Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. október 2012 og hófst hann kl. 08:30
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Fundargerðir til kynningar
Fundargerðir til staðfestingar
Almenn erindi
3. Byggðastofnun - skýrslan "Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun".
Lagt fram bréf dags. 27. sept. sl. frá Byggðastofnun ásamt útdrætti úr skýrslunni ?Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðalögum með langvarandi fólksfækkun? frá júní 2012.
Lagt fram til kynningar.
4. Sorpurðun Vesturlands - gjaldskrárbreyting í Fíflholtum.
Lagt fram bréf dags. 2. okt. sl. þar sem tilkynnt er um nýja gjaldskrá, sem tekur gildi 1. janúar 2013, fyrir sorpurðunarstaðinn Fíflholt.
Lagt fram til kynningar.
5. Íþróttafélagið Hörður - beiðni um viðbótarstyrk 2013.
Lagt fram bréf dags. 28. sept. sl. frá Íþróttafélaginu Herði þar sem félagið óskar eftir viðbótarstyrk árið 2013 til að klára stökk- og kastvöll á Vatneyrarvelli.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir nákvæmari kostnaðaráætlun fyrir verkið í heild og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2013.
6. Innanríkisráðuneytið - málstefna sveitarfélaga.
Lagt fram dreifibréf dags. 21. sept. sl. frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er upplýsinga um setningu málstefnu sveitarfélagsins sbr. 130.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga nr.138/2011.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga og svara erindinu.
7. Nefndasvið Alþingis - frumvarp til laga um kosningar, beiðni um umsögn.
Lagt fram tölvubréf dags. 28.sept. sl. frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar sveitarfélaga um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og til sveitarstjórna (aðstoð við atkvæðagreiðslu) ? 180. mál.
Lagt fram til kynningar.
8. Nefndasvið Alþingis - frumvarp til lagaum vernd og orkunýtingu landssvæða, beiðni um umsögn.
Lagt fram tölvubréf dags. 27.sept. sl. frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar sveitarfélaga um frumvarp til laga um vernd og orkunýtingu.
Lagt fram til kynningar.
9. Grunnskóli Vesturbyggðar - málverk í eigu GV.
Lagt fram bréf dags. 20. sept. sl. frá Nönnu Sjöfn Pétursdóttur, skólastjóra Grunnskóla Vesturbyggðar þar sem óskað er að málverkum sem tekin voru úr skólanum fyrir nokkrum árum samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar verði skilað.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
10. Grunnskóli Vesturbyggðar - viðbótarstaða skólaliða við Patreksskóla.
Lagt fram bréf dags. 24. sept. sl. frá Nönnu Sjöfn Pétursdóttur, skólastjóra Grunnskóla Vesturbyggðar þar sem óskað er leyfis að ráða skólaliða í 50% starf við Patreksskóla.
Bæjarráð samþykkir erindið vegna breytinga á skólastarfi; lengingar skóladags hjá yngstu nemendum, rekstri á mötuneyti og aðstöðu tónlistarskóla.
11. Fjárhagsáætlun 2013
Lagt fram vinnuskjal með beiðnum frá forstöðumönnum um viðbótarverkefni í rekstri og fjárfestingum á árinu 2013.
Bæjarráð óskar eftir fundum með forstöðumönnum 16., 22. og 23. október og stefnt skal að fundum með íbúum í viku 42. eða 43.
12. Útsendingar á bæjarstjórnarfundum
Lagt fram tilboð frá Valid Kerfisþjónustu í kaup á búnaði vegna útsendinga á bæjarstjórnarfundum hjá Vesturbyggð.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að afla fleiri tilboða og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2013.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:00
Afbrigði dagskrár: Samþykkt samhljóða að taka fyrir kauptilboð í fasteignina Urðargata 23 n.h. sem 13. lið dagskrár.