Saur­bæj­ar­kirkja

Kirkjan sem nú stendur í Saurbæ á Rauðas­andi á sér merki­lega sögu og hefur í raun komið víða við. En í Saurbæ hefur staðið guðshús frá því fyrir miðja 17. öld.

Sóknarprestur í Saurbæjarsókn

KA

Kristján Arason
kristjanaras@gmail.com/+354 846 6569

Frá því fyrir miðja 17. öld stóð í Saurbæ torf­kirkja. Hún var þó alþiljuð og með timb­urgöflum og timb­urþaki. Sumir vilja ekki kalla slík hús torfhús þar sem aðeins lang­veggir voru úr torfi og grjóti, fyrst og fremst til styrktar húsinu. Þetta hús var orðið hrör­legt og raunar ekki nothæft þegar Ari Finnson lætur taka þá kirkju ofan 1869, og reisir í stað hennar veglega timb­ur­kirkju.

Kringum alda­mótin 1900 fær timb­ur­kirkjan mikið viðhald og er þá járn­klædd. Það má færa að því líkur að sakir mistaka við þá aðgerð hafi aust­urgafl kirkj­unnar fúnað fyrr en efni stóðu til. Kirkjan fékk síðan sára­lítið viðhald allt þar til að hún fauk í ofsa­veðri í janúar 1966.

Þá strax fóru eldri Rauðsend­ingar að athuga mögu­leika að endur­reisa kirkju í Saurbæ, en sakir fámennis og þar af leið­andi fjár­skorts varð ekki af fram­kvæmdum.

En loks var ákveðið að endur­reisa gömlu kirkjuna frá Reyk­hólum, sem haði verið tekin niður, og varð­veitt suður á Bessa­stöðum um tíma í umsjá þjóð­minja­varðar. Á Reyk­hólum hafði þá verið byggð ný kirkja af ríkinu, við samruna tveggja safnaða Reyk­hóla- og Stað­arsafnaða.

Þá þykir líka merki­legt að bygg­ing­arlag þessar kirkju frá Reyk­hólum er í svokölluðu gull­insniði, en þar eru reglur komnar frá Forn-Grikkjum í hávegum hafðar. Gull­insnið er form þar sem engin lína yfir­tekur augað en allar línur verka sem ein heild.

Kirkjan var því upphaf­lega reist á Reyk­hólum af Brynj­ólfi Benidiktsen, kaup­manni í Flatey. Fauk hún strax fyrsta haustið, ekki frágengin. En hún var endur­reist og betur um hnútana búið.

Eftir viðkomu á Bessa­stöðum var kirkjan endur­vígð sem Saur­bæj­ar­kirkja að viðstöddu meira fjöl­menni en nokkru sinni hefur veirð saman­komið á Rauðas­andi þann 5. sept­ember 1982 af sr. Sigurði Páls­syni vígslu­biskupi og sjö prestum öðrum.