Hoppa yfir valmynd

Almannavarnarnefnd #3

Fundur haldinn í fjarfundi, 27. apríl 2021 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG)
  • Gerður Rán Freysdóttir (GRF)
  • Siggeir Guðnason (SG)
  • Jónatan Guðbrandsson (JG)
  • Karl Ingi Vilbergsson (KIV)
  • Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ)
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH)
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Starfsáætlun almannavarnarnefndar 2021

Lögð fram drög að starfsáætlun almannavarnarnefndar fyrir árið 2021. Lagt til að fastur fundartími verði einu sinni í mánuði á fimmtudögum klukkan tvö. Formanni falið að uppfæra drög að starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Covid - 19

Formaður fór yfir það helsta sem upp hefur komið og tengist kórónuverufaraldrinum. Jónatan Guðbrandsson formaður vettvangsstjórnar á sunnanverðum Vestfjörðum fór yfir störf stjórnarinnar.

Minnisblöð af fundum vettvangsstjórnar verði lagðar fram til kynningar á næsta fundi almannavarnarnefndar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Áhættuskoðun almannavarna í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum

Lögð fram áhættuskoðun almannavarna frá 2011 og rætt um viðbragðsáætlun vegna ferjuslysa á Breiðafirði. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn kom inn á fundinn og fór yfir vinnu sem er í gangi við endurskoðun á áhættuskoðun almannavarna á Vestfjörðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Viðbragðsáætun vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal

Rætt um viðbragðsáætlanir vegna snjóflóðahættu og um það hvort unnin verði sambærileg áætlun fyrir sunnanverða Vestfirði og unnar hafa verið á norðanverðum Vestfjörðum. Jónatan Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fór yfir verklagsáætlun lögreglunnar vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum.
Drög að viðbragðsáætlun verði lögð fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Hópslysaæfing haustið 2021

Lögð fram drög að hópslysaæfingu fyrir haustið 2021, þar sem æft verður rútuslys í Patreksfirði. Davíð Rúnar Gunnarsson og Siggeir Guðnason kynntu drögin fyrir nefndinni. Rætt um undirbúning fyrir hópslysaáætlun fyrir sunnanverða Vestfirði.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Húsnæði fyrir svæðisstjórn á svæði 6

Rætt um húsnæði svæðisstjórnar á svæði 6. Svæðisstjórn hefur haft aðsetur í slökkvistöðinni á Patreksfirði á meðan framkvæmdir eru í gangi við lögreglustöðina á Patreksfirði. Jónatan Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fór yfir stöðu framkvæmda.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:34