Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Mannlíf
  2. Menning

Kirkjur

Átta kirkjur eru í Vestu­byggð auk tveggja í Tálkna­firði. Margar þeirra eru merkileg hús, sumar allt frá miðri 19. öld og tvær meðal elstu stein­steyptu kirkna landsins. Í dag þjónar einn prestur Patreks­fjarðar­prestakalli sem nær yfir Vest­ur­byggð og Tálkna­fjörð.

Patreksfjarðarkirkja

Kirkjan á Patreks­firði var víðgð 1907 og er ein elsta stein­steypta kirkja landsins. Á predik­un­ar­stól kirkj­unnar er mynd eftir Erró frá 1957.

Bíldudalskirkja

Kirkjan á Bíldudal er teiknuð af Rögn­valdi Á. Ólafs­syni og var vígð 1906. Í henni er predik­un­ar­stjóll frá 1699.

Sauðlauksdalskirkja

Kirkjan í Sauð­lauksdal er frá 1863 en þar hefur staðið kirkja frá því á 16. öld. Í kirkj­unni sem er afar falleg er messað 5–6 sinnum á ári.

Saurbæjarkirkja

Kirkjan sem nú stendur í Saurbæ á Rauðas­andi á sér merki­lega sögu og hefur í raun komið víða við. En í Saurbæ hefur staðið guðshús frá því fyrir miðja 17. öld.

Selárdalskirkja

Kirkjan í Selárdal við Arnar­fjörð er frá 1861. Kirkja og prest­setur hefur verið á staðnum lengst af en árið 1907 var kirkjan sett undir þáver­andi Bíldu­dal­sprestakall.

Aðrar kirkjur

Tíu kirkjur eru í Vest­ur­byggð og Tálkna­firði, margar hverjar sögu­legar bygg­ingar sem geyma enn merkari sögu mann­lífs á Íslandi.

Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun