Patreks­fjarð­ar­kirkja

Kirkjan á Patreks­firði var víðgð 1907 og er ein elsta stein­steypta kirkja landsins. Á predik­un­ar­stól kirkj­unnar er mynd eftir Erró frá 1957.

Sóknarprestur

KA

Kristján Arason
kristjanaras@gmail.com / 846 6569

Patreks­fjarð­ar­kirkja er byggð á árunum 1904 til 1907. Kirkjan er stein­steypt og aðeins er vitað um tvær kirkjur stein­steyptar sem eru eldri, Bíldu­dals­kirkju og Ingj­alds­h­óls­kirkju á Hell­is­sandi.

Patreks­fjarð­ar­kirkja tilheyrir Patreks­fjarð­ar­sókn í Patreks­fjarðar­prestakalli í Vest­fjarða­pró­fasts­dæmi.

Kirkja var ekki á Patreks­firði áður en bænhús var á Geiteyri í katólskri tíð. Eyrar­búar áttu sókn til Sauð­lauks­dals.

Prestakallið var stofnað 1907 og náði til Eyrar og Laug­ar­dals. Kirkjan var vígð við hátíð­lega athöfn á hvíta­sunnudag 19. maí 1907 af sr. Bjarna Símon­ar­syni sem þá var prófastur Barð­strend­inga. Kirkjan hafði þá verið rúm þrjú ár í smíðum og þótti mikið þrek­virki hins unga safn­aðar er hafði verið stofn­aður með lögum frá Alþingi árið 1903.

Það var Sigurður Magnússon héraðs­læknir og þáver­andi sókn­ar­nefnd­ar­formaður sem teiknaði kirkjuna en Markús Snæbjörnsson kaup­maður á Geirs­eyri gaf land undir hana og kirkju­garð sem vígður var árið 1904.

Það var steinsmið­urinn Guðmundur Einarsson sem hafði yfir­um­sjón með allri stein­smíði við kirkjuna. Um trésmíða­vinnu við kirkjuna sáu þeir Jónas Jónasson, Jósep Magnússon og Björn Lárusson.

Kirkjan tekur um 200 manns í sæti. Benda má á predík­una­stól kirkj­unnar en á honum eru tákn guðspjalla­mann­anna unnin í mósaík af Erró árið 1957 á 50 ára afmæli kirkj­unnar. Altar­is­tafla kirkjunn er eftir­gerð af mynd Carl Bloch, „Eitt er nauð­syn­legt“.

Patreks­fjarð­ar­kirkja hélt upp á 100 ára vígslu­af­mæli sitt sunnu­daginn 20. maí 2007.