein­steypu­bygg­ingin sem Rögn­valdur teiknaði. Hún er meðal annars sérstök fyrir það að í yfir­borð útveggja hennar eru gróp­aðar fúgur í líki stein­hleðslu. Upphaf­lega var kirkjan með skor­stein á vestari enda gengt turni. Um langt árabil var einnig ljósakross á turn­inum en í dag skartar kirkjan sínum upphaf­lega krossi.

Aðrar kirkjur sem Rögn­valdur teikaði eru Þing­eyr­ar­kirkja, Gufu­dals­kirkja og Hjarð­ar­holts­kirkja í Dölum en hann teiknaði margar fleiri.

Bíldu­dals­kirkja er friðuð frá 1. janúar 1990.