Fundur haldinn í fjarfundi, 27. apríl 2021 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG)
- Gerður Rán Freysdóttir (GRF)
- Siggeir Guðnason (SG)
- Jónatan Guðbrandsson (JG)
- Karl Ingi Vilbergsson (KIV)
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ)
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH)
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Starfsáætlun almannavarnarnefndar 2021
Lögð fram drög að starfsáætlun almannavarnarnefndar fyrir árið 2021. Lagt til að fastur fundartími verði einu sinni í mánuði á fimmtudögum klukkan tvö. Formanni falið að uppfæra drög að starfsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
2. Covid - 19
Formaður fór yfir það helsta sem upp hefur komið og tengist kórónuverufaraldrinum. Jónatan Guðbrandsson formaður vettvangsstjórnar á sunnanverðum Vestfjörðum fór yfir störf stjórnarinnar.
Minnisblöð af fundum vettvangsstjórnar verði lagðar fram til kynningar á næsta fundi almannavarnarnefndar.
3. Áhættuskoðun almannavarna í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum
Lögð fram áhættuskoðun almannavarna frá 2011 og rætt um viðbragðsáætlun vegna ferjuslysa á Breiðafirði. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn kom inn á fundinn og fór yfir vinnu sem er í gangi við endurskoðun á áhættuskoðun almannavarna á Vestfjörðum.
4. Viðbragðsáætun vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal
Rætt um viðbragðsáætlanir vegna snjóflóðahættu og um það hvort unnin verði sambærileg áætlun fyrir sunnanverða Vestfirði og unnar hafa verið á norðanverðum Vestfjörðum. Jónatan Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fór yfir verklagsáætlun lögreglunnar vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum.
Drög að viðbragðsáætlun verði lögð fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
5. Hópslysaæfing haustið 2021
Lögð fram drög að hópslysaæfingu fyrir haustið 2021, þar sem æft verður rútuslys í Patreksfirði. Davíð Rúnar Gunnarsson og Siggeir Guðnason kynntu drögin fyrir nefndinni. Rætt um undirbúning fyrir hópslysaáætlun fyrir sunnanverða Vestfirði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:34