Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #673

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, neðri hæð, 26. mars 2013 og hófst hann kl. 00:00

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi kom inn á fundinn undir lið 2.

Fundargerðir til kynningar

1. Bæjarráð - 672

Lögð fram fundargerð bæjarráðs nr. 672. Bæjarstjóri upplýsti um fund sem haldinn var með forsvarsmönnum Íþróttafélagsins Harðar um verkefni sumarsins. Samskonar fundur hefur verið boðaður með öðrum íþróttafélögum í sveitarfélaginu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

2. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, hafnarsvæðið á Bíldudal.

Byggingarfulltrúi kom inn á fundinn. Erindi vísað til bæjarráðs frá skipulags og byggingarnefnd. Lagt fram erindi frá Víkingi Gunnarssyni fh. Arnarlax ehf. kt. 580310-0600 þar sem óskað er eftir lóð við Strandgötu á Bíldudal og að gerð verði breyting á deiliskipulagi á hafnarsvæðinu á Bíldudal. Lagt fram minnisblað frá Siglingastofnun um landfyllingu á deiliskipulagssvæðinu. Á fundinum voru einnig ræddar aðrar mögulegar staðsetningar á lóðum fyrir Arnarlax.
Bæjarráð tekur vel í erindið og óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Íslenska kalkþörungafélagsins hf. og fundi með forsvarsmönnum Arnarlax ehf.
Byggingarfulltrúa og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsóknir um starf aðstoðarleikskólastjóra Leikskóla Vesturbyggðar

Umræðu haldið áfram frá síðasta fundi bæjarráðs.
Lagður fram samanburður á umsækjendum um starf aðstoðarleikskólastjóra frá Attentus mannauður og ráðgjöf.
Bæjarráð samþykkir að ráða Hallveigu Guðbjörtu Ingimarsdóttur sem aðstoðarleikskólastjóra Leikskóla Vesturbyggðar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. VERKÍS fjarskipti í dreifbýli ljósleiðarakerfi

Lagt fram bréf frá Verkís verkfræðistofu varðandi fjarskipti í dreifbýli.
Vesturbyggð óskar eftir tilboði frá Verkís í úttekt á fjarskiptamálum í dreifbýli.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Eyðibýli á Íslandi rannsóknir og skráning styrkbeiðni

Lögð fram styrkbeiðni frá Eyðibýlum á Íslandi vegna rannsókna á Vestfjörðum sumarið 2013.
Bæjarráð samþykkir að veita Eyðibýlum á Íslandi 100 þúsund króna styrk til verkefnisins úr menningarmálum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Samningur um tannheilsu leik-og grunnskólabarna

Guðrún Eggertsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna skyldleika við hlutaðeigandi.
Lagt fram erindi frá Jakobi Jónssyni tannlækni er varðar samþykkt um tannheilsu leikskóla-og grunnskólabarna í Vesturbyggð frá árinu 2008.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum við Jakob Jónsson.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00